Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982.
Magnús vinnur ,,skapandi stærðfræöi
Hins vegar er ekki eins auðvelt að
skipa Magnúsi sjálfum í flokk, finna
myndlist hans stað í nútímaheföum.
Þegar allir angar hennar hafa veriö
gaumgæfðir, kemur í ljós að Magnús
hefur f undið sér leiö sem vörðuö er af
öUu í senn, gömlu og kjarnmiklu
dada, súrrealisma og konseptmynd-
list og stundum er erfitt, jafnvel
óæskilegt, að greina á milli þessara
þátta. Þó held ég að ómaksins vert sé
að rýna í þessi verk út frá þeim sjón-
vinklum, þó svo að aörar áherslur
verði útundan í leiöinni.
Nú er dada fremur spurning um
hugarfar en formlega endumýjun
eöa nýsköpun.
Óstýri/átar
hugmyndir
Og þaö er einmitt í „skapi”
margra mynda Magnúsar sem finna
má hvatann frá dada, í biksvörtum
húmor nokkurra þeirra, í ádrepun-
um og fjarstæðukenndri samsuðu
ólíkra fyrirbæra. Hvað konseptlist-
ina áhrærir, held ég aö hennar gæti
fyrst og fremst í framsetningu
Magnúsar á þeim efnivið sem hann
hefur undir höndum hverju sinni,
ekki í inntaki verkanna. Konseptlist-
in hefur hugsanlega opnaö augu hans
fyrir ákveðinni tegund af lógík og
hreinlegri úrvinnslu myndefnis. Hins
vegar eru hugmyndir Magnúsar
tíðum svo margræðar og óstýrilátar
að engin leiö er aö halda þeim
njörvuðum í kerfi, eins og gerist í
konseptlistinni þegar hún er hvað
hörðust. Til skýringar vil ég nefna
nr. 9- ’1 „Ný grísk goöafræöi”.
Verkið er í þrem hlutum sem mynda
kerfi eða myndröð sem „fjallar um
þau tengsl séu óbein og í mörgum til-
fellum eflaust ómeövituð. Hér á ég
ekki viö það pennakrot og þann út-
vatnaða Freudisma er gengiö hefur
undir nafninu súrrealismi nú í seinni
tíð, mest fyrir áhrif Dalis, heldur þá
hefð sem hófst með Breton upp úr
1920 og reis hæst í myndum þeirra
Emst, De Chirico, Magritte, Gia-
cometti, Dominguez, Cornell,
kannski Man Ray. I verkum þess-
ara höfðingja, er áhugi á orðinu,
tungunni, sem rauöur þráöur, þar
með einnig menningararfleifð
Vesturlanda sem m.a. birtist í
viöteknumgoðsögnum (mýtum).
Að útlista
hugarfóstur
En þótt þeir séu svona
„menningarlega” sinnaðir er langt
því frá að þeir séu uppfullir af lotn-
ingu gagnvart myndefni sínu.
Tilgangur þeirra er sá að finna
bakhliðina á menningunni, hina
„sönnu” þýðingu hennar, og afhjúpa
um leið þá hræsni sem henni fylgir.
Veruleikinn er efniviður þeirra,
vopnin eru útúrsnúningar, háö, eró-
tík, ágengni, ofskynjanir. Fyrir
mörgum þeirra, t.d. Magritte og
Corneil, vakir aö gera veruleika
myndverka sinna svo áþreifanleg-
an, aö áhorfandinn sannfærist um
réttmæti hans og mátt. Það geta þeir
með því aö útlista hann svo nákvæm-
lega, af svo mikilli vandvirkni, aö
engan veginn sé hægt að misskilja
markmiðið. I þessu er auðvitað þver-
sögn : er nokkum tímann hægt að
gera draumsýnir eöa hugarfóstur
svo raunverulegar að áhorfandinn
fallist á þann veruleika sem þau
halda fram? Spyr sá sem ekki veit.
una almennt. Án þeirrar vitneskju
hlýtur áhorfandinn að standa á gati
andspænis helftinni af því sem
Magnús er aðgera.
Myndlist af þessu tagi er kannski
ekki í tísku hér, þar sem flestir
þekkja Venus sem efnalaug, Apolló
sem líkamsrækt og Artemis sem
nærbuxnagerð.
