Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Qupperneq 26
26
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982.
LANDSIAG
IMDIRjftKU
—lelðangin* Jöklaraimsóknafélag^áns og
Orknstofnunar aö Grnmsvötnum
Vatnavextir eru gifurlegir á hálendinu um þetta leyti érs eins og greinilega sést á þessari mynd, og varla að tækni nútimans féi nokkuð réðið
itið náttúruöflin.
Hvemig er lega lands undir Vatna-
jökli, er áleitin spurning sem öröugt
er aö svara til hlítar. Henni veltu
meölimir Jöklarannsóknafélagsins
og starfsmenn Orkustofnunar fyrir
sér nýlega er þeir héldu inn aö
Grímsvötnum í þeim erindagjöröum
aö mæla stærö jökulsins. Eru slíkar
feröir famar á ári hverju um þetta
leyti.
Farið var meö einkabílum veginn
upp meö Hrauneyjafossvirkjun, og
þaðan haldið sem leiö lá í sæluhúsiö
viöJökulheima.
Eins og sést á ljósmyndunum hér
til hliöar, var vegurinn upp aö jöklin-
um illur viöureignar. Vorleysingar
em miklar um þetta leyti árs á há-
lendinu. Höföu myndazt skörö víöa í
veginn, sökum vatnsvaxta, en feröin
gekk þó aö mestu hn-kralaust. Er í
sæluhúsiö var komiö voru sjö tímar
liðnir frá því hópurinn lagöi af staö
frá Reykjavík.
Fariö var f rá sæluhúsinu á snjóbíl-
um upp á jökulinn. Áfangastaöurinn
var Grímsvötn sem fyrr segir, Var
áætlaö aö kanna stærö þeirra vegna
breytinga eftir síöasta Skeiöarár-
hlaup. Svæöið frá Grímsvötnum aö
Þóristindi var svo einnig bergmáls-
dýptarmælt í því augnamiði að
kanna lögun landsins undir jöklin-
um.
Rannsóknarstörfin tóku drjúgan
tíma og var ekki komið til baka í
sæluhúsiö fyrr en um sjöleytiö aö
morgni sunnudags. Þar hvíldust
menn eftir unnin afrek, unz haldið
var aftur til borgarinnar eftir nokk-
uö ævintýralega ferö.
Myndimar hér á síðunni tók einn
leiöangursmannanna fyrir okkur á
leiöinniuDnaöiöklimim ovd
Ferðin upp að jökuljaðarinum gekk ekki að öllu hnökralaust. Bilar sétu fastir eins og tiðum gerist i
óbyggðum, en voru losaðlr fvrr »n varði
Leiðangursmenn lögðu bílum sinum i sæluhúslnu i Jökulheimum...
. . En þaðan var haldið upp é jökulinn i öllu hentugri farartækjum eins og á myntíinm sóst. paoan var naidiO inn að Grimsvötnum þar sem hverskonar mælingar hófust.