Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Síða 11
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 26. JtJNÍ 1982.
11
Gimbur í úlfsham?
Stjómmálaskýrendur em spurðir
einnar spumingar oftast: „Hvernig
er þessi eða hinn í raun og veru? ” Að
baki spurningunni er grunur um aö
þessi eða hinn stjórnmálamaðurinn
sé öðruvísi en hann virðist vera. Að
hinn „opinberi” maöur, eins og hann
birtist á skjánum, í ræðustólnum og í
blaöaviðtölum, sé með grimu. Því er
spurt: — en hvernig er hann í
alvörunni?
Þessi granur er rangur. Eftir ára-
langan feril sem stjómmálafrétta-
ritari þykist ég geta fullyrt að það sé
einmitt þessi opinbera „gríma” sem
komi upp um manninn, sé sú raun-
verulega. Það er í návígi, í persónu-
legum samböndum sínum við mig,
sem stjómmálamennirnir eru að
leika. I návígi er hægt að leika hiut-
verk, þá er veriö aö selja sig, reka
áróðurinn. En þegar til kastanna
kemur, í hita dagsins á skjánum eða
í þinginu, þá fellur gríman og hinn
ekta innri maður getur ekki farið í
felur lengur.
Eða svona næstum því! Það era
nefnilega undantekningar frá
reglunni — fólk sem ræktar meö sér
óeölilega opinbera framkomu.
Margt þessa fólks era konur, og
hafa til þess góða ástæðu. Stjómmál
snúast um völd og hörku. Þess
vegna era stjórnmál konum óeölileg
því yfirráð og harka eru karlmann-
legir eiginleikar. Konur geta náð og
ná sínu fram með ýmsum aðferðum.
Enekkimeö hörku.
Shirley Williams valdi sér mjög
áhrifaríka opinbera persónu, hún
var notaleg. Eins og gaddavír getur
veriö notalegur,” segja kollegar
hennar!
Hin opinbera persóna Margrétar
Thatcher er leikur á sama hátt — en
á annan veg. Hún hermir eftir
karlmanni, reynir að vera eins og
karl í karlavæddu starfi sínu.
Opinberlega virðist hún vera hörð og
ráðrík, „töff” stjómmálarefur,
harður kvenmaður, ekki hlýleg eða
kvenleg heldur áhrifarík og ófyrir-
leitin.
Þetta er röng mynd af Thatcher.
Hún er einmitt alls ekki „töff”
hversu mikið sem hún þykist vera
það — hún er of „mjúk”. Hún er
barnsleg fremur en ógnvekjandi, hlý
og örgeðja.
Eitt af vandamálumhennarerað
ólíkt öllum öðrum forsætisráð-
herram sá hún sjálfa sig aldrei fyrir
sér í því embætti. Sá þingmaður er
ekki til í þinginu sem á sér ekki
draum um ráðherrastólinn. Þetta
kann að virðast skrýtið en það er nú
samt satt: metnaður óhæfra
þingmanna er oft furðulegur!
En Margrét Thatcher gerði alltaf
ráð fyrir að kynferði sitt myndi
koma í veg fyrir slíkar vegtyllur og
þess vegna sökkti hún sér aldrei
niöur í þá dagdrauma sem þó eru
hluti af undirbúningnum undir
starfiö. Formannsembættið í
flokknum kom henni á óvart, jafnvel
sem áfall. Hún var miður sín í
margar vikur á eftir. Flestir stjórn-
málamenn fá aukiö sjálfstraust við
slíka upphefð, en Thatcher vissi ekki
hvaðan á hana stóð veðriö. Hún
brynjaöi sig gegn því með hörðu
grímunni.
Rödd hennar er tilbúin líka.
Margir halda að hún hafi farið í
talkennslu en svo er ekki — tónhæðin
veldur henni áhyggjum. Hún tók
eftir því að aðrar konur í þinginu
misstu vald á röddinni þegar þeim lá
mikiö á hjarta, tónhæðin fór upp og
karlamir hentu gaman að skrækj-
unum. Margrét ákvaö aö veröa ekki
að slíku aðhlátursefni. Þess vegna er
hún alltaf á varðbergi og þess vegna
er rödd hennar oft svo undarleg. Hún
er að bremsa sig af.
Hlýleiki hennar hefur sett mark
sitt á Downing Street. Aðsetur
forsætisráðherra Bretlands hefur
aldrei veriö notalegra. Margrét
vakir yfir því eins og móöir og
gestum þykir oft sem hún ætti bezt
heima við að hella upp á kaffiö s jálf.
Það liggur í skapgerð hennar að
reyna að falla öðrum vel í geð og
sýna traust. Þetta eru ekki ákjósan-
legir eiginleikar í stjórnmálum. En
bara það aö ráðherrarnir hennar
sumir hverjir virtust henni sammála
í fyrstu sannfæröi hana um aö veriö
væri að framfylgja stefnu hennar.
Þaö tók hana langan tima að skilja
að sumir ráöherrar geta stutt
málstað í þinginu eða á ráðuneytis-
fundum en ráðizt á sama málstað í
viðtali við fréttamann nokkrum
klukkustundum síðar.
Það tók Thatcher 2 1/2 ár að setja
saman ríkisstjórn sem Ukamnaði
hennar eigin íhaldsskoöanir. Og
fyrst minnzt er á skoðanir hennar er
ekki úr vegi að segja frá því hvernig
þær skoðanir uröu til. Thatcher hafði
veriö mjög hrifin af Hayek. Hann
hafði meira áhrif á hana en
Friedman. En hún var ekki viss í
sinni sök. Hayek virtist hafa svo
margt til að styðja sitt mál, en. .. og
hún hlustaöi og hlustaði og las og las
áður en hún komst að endanlegri
niðurstöðu. Þetta eru dæmigerð
vinnubrögö og e.t.v. of tímafrek
fyrir stjómmálamann.
Osveigjanleiki er eitt af því sem
þykir einkenna Thatcher. Þetta á þó
ekki við um skoðanamyndandi
vangaveltur heldur þegar aö því
kemur aö verja stefnuna. Margrét
Thatcher hefur t.d. iítið gaman af því
að tala um feril sinn sem mennta-
málaráðherra í stjóm Edward Heath
1970—74. Sú ríkisstjórn sveik öll
loforð og prentaði peningaseöla til að
halda sér á floti. Eitt af því sem gert
var til að spara rikisútgjöld var að
fella niður ókeypis aðgang aö söfnum
og láta bömin borga fyrir mjólkina
sína i skólanum. (Áður höföu þau
fengið hana frítt). Ríkisstjórninni
snerist þó hugur á miðri leið nema
Thatcher sem hélt áfram að verja
mjólkurpeningana fram í rauðan
dauöann löngu eftir aö sam-ráö-
herrar hennar höfðu gert sér ljóst að
slkir smámunir myndu ekki bjarga
efnahag landsins. „Hugrökk en
vitlaus”, var dómurinn sem hún
fékk.
Samband Thatcher við Edward
Heath síðan hún tók frá honum
flokksformannsembættið hafa verið
furðulegt nokk, kynhlutverkaskipt:
hann hefur verið í fýlu, eins og kona,
hún hefur reynt sættir eins og karl.
Hún hefur boöiö honum embætti og
bitlinga, hann hefur afþakkað allt.
Hann kallar hana aldrei annað en
„þessa konu”.
Annar vandi sem Thatcher hefur
átt viö að etja er hversu litla reynslu
hún hefur af embættismannakerfinu
og ráöuneytavinnu. Eina ráðherra-
embættið er hún hefur haft áður er
menntamála, sem er minni háttar
ráðuneyti. Þar gafst lítill kostur á að
kynnast málum inn að merg.
Einkum gengur henni illa samstarfið
við embættismennina. Þetta hefur
komið í ljós í baráttu Thatchers fyrir
lægri ríkisútgjöldum. Hafi hún ráð-
herrana ekki á móti sér (og það
hefur hún oft), era embætt-
ismennirnir að reyna að koma
í veg fyrir spamaðarráöstaf-
anirnar, í sem styztu máli sagt:
Thatcher tekst sjaldnar að ná sínum
málum fram en nokkrum öðrum
forsætisráðherra frá stríðslokum.
Hún vildi gjaman strangari lög og
reglu í landinu, vera haröari í
útlendingaeftirliti, í sparnaöi, í
breytingum á verkalýðslögum, í
Efnahagsbandalaginu, í Irlands-
málum. En samráðherramir og
embættismannabáknið er henni of
þungt í vöfum — hún kann ekki á út-
smognar vinnuaðferöir þeirra.
Thatcher er ekki, ólíkt því sem
margir halda, mjög útsmogin sjálf.
En hún er hörð í horn að taka
þegar kemur að einföldum
ákvörðunum og ákvöröunum sem
ekki fela í sér of mörg tæknileg atriði
sem taka þarf tillit til. Hún styður
t.d. fast við bakið á fjármálaráð-
herranum þegar hann kennir opin-
berri eyðslu um það sem miður
verður að fara í f járlögum.
Þetta þykir Thatcher heillaráö. Ef
ráöherrarnir geta ekki látiö ráðu-
neyti sín spara verða þeir að taka
afleiðingunum: engin verðlaun í
fjárlögum, góði! Þetta er eins og
mamma, sem refsar börnunum
sínum eftir á fyrir eyðslusemi.
Pabbinn — ef ríkisstjómin ætti
pabba — myndi koma í veg fyrir
eyðslusemina sjálfa. Mömmur, eins
og mömmum er tamt, ná sínu fram
með smáflengingum.
Sú staðreynd að Thatcher er kona
meö alla eiginleika konunnar er oft
-Ms.
höfð í felum vegna þess að við lifum á
kvenfrelsistímum. En sumt af því
sem Thatcher gerir verður þó aðeins
skýrt meö þeirri staöreynd.Þetta er
ljósast í embættaútnefningum
hennar. Flestir halda að þær útnefn-
ingar séu fjáranum úthugsaöri. En
bíðum við. Hvers vegna sendi hún
Humphrey Atkins til Irlands af öllum
stöðum? Hvers vegna fékk sir Ian
Gilmour sitt starf? Jú, hann er eins
og nýstiginn út úr skáldsögu eftir
Barböra Cartland. Og Atkins gæti
verið tízkusýningarmaður, hann er
svo myndarlegur. Margar minni
háttar útnefningar hennar má
skýra á svipaðan hátt. Og hrifning
hennar af Ronald Reagan á rót að
rekja til Hollywood — sjarma
forsetans.
Hér er alls ekki verið að segja að
ekki sé stólandi á Thatcher. En hún
hefur sína veiku hliðar og er alls ekki
eins hörð og ófyrirleitin og kann að
sýnast, ef dæmt er eftir hennar opin-
bera grímu.
Smátt og smátt birtist önnur
mynd. Mynd af frekar ópólitískri
vera, svolítið duttlungafullri, alltaf
til í aö hlusta, alltaf gætin við að
móðga og hikandi við að reka starfs-
mann. Hún veit hvað hún vildi gera
en hefur ekki þróttinn til að hrinda
því í framkvæmd. Henni líkar illa við
ósamstöðu, hrífst auöveldlega af
meðlæti. Hún er, hvað sem hver
segir, fremur móðir en stjórnmála-
maður. Verri eftirmæli hafa svo sem
veriðgefin!
Margrót Thatcher er ekki harðsviraður stjórnmáiamaður, heldur
duttlungafull mammal Þetta segir brezki stjórnmálaskýrandinn
Andrem Alexander sem skrifar fyrir The Daily Mail. Úttekt hans á járn-
frúnni mun koma mörgum á óvart. Þessi grein um forsætisráðherra
Bretlands segir annars alveg jafnmikð um karlaviðhorf til karlastjórn-
mála og álit karls á konu eins og um járnfrúna. Greinin lesist þvi með
þeim fyrirvara!
!
TRIMMDAGUR
í.s.í
SUNNUDAGINN 27. JÚNÍ
Dagskrá félaganna í Reykjavík
verður sem hér segir:
KNATTSPYRIMUFÉLAGIÐ VALUR:
Iþróttasvæði félagsins að Hlíðarenda veröur opið frá kl. 10—
12 og 13—16. Þar er í boði: 1) frjáls knattspyrna, 2) skokk og
ganga í Öskjuhlíð og út í Nauthólsvík, 3) hjólreiöar umhverfis
Öskjuhlíð.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR:
Iþróttasvæöi félagsins v. Holtaveg verður opið frá kl. 10—16.
Þar er í boöi ganga, skokk, knattspyrna, hjólreiðar. Félags-
heimilið er opið á sama tíma og geta menn fengiö þar gufubað
og farið í sturtu.
GOLFKLUBBUR REYKJAVÍKUR:
Skráning fer fram viö Golfskálann á tímabilinu kl. 8—17. Þar
er boöið upp á golf, göngu og skokk.
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ LEIKNIR:
Skráning fer fram viö íþróttahús Fellaskólans og hefst kl. 10
og 14.1 boði eru hjólreiðar, skokk, ganga og knattspyrna.
SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR:
Skráning fer fram í Breiðholtslaug kl. 8—17 og í Laugardals-
laug á sama tíma.
ÍÞRÖTTAFÉLAGIÐ FYLKIR:
Skráning fer fram í húsi félagsins við Arbæjarvöll frá kl. 10—
18. Þar er í boði skokk, ganga, knattspyrna og
handknattleikur.
KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVIKUR:
Skráning fer fram í félagsheimilinu v/Kaplaskjólsveg kl. 10—
12 og 13—17. I boði er handknattleikur, knattspyrna, ganga,
skokk, hlaup og hjólreiðar. Skráning í sund fer fram í
Sundlaug Vesturbæjar kl. 8—17.30 og á sama tíma í Laugar-
dalslaug.
jÞRÓTTAFÉLAG FATLADRA:
Skráning fer fram í Hátúni 12.1 boði er sund kl. 10—12 og 13—
17, lyftingar, bogfimi og boccia kl. 13—15 og gönguferð kl. 15—
16.
TENNIS- OG BADMINTONFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Félagsheimilið er opið kl. 9—21 og fer skráning þar fram. I
boði er: badminton, skokk, gönguferðir og hjólreiðar.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VÍKINGUR:
Skráning fer fram í félagsheimilinu v. Hæðargarð kl. 10—16.
Þar er í boði ganga, skokk, hjólreiðar, knattspyrna, hand-
knattleikur, borðtennis og blak, ef viðrar vel. Á sama tíma er
skíðaskáli félagsins opinn og þar fer fram skráning í
gönguferðir.
KNATTSPYRNUFÉLAGID FRAM:
Skráning fer fram í félagsheimilinu við Safamýri kl. 10—12 og
14—16. Þar er boðiö upp á skokk, göngu, hjólreiðar og leiki
með knött.
GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN:
Skráning fer fram í félagsheimilinu v. Sigtún kl. 10—18.1 boði
er skokk, ganga, hjólreiðar, knattspyrna og handbolti.
Fimleikar kl. 10—15 og fimleikar með músík kl. 13—15.
Lyftingar kl. 10—15, badminton og blak kl. 15—18.
Skráning í Sundhöll Reykjavíkur kl. 8—17.30 og í Laugardals-
laugásama tíma.
ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Skráning fer fram á Laugardalsvelli kl. 10—18 og að Arnar-
bakka 2 kl. 14—16.1 boöi er skokk, ganga og hlaup.
SIGLINGAKLÚBBURINN BROKEY:
Skráning fer fram í Nauthólsvík kl. 10—15. Þar er boöiö upp á
siglingar, göngu, skokk og hjólreiðar.
Á Hrafnistu,
dvalarheimili aldraöra sjómanna, eru í boöi léttar inniæfingar
eða gönguferðkl. 10—11.
Merki TRIMM dagsins, sem jafnframt eru happdrættismiðar,
verða seld á hverjum skráningarstað og kosta kr. 10.
Allan hagnað af þeirri sölu fá félögin óskipt.
REYKVÍKINGAR: Tökum ÖLL ÞÁTT I TRIMM-degi I.SÍ. og
sýnum þar með í verki viðhorf okkar til hollrar útiveru og
heilbrigðra lífshátta.
ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJA VÍKUR.