Sérstaklega fjölbreytileg og skap-
andi er notkun Magnúsar á orðum,
hugtökum og í framhaldi af því, á
dæmisögum. Einstök hugtök tekur
hann að sér að endurvinna í mynd-
formi.
Stærðfræði
Bibiíunnar
I mynd eins og, ,Heiöin há og Fjall-
iö eina” er viss útþvældur frasi tek-
inn fyrir og myndræn samsvörun
hans útlistuð. I ööru tilfelli, eins og í
„Fjarskinn, buskinn” myndunum og
vegamyndunum, reynir Magnús að
sýna fram á hvernig ýmis stefnu- eöa
hreyfingarhugtök gætu litið út í
mynd. I þriöja tilfellinu gefur hann
sér tilbrigði við vel þekkt fyrirbæri,
fugl, fjall, regnbogi: „Soldiö lúinn
fugl, þreytt fjall, lasinn regnbogi” og
túlkar þau í því ástandi. Tilgangur
hans gæti verið sá sami og heim-
spekingsins Wittgensteins, „að gera
opinbera þá fjarstæðu sem felst í
málinu”.
Ekki er síöur skemmtileg meðferð
Magnúsar á sögunni af fjöörinni sem
varð aö ótal hænum og brauðinu og
fiskunum sem margfölduðust í Nýja
testamentinu, en þeim hefur hann
einfaldlega breytt í myndræna
stærðfræði. Manni dettur í hug
„patafýsík” Alfreds Jarry eöa
skapandi vísindi Duchamps, þar sem
MAGMJS VAMt HER
Hugleiðingar um myndlist Magniisar Tótiiassoiiar á
Kjarvalsstöðum
Sýning Magnúsar Tómassonar að
Kjarvalsstöðum sætir tíðindum fyrir
margra hluta sakir. I fyrsta lagi er
hún fyrsta yfirlitssýning sem opin-
ber liststofnun á Islandi heldur lista-
manni úr SUM hópnum sáluga.
Guð láti gott á vita. Margir úr þeim
hópi og í tengslum við hann eiga nú
að baki mikið starf og tveir þeirra
listamanna, þeir Jón Gunnar Áma-
son og Magnús Pálsson, eru komnir
á sextugsaldui inn og tími til kominn
að gera úttekt á ferli þeirra.
1 öðru lagi er sýningin sú eina á
Listahátíð sem nokkurn veginn
uppfyllir þær kröfur sem gera á til
myndlistarsýninga á þessum tvíær-
ingi. Hún gerir allt í senn, veitir
innsýn í myndheim íslensks lista-
manns, er yfirgripsmikil og nýstár-
Myndlisl á
Listahátíð
Aðalstelnn
Ingólfsson
leg. Flest myndlistaráhugafólk
hlýtur að hverfa af henni með nýja
upplifun í sálarkirnunni.
Sjaidséð fyrirbæri
Ekki sakar að Magnúsi hefur með
aðstoö Þóru Kristjánsdóttur tekist
það sem fáum öðrum hefur lukkast,
að búa til nothæfa sýningaraðstöðu
úr göngum og fundarsal Kjarvals-
staöa.
I þriðja lagi er myndlist Magnúsar
svo sérstök í íslenskri myndlistar-
hefð og sjaldséð þar aö auki, að kost-
bær áhorfandi hlýtur að fagna því að
fá af henni sæmilega heillega mynd.
Varla kemur annað slíkt tækifæri í
bráð, svo mikið nostur og tilstand
sem fylgir sýningu af þessu tagi.
Þó væri rangt að tala hér um yfir-
litssýningu í hefðbundnum skilningi
Myndlistarlegar rætur Magnúsar
liggja lengra aftur í tímann en þessi
sýning gefur vísbendingu um — í
húsa- og bátamyndahefð listamanna
á borð viö Einar Baldvinsson, Vetur-
liöa og Jóhannes Geir. Þaöan fer
hann yfir í málverk meö augljósu
poppívafi og ég held að óhætt sé aö
segja að Magnús byrji feril sinn í
StJM undir merki Oldenburgs,
a.m.k. í námunda viö hann, sjá risa-
niðursuðurdósimar og risavöxnu
flugumar.
