Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 26. JtJNl 1982. 27 Ég ætla aöhefja „Helgarvísur” meö því aö ' birta nokkrar vísur úr „Gyöjurímu” eftir allsherjargoöann Sveinbjörn Beinteinsson á Draghálsi. Þessar vísur eru gott dæmi þess, hvernig oröhagur vísnasmiður getur ort dýrt, án þess aö þaö komi niður á efninu, sem er hér í léttum tón: Þó ad frjósi foldarsvœdi, fögur kjósa lögin má; nú skal lirós í nýju kvædi Nordurljósagyöjan fá. Þegar ennis leiftrin Ijóma, lifnarenn mitt kvœdahrós. Man ég þennan meyjarblóma, meðan brennur himinljós. Adeins hefureinu sinni augum gefist þig aó sjá, skal þó ef ég kveða kynni, kynngistef sú gyðja fá. Lífsins krefst mín lundin bráða, Ijóðið hefst í brjósti mér; gyðjan efsta dýrra dáða, dásemd gefst í fylgd með þér. Og svo kemur sú vísan, sem mér þykir einna fallegust, þótt um þaö megi deila, hver sé bezt: Oft í náð á a/dinkvistum elskir kváðu fuglar dátt; ætti ég ráð á Ijóðalistum, léki ég bráðum slíkan þátt. Ég birti ekki rímuna alla, nokkrar vísur eru eftir. Þaö væri kannski rit- þjófnaöur, ef ég geröi þaö. En ríman er í bókinni „RIMNA-VAKA”, þar sem er aö finna úrvalsrímur, ortar á 20. öld, og Sveinbjörn Beinteinsson hefur tekiö saman. Og nú víkjum viö að skammar- vísum. Þormóöur Pálsson hefur oröiö og kveður svo um mann nokkurn: Því umburðarlyndi rið seka oss sæmir. En sekl þessa resalings faðirinn dæmir. " Sro leggðu með andakt að lijartanu hönd. Með hangandi munnrikjum rarpaðu önd. og skotraðu augum að upphimins ranni. sem æskir þú vægðar þeim brolleya manni. Já. hafirþú öll þessi liappsælii ráð. ég lieldþínuin rilja þá fáir þú náð og maðurinn sýkn rerði meiddur oy sináður oy máski. að þú hafir kiinnað það áður. „Loki Laufeyjarson” sendir þessa vísu: Þótt i sambúð fúlni flesl og faðmlögunum linni, eftir reynslu endist bezt ásl í fjarlægðinni. Margréti Olafsdóttur lízt ekki vel á þær blikur, sem nú eru á lofti. Hún kveður: Ekki batnar ástandið, æði víða pottur brotinn. Gengishrunið glímt er við, gjaldeyrir að fullu þrotinn. Öáran er allt um svið. Aflar lítið skipaflotinn. Dapurlegt í landi