Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNt 1982. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Bahhliðin á farqjjaldastríðinu: ÞJÓTWSTA SKORIN NIÐUR FARÞEGAR RORGA TAFIR Litir að hið þekkta bandaríska flugf Hraniff fór á hausinn, nokkiuin niánuöum eftir að Laker fór sömu leið, hafa augu manna beinzt meira að bakhlið fargjalda- stríðsins. Fram til þessa hafa flestir einblint á lækkun fargjalda, en nú er einnig farið að vekja athygli á ýms- um hvimleiðum fylgifiskum. Þar er ekki aðeins átt við gjaldþrot flugfélaga, sem hefur í för meö sér mikið fjárhagslegt tap fjölmargra aðila og atvinnumissi fjölda fólks, heldur einnig að mörg flugfélög hafa skoriö niður þjónustu með ýmsum hætti. Má nefna sem dæmi að jafnvel þekkt flugfélög hafa látið þau boö út ganga að framvegis fái farþegar ekki mat né gistingu á kostnað flug- félaganna þótt fella veröi niður ferð- ir eöa seinka þeim mjög vegna bilana ellegar illviöris. Smærri flug- félög, sem slá um sig með auglýsing- um um ódýr fargjöld, fella niður áætlunarferðir landa á milli án nokk- urs fyrirvara ef farþegar reynast of fáir. Ennfremur má nefna ýmsa minni- háttar skerðingu á þjónustu, svo sem það aö sum félög hafa hætt að bera fram ókeypis mat eða glas af víni. Önnur hafa fækkaö starfsfólki meira en góðu hófi gegnir meö þeim aflciðingum að allri þjónustu hefur hrakað. Á þetta ekki sízt viö um Bandar in, en þaó var einmitt þar sem hið ohetta fai-gjaldastríð var innleitt. Stærri flugfélög þar í landi eru nú farin aö auglýsa dýrari farrými í auknum mæli og leggja áherzlu á aö þar sé veitt góð þjón- usta. Það sama gerir SAS. Ef svo heldur fram sem horfir verður þess varla langt að bíða að þeir sem hlaupa eftir ódýrustu fargjöldunum verði aö sætta sig við þriðja flokks þjónustu. Fyrir utan það að þessir farþegar geta oröið fyrir miklum aukaútgjöldum þegar ferðir eru felldarniðurfyrirvaralaust. -SG í slenzkar konnr með barrekstur á Mallor ka Tll Ástralíu með aMætti Allmargir Islendingar eiga ættingja í Ástralíu. Þangað er hins vegar langt og dýrt að feröast og því lítiö um gagnkvæmar heimsóknir. En þeir sem hyggja á ferö til Astra- líu geta hæglega dregið úr þessum mikla feröakostnaði. Til er sérstakt félag sem heitir ,,SkandinavLsk-Australsk/New Zea- landsk Venskabsforening” (Stuttog laggott nafn) .Það gengst fyrir ýms- um ferðum til andfællinga okkar og býður félagsmönnum verulegan afslátt frá venjulegu verði. I þessu félagi eru nú um sjö þúsund manns í Noregi, Svíþjóö og Danmörku og mun Islendingum velkomið að slást í hópinn. Ritari félagsins heitir Annelise Dam Larsen og heimilis- fangiö er Box 7, 7500 Holsterbro, Danmark. Ef menn vilja frekar hringja en skrifa þá er símanúmerið 07-425105. -SG músík og myndir með ensku tali í vídeói. Við biöjum að heilsa. -SG Stóru flugfélögin keppast nú viÖ aö auglýsa beztu farrýmin. Þar er rúmgott og veizlumatur fram borinn. Hagur þeirra sem kaupa farseðla á útsöluprisum verður hins vegar stöðugt ótryggari. Mallorka hefurtil margra ára ver- ið annaö heimili fjölda Islendinga yfir sumarmánuðina. Þess eru nokk- ur dæmi að Iandar hafi setzt þar að og standi hinum megin við barborö- ið. Alla vega er okkur kunnugt um tvo „íslenzka” bari þarna suöurfrá. Raunar var það Páll Stefánsson, hinn ötuli auglýsingastjóri DV, sem færöi ferðasíöunni þessa vitneskju. Sólbrúnn og sællegur, nýkominn af sólarströndum, hlammaði Palli sér niöur hjá fölbleikum ferðasíðumanni og fór aö segja frá íslenzku börunum á Mallorka. Auðvitað ætti að fleygja svona mönnum út sem koma með há- stemmdar lýsingar þarna sunnan að Ferðamál Sæmnndnr Guðvinsson skrlfar Fernando, Aldis og José á Paradisarbar. þegar maður situr sjálfur norður á klakanum. En hvað um það. Bezt að segja stuttlega frá þessum stöðum fyrst Islendingar eiga í hlut og land- in n s vo tíður gestur þarna. Fyrir nokkrum vikum var Para- dísarbarinn opnaöur á Magaluff ströndinni. Eigendur eru hjónin Aldís H. Matthíasdóttir og José Luis Ixjpez ásamt meö Fernando Gutierres. Aldís er Reykvíkingur en hefur búið á Mallorka í fimm ár. Þau José eiga eina dóttir, Sylvíu Dúu. Paradísarbarinn er opinn frá kL 19 og fram eftir nóttu og Aldís vinnur sjálf við afgreiðslu. Annan bar eiga þau hjón rétt hjá Palma svo þau geta brugðiö sér milli eigin bara hvenær sem er. Eflaust öfunduö af mörgum ísIenzkumMallorkaförum. Hinn íslenzki barinn nefnist Tinna- bar. Hann er einnig á Magaluff og eigendur hans eru hjónin Halla Sigurðardóttir frá Keflavík og Antonio Penalver. Þau eiga dóttur sem heitir Tinna og heitir barinn í höfuðið á henni. Á Tinnabar er hægt að kaupa ýmsa smárétti auk drykkjarfanga. Þar er leikin íslenzk íslendingar fá sér hressingu utandyra við Tinnabar. (DV-myndir: Palli). Ferðamálaráð- stefnan á Isafir ði Við minnum á, að Ferðamálaráð- stefnan 1982 verðurhaldin á Isafiröi í ár. Ráðstefnan verður sett föstudag- inn 27. ágúst og lýkur síðdegis á laug- ardaginn. Rétt er aö taka fram aö ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á feröamálum og ferðaþjón- ustu. -SG Edinborgarhátíðin: La Scala frá Mflanó Það verður ítalskt yfirbragð á Edinborgarhátíðinni sem fram fer dagana 22. ágúst til 11. september. Þar kemur fram hópur frá La Piccola Scala í Mílanó auk leikhópa frá leikhúsum í Róm, Sardiníu og Mílanó. Fjórar erlendar óperur senda listafólk á Edinborgarhátíðina. Fyrir utan Scala má nefna óperuna í Dresden ásamt hljómsveitinni Dresden Staatskapelle sem kemur nú í fyrsta sinn á þessa miklu lista- hátíð. Peter Ustinov setur upp nýtt og óvenjulegt leikrit eftir sjálfan sig á hátíðinni og fer þar sjálfur með hlut- verk. Að venju verður mikið úrval listamanna á Edinborgarhátíðinni og margt að sjá og heyra. -SG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.