Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982. nmmuwBM^m Utgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgófustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haykur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefónsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sími 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð ó mánuði 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. Handvirkt krukk hæfir í bili Brotinn hefur veriö ísinn í kjaraviðræöunum. Vinnu- málasamband samvinnufélaganna hefur ekki tekið upp nýjustu kröfur Vinnuveitendasambandsins um sjálfvirka vísitöluskerðingu vegna aflabrests og vill í þess stað semja á fyrri grunni. Fyrir uppákomu Vinnuveitendasambandsins lá í raun- inni aöeins eitt lítiö prósentustig milli deiluaðila. Alþýöu- sambandið gat sætt sig viö 2,5% .vísitöluskerðingu 1. september í haust, en Vinnuveitendasambandiö vildi 3.5%. Líta má á það sem tímamót, að unnt skuli vera að ræða og jafnvel semja um vísitöluskerðingu í kjarasamning- um. Er það gott dæmi þess, að viðræður um kjaramál eru smám saman að færast nær raunveruleika efnahagslífs- ins. tJt af fyrir sig er rökrétt að hugsa málið lengra og slá fram hugmyndum um einhver sjálfvirk tengsli efnahags- ástands, til dæmis aflabragða, annars vegar og launa- greiðslna hinsvegar.Slíktsamhengi er æskilegtmarkmið. Menn eru smám saman að átta sig á, að kjarasamning- ar hafa lítil áhrif haft á lífskjörin. Þau ákveðast meira á öðrum vettvangi, sumpart af gerðum stjórnvalda, en einkum af gengi efnahagslífsins, þegar litið er til langs tíma. —- í stað þess að semja um lífskjörin eru menn í almenn- um kjarasamningum meira aö semja um veröbólgustig næstu mánaða. Háir samningar valda meiri verðbólgu og lágir samningar minni, en lífskjör launafólks eru hin sömu í báðum tilvikum. En lok samningaviðræðna eru ekki rétti tíminn til að kasta fram kröfum um tengingu veröbóta við afla- sveiflur. Slíkar hugmyndir þarf að viðra með góöum fyrirvara og gefa öllum málsaðilum tíma til að skoða þær í krók og kring. Auk þess er engan veginn sjálfsagt, að á verksviði sam- taka — sem f jalla um stóran hluta vinnumarkaðsins, en ekki hann allan — sé sjálfvirkt vísitölukrukk og aðrar gerðir, sem snerta alla landsmenn, líka þá, sem ekki er verið að semja um. Hitt er svo líka rétt, að skammt er orðið í sjálfvirkt vísi- tölukrukk eins og aflabrestsviðmiðunina, þegar aðilar vinnumarkaösins eru byrjaðir að ræða handvirkt vísitölu- krukk á borð við vísitöluskerðingu um 2,5 eða 3,5%. En hin raunverulega ástæða handvirka krukksins var önnur. Með því að færa launahækkun láglaunafólks upp í samninga byggingamanna og láta almenna vísitöluskerö- ingu koma á mnti, var verið að reyna að láta láglauna- fólkið ekki dragast aftur úr. Þetta var fyrst og fremst krókur Alþýðu- og Vinnuveit- endasambandsins á móti bragöi meistara og sveina í byggingaiðnaði, sem ætluðu að mata krókinn á kostnað láglaunafólks í krafti þess, að þeir voru að semja við sjálfasig. I lokahríð samninganna áttuöu ráðamenn Vinnuveit- endasambandsins sig svo á, aö þeir gátu gengiö lengra, af því að launafólk vildi ekki fara í verkfall og að öflug and- staða var gegn verkföllum í mörgum aðildarfélögum Alþýðusambandsins. Vinnuveitendasambandið sneri þá við blaðinu og sló fram kröfunni um tengsli aflabragða og verðbóta. Það vissi, aö verkfallsvopnið hafði dignað í höndum Alþýðu- sambandsins og að líklega mætti þæfa málin til hausts án verkfalla. Miðað við allt þetta er gott og sanngjarnt, ef Alþýðu- sambandið og Vinnumálasamband samvinnufélaganna geta fundið meðaltalið milli 2,5 og 3,5% og náð samkomu- lagi á fyrra grunni. Aðrir hljóta að fylgja á eftir og vinnu- friður verða aö nýju. Um sjálfvirkt vísitölukrukk má ræðasíðar. JónasKristjánsson. REIÐ- hiát /% IIJ tfljil1 RAMffi Fyrir mér fylgir hverju sumri bölvun reiöhjólsins. Að vísu á ég ekki reiöhjól og hef ekki átt slíkt lengi. En æskuár mín voru undirlögö af átök- um viö reiðhjól og lengi eftir aö ég hafði eyðilagt seinasta reiðhjóliö sem ég átti, þoldi ég ekki jól og af- mælisdaga, því ég óttaðist aö ein- hver illviljaöur ættingi gæfi mér eitt enn. Þó fór svo aö lokum, aö mér tókst aö gleyma reiöhjólum í nokkur ár. Eg læröi þá aö njóta sólskins og sumaryls, gekk um götur borgarinn- ar alsæll, eöa þá tók strætisvagn og ferðaðist þannig eins og mig lysti. Þá sjaldan að einhver samborgari kom nærri mér á reiðhjóli, brosti ég góö- látlega og hélt áfram ferö minni eins og ekkert heföi í skorist. Þannig liöu nokkur ár í algleymi sælunnar. En þar kom aö reiöhjóliö rústaöi sálarfriö minn að nýju. Þaö er hiutverk fööunns i fjöl- skyldunni aö gera viö leikföng barn- anna, þegar þau bila. Og þar kom, aö sonur minn varð svo stór, að ekki varö undan því vikist aö ge'fa honum reiöhjól. Og skömmu síðar kom hann til mín, fullur trúnaöartrausts, og baö mig í barnslegu sakleysi aö gera viö hjólið. Þaö var sprungiö aftur- dekkiö. Daginn sem ég varö sex ára, kom afi til mín, óskaöi mér til hamingju meö afmælið og rétti mér fimm hundruð króna seöii. Þaö var höfð- ingleg gjöf, og ótrúlega falleg. Þá voru fimm hundruð króna seölar stórir og brúnir, meö faliegu flúri. Eg stóð á stofugólfinu heima og skoö- aöi þetta fagra myndverk, og geröi mér ekki meiri grein fyrir verömæti seöilsins en svo, að mín fyrsta hug- mynd var sú aö þetta væri nóg fyrir dágóöum slatta af kókflöskum. Sú hugmynd gleymdist þó fljótt, því þaö er mjög þroskandi fyrir sex ára pilt aö veröa skyndilega stóreigna- maöur. Eftir nokkra umhugsun ákvaö ég aö kaupa mér „tvíhjól”. Ekki nýtt, að vísu, en í góðu standi, af stærö, sem hentaði mér. Þaö hjól ætlaði ég svo aö nota þar til ég yröi stærri, en selja þá, og kaupa nýtt hjól og stærra. Eg keypti hjólið, fyrir tvöhundruö og fimmtíu krónur, og slík var fyrir- hyggja mín og fjármálavit, aö afganginn lagöi ég inn á sparisjóös- bók til tíu ára, á 10,5% vöxtum, í nær- liggjandi útibúi Búnaðarbankans. Þar hefur þessi höfuöstóll legiö síöan, í tuttugu og tvö ár og safnaö vöxtum og vaxtavöxtum. Eg hef veriö svo heppinn í fjármálum, aöég hef aldrei þurft að ganga á þennan varasjóð minn, en geymi hann til mögru áranna. Mér finnst þaö þægi- leg tilfinning aö vita þar af fjár- magni á vísum staö. „Tvíhjóliö” varð mér hins vegar aöeins til bölv- unar. Hjá fyrri eiganda haföi hjóltíkin aldrei bilaö. Þaö heyrði til undan- tekninga, sagði fyrri eigandi mér, þegar þurfti að bæta slöngu á þess- um eöalboma gæðingi. Hann gekk aö vísu ekki svo langt að halda því fram aö hann heföi aldrei tekið hjóliö í notkun, nema á sunnudögum í sól- skini, en hann gaf þó sterklega í skyn, aö hann heföi frekar fariö með gripinn eins og kæran vin, eöa bróöur, en sem farartæki, sálarlaust. Allt þetta sumar var ég aö gera viö gripinn! Þaö sprakk á hjólinu á hverjum degi, stundum bæöi aö framan og aftan í einu. Þegar ég skipti í fyrsta sinn um slöngu, notaði ég skrúfjám til aö þvinga dekkið upp á gjöröina aö nýju. Þegar ég reyndi aö pumpa í drasliö, lak loftiö jafnóð- um út aftur um götin sem ég haföi mariö í slönguna, meðskrúfjárninu. Eitt sinn fór ég á viðgerðarverk- stæði til að pumpa í hjólið. Handan götunnar sá ég furðulegan mann á gangi og gleymdi mér andartak. Ég rankaöi viö mér úti á miöri götu, þar sem ég hafði komið niður, þegar dekkið tættist í sundur. Ég var meö hellu fyrir eymnum í marga daga eftirþetta óhapp. Hjólið virtist hreinlega ekki fella sig viö hinn nýja húsbónda. Þaö geröi mér beinlínir fyrirsát. Eitt sinn virtist alit leika í lyndi, og ég hjólaði eftir Oðinsgötunni eins hratt og ég komst og gleymdi því alveg, hvers- konar gallagripur reiöskjótinn var. Eg beygöi niöur Spítalastíginn og steig hjól iö af kraft, því ég ætlaði að hitta kunningja á Bergstaöastræt- inu. I miðri brekkunni stöövaðist framhjóliö. Aö öðm leyti hélt hjóliö áfram, og ég meö því, í kollhnís niður brekkuna. Þetta var ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn, sem mínir hjólreiöatúrar enduöu á slysavarö- stofunni. Þegar sonur minn fór að koma til mín meö vandræði sín í sambandi viö hjólið, komst ég að því, aö reiðhjól-, um almennt er ekkert betur viö mig nú en áöur. Eg klemmi mig, þegar ég er að skipta um slöngu. Eg ríf mig til blóös á tannhjólum. Og allt þaö sem smurt er í hreyfiverki reiðhjólsins, leggst utan í fötin mín og eyðileggur þau. Þaö kemur aö því fyrr eöa síöar, að ég neyðist til aö ganga á varasjóðinn, sem Búnaöarbankinn hefur geymt svo tryggilega fyrir mig í tuttugu og tvöár. ÓBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.