Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Qupperneq 9
MEINLOKURNAR
í KFJtFIM
Dagurinn er farinn aö styttast, en
sumargleöi flestra landsmanna er
enn framundan. Þúsundir trimma á
trimmdegi. Þúsundir sitja kvöld
eftir kvöld límdir viö sjónvarpstækin
°8 fylgjast meö heimsmeistara-
keppninni í knattspymu. Hörmulegt
er, að viö skulum nú hafa tæknina en
fá ekki aö njóta þess aö sjá leikina
beint. Okkur finnst viö enn vera
utanveltu, þótt Bjami Fel gæti þess
í lýsingunum aö láta ekki í þaö skína,
hvemig leikirnir fari. Það vita flest-
allir fyrirfram. Jafnhörmulegt er, að
sjónvarpiö fari í frí, þegar hæst
stendur. Hér vantar á, aö videotækni
á vegum einstaklinga megni aö veita
þá þjónustu aö sýna okkur einfald-
lega þessa leiki, úr því ríkis-
sjónvarpiö bregzt á því sviöi sem
víðar.
Má semja um
kaup/ækkun?
Ymislegt gengur á í þjóöfélaginu,
meöan landsmenn reyna aö njóta
sumarsins. Talsveröur hópur manna
situr flesta daga og margar nætur í
hinu alræmda karphúsi og reynir
(væntanlega) aö semja um kaup og
kjör í landinu. Fulltrúar launþega-
hafa teygt sig langt og eiga nokkurn
heiöur skilinn. Þeir hafa boöizt til aö
semja um fremur litlar kaup-
hækkanir og jafnframt 2,5% skerð-
ingu á vísitölu 1. september næst-
komandi. Þetta gera þeir, vegna
þess hve illa horfir í efnahagsmál-
um. Slíkt tillit til aöstæöna er
einstakt í kjarasamningum.
Vinnuveitendur hafa því miöur
gengið of langt í sínu síöasta tilboöi.
Þaö virðist fela í sér verri samninga
en launþegar hafa í dag. Til hvers
ætti aö semja um kauplækkun?
Upphlaup síðustu daga má þó ekki
skyggja á þá staðreynd, aö
samningarnir hafa komizt í frekar
farsælan farveg. Menn hafa skiliö,
aö þjóðarkakan stækkar ekki í ár.
Því veröur ekkert meira en áöur til
skiptanna. Kauphækkun þarf því aö
vera lítil, ef einhver, því aö ella fer
hún eingöngu til að auka verðbólgu
og veröur aö engu. Launþega-
foringjarnir munu vilja semja um,
hver vísitöluskerðingin veröi, vænt-
anlega meö einhverri baktryggingu
frá ríkisstjórn um, aö lengra veröi
ekki gengið í skeröingu.
En í raun veröur þaö sem fyrr
undir ríkisstjórn og Alþingi komið,
hvort og hve miklar vísitölu-
skeröingar veröa á næstunni. Ein
meinlokan í þjóöfélaginu er, aö
kjarasamningar aöila vinnu-
markaöarins eru oft núll og nix, þeg-
ar á reynir. Ríkisstjómir allra flokka
ganga hvað eftir annaö á samning-
ana og skeröa veröbætur aö vild
sinni. Samningar þar um eru mest
ónýt pappírsgögn. Samt eru menn
aö semja, strita viö þaö og stofna inn
á milli til verkfalla, sem skerða
framleiösluna og gera kjarabætur
ómögulegri.
Abyrgðar/eysi
Ríkisvaldiö hefur tekiö sér alltof
stóran hlut í kjarasamningum.
Eölilegast væri, að aöilar bæru
sjálfir ábyrgö á þeim, vinnuveit-
endur yröu aö greiöa þaö, sem þeir
semdu um. Væri svo, heföu fengizt
samningar, sem meira vit væri í og
byggðust á raunverulegri stööu. Því
er ekki aö heilsa. Hlutur ríkis-
valdsins hefur einkum veriö sá aö
taka aö sér að tryggja, aö of háum
kjarasamningum veröi jafnóðum
velt út í verölagiö. Ríkisvaldið hefur
beinlínis staðið aö því að kynda undir
veröbólgunni.
Þótt kastazt hafi í kekki, þegar
þetta er skrifað, veröur því ekki
trúað, aö menn hefji nú skrípaleikinn
meö verkföllum og verkbönnum, í
staö þess aö nýta þá merkilega hag-
stæöu stööu, sem upp var komin,
þegar upp úr slitnaði.
Alþýðusambandsforingjarnir hafa
reynt aö bæta fyrir illt framferöi
byggingamanna meö þvi aö taka
aftur meö vísitöluskeröingu þaö,
sem byggingamenn sömdu viö sjálfa
sig og fór fram úr hóflegum
kauphækkunum. Vafalaust ættu
þeir þess nú kost að skjóta sér bak
viö opinbera starfsmenn og sjá,
hvort þeir keyri fram kauphækkanir
eitthvaö í ætt viö hækkanir hjá
hjúkrunarfræöingum. Þá væri illa
fariö. Forysta ASl ætti aö standa viö
þaö frumkvæði, sem hún hefur
Laugardags-
pistill
Haukur Helgason
skapaö, en þá veröa vinnuveitendur
einnig aö sýna hófsemi.
Á bak ríkisstjórninni
Utgeröin stríðir viö vanda. Fiski-
skipin eru of mörg, sem sækja í tak-
markaöa auölind. Þorskafli hefur
minnkaö frá fyrra ári. Loönuveiðar
hafa stöövazt. Því spáir Þjóöhags-
stofnun 12—20% minnkun á fram-
leiðslu sjávarafuröa. Afli hefur
síðustu daga glæðzt. Vera má, aö viö
sleppum aö einhverju leyti meö
skrekkinn. En mikiö má vera, ef
stjómmálamennimir reynast svo
forstokkaöir, aö þeir viti nú ekki upp
á sig skömmina.
Sumir landsfeöur lofsyngja
„fyrirgreiöslupólitíkina”. En hún er
einn mesti bölvaldurinn í okkar
kerfi. Menn hafa fagnað nýjum
skipum í hinum ýmsu plássum. Nú
ætti þó aö skiljast, hverjar afleiöing-
ar þess era, aö fiskveiðiflotinn er
orðinn of stór. Þriöjungurinn af tapi
togara nú er rakinn til þess. Einnig
er ástæða til aö óttast, aö þorskurinn
hafi verið ofveiddur. Stjómmála-
mennimir hafa ekki vit fyrir öðrum
heldur hefur rekið undan þrýstingi
hagsmunaaðila. Vald kommissara í
þessum efnum er enn ein meinlokan í
kerfinu okkar.
Og hvað gerist? Auövitaö koma
hinir sömu útgeröarmenn og fengiö
hafa „fyrirgreiöslu”, lán og styrki,
af almannafé til aö fá skipin „á bakiö
á ríkisstjórninni” og vilja, aö hún
bæti þeim þaö, sem nú vantar. Þeir
hafa knúiö á um, aö skipin yröu of
mörg. Þeir hafa sótt um aö veiða
eins mikiö og veitt hefur verið, hvað
sem fiskifræöingar hafa sagt. Og aö
sjálfsögöu er þaö rökrétt framhald
þeirrar hugsunar, að almenningur
taki nú á sig nýja skattlagningu til
langframa til aö greiöa tapið, sem
stafar af framangreindri vitleysu.
Menn tala ekki um eigin ábyrgð.
Ríkið á að borga, þaö er al-
menningur.
Hiö sama gildir um landbúnaö.
Þar hafa menn um langt árabil
vanizt því, aö almenningur í landinu
greiði af sköttum sínum fyrir út-
flutningsuppbætur og niöurgreiöslur
til aö halda í horfinu í of-
framleiðslugrein.
Meinlokurnar eru ríkjandi í þessu
kerfi. En erfitt er aö kenna gömlum
hundi aö sitja. Sennilega verður allra
erfiðast aö koma vitinu fyrir stjórn-
málamennina. Svo samdauna hafa
þeir oröiö þessu meinlokukerfi.
Mikill er Allah
Meðan þessu vindur fram, horfum
viö á knattspymu okkur til gamans
og hressingar. Við fáum brauð og
leiki, sem rétt er, og gleymum
bannsettri vitleysunni í stjórnmála-
mönnum okkar á meöan.
Viö getum veðjað hvort viö annaö
um, hvor sé betri, hinn argentínski
Maradona eða Zicho frá Brasflíu. Sárt
er aö fá þessar þjóöir í sama riðil,
þannig að úrslitakeppnin kann aö
verða svipur hjá sjón samanboriö við
þann fyrirgang, sem hlýtur aö veröa,
þegar þær etja kappi.
Unun er aö horfa á leikni þessara
tveggjaþjóöa Rómönsku Ameríku.
Einnig er gaman aö sjá, hvemig
knattspyrnumenn frá Kamerún og
Alsír og jafnvel Kuwait geta náö
árangri gegn hinum „heföbundnari”
knattspymuþjóðum. Alsírbúar hafa
að minnsta kosti sannaö, meö heitum
bænum sínum á vellinum, aö Allah,
guð þeirra, er í raun mikill.
En viö verðum að sjá til þess, aö
þaö gerist ekki oftar á Islandi, aö
landsmenn séu afskiptir, meöan
aðrar þjóðir hafa getað fylgzt beint
meö ólympíuleikum og heims-
meistarakeppni í knattspyrnu.
Sama gildir raunar um söngva-
keppni Evrópu.
Islendingar ieiga nú söngvara á
mælikvarða annarra þjóða. Viö
eigum aö vera meö og horfa á í
beinni útsendingu.
Haukur Helgason.
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982.