Umsagnir
um samtímann
Þó rær hann ekki á alveg sömu
mið og Claes hinn sænski því í ýkjum
þessara verka Magnúsar er e.t.v.
meir um galgopalegan húmor og
aggressjón en beinar skírskotanir til
neysluþ jóöf élagsins.
Þau einkenni er aö finna í mörgum
verka hans til þessa dags, aö vísu í
dempaöri og ísmeygilegri mynd. I
langflestum verkum Magnúsar,
jafnvel þeim sem hanga saman á
flóknum ljóðrænum líkingum eða eru
bara „lousy-sneddy”, svo notuð séu
orð listamannsins sjálfs, er að finna
einhverja umsögn, sem svo aftur
grundvallast á sterkri siðferðisvit-
und hans, nálægt því að vera það
sem Jónatan Swift nefndi
„indignatio”. I sýningarskrá ber
Magnús hins vegar af sér allar siða-
predikanir, sem em allt annað fyrir-
bæri.
Hvörf verða síðan í myndlist
Magnúsar í kringum 1968—69 með
fyrstu bókunum sem fæða af sér
frumhugmyndir þeirra sýniljóða
sem hann hefur verið að fást við
síöan. Þau hvörf em útgangspunktur
sýningarinnar að Kjarvalsstöðum,
að mínu mati réttilega, því í þessum
sýniljóðum og öðrum náskyldum
verkum haslar Magnús sér völl í ís-
lenskri myndlist fyriralvöru.
Óvenjuieg
þrautseigja
Einbeiting hans að þessari af-
mörkuðu tegund myndlistar, þessu
þrönga sjónhorni (sem hann sjálfur
minnist á í formála), hefur að sönnu
verið orðuð viö einhæfni, jafnvel
einæði, en má þá allt að einu flokka
undir óvenjulega þrautseigju.
eldinn, eða réttara sagt eyðilegg-
ingamátt eldsins og þar með mann-
eskjunnar.
Taugar til
súrrealisma
En þau nöfn sem Magnús gefur
myndunum þremur, Prómeþeus,
- ur
Ur MÖgu ffugmina
Herostratos, Tmman : sá sem gaf
mannkyni eldinn, sá sem brenndi
Artemishofið til að veröa frægur og
sá sem lét eyða Hiroshima og Naga-
saki í báli vítis — þessi nöfn opna svo
margar gáttir inn í menningarsög-
una fyrir sæmilega upplýstan áhorf-
anda að ekkert myndrænt kerfi getur
hamið þau til lengdar.
Þó sýnist mér sem Magnús hafi
e.t.v. sterkastar taugar til hinnar
súrrealísku hefðar í myndlist, þótt
Og Artemis er
nærbuxnagerð
En þetta er útúrdúr sem ætlaö var
það hlutverk að benda á ákveðnar
hliðstæður, sameiginlegt hugarfar,
fremur en að fella myndlist
Magnúsar inn í tiltekiö hólf.
r r:
í r'*.
Allt um það verður því ekki neitaö
að list hans er ákaflega hugræn,
intellektúel, og gerir talsverðar
kröfurtil áhorfandans. Honum nægir
ekki að bera skynbragð á form og al-
menna listræna uppbyggingu mynd-
verks, hið skynræna , heldur ætlast
listamaðurinn til þess aö hann sé
sæmilega upplýstur txm goðsagnir,
menningarleg stórvirki eins og pýra-
míöann, um Biblíusögur, um flug-
spekúlasjónir Leonardos og listasög-
ýmsum viöteknum hefðum í raunvís-
indum er umsnúið, með fjarstæðu-
kenndum f orsendum.
Goðsögnin
um fíugið
Mesta stórvirki Magnúsar hin
síðari ár er samt útsetning hans á
(Ljósmyndir: Jóhanna Ólasdóttir).
sögu flugsins, þar sem hann tekur
fyrir tilraunir mannsins til að fljúga
og býr til sína eigin goðsögn úr þeim
efnivið. Og því ekki þaö? Tilburðir
ungs manns aftur í fomeskju til að
fljúga hafa eflaust ekki verið burðug-
ir, en þær náðu sennilega að geta af
sér hina undursamlegu goðsögn af
Ikarosi. Þannig verða goðsagnir ein-
faldlega til og sköpun þeirra hefur
ætíð verið talin með æðstu listum.
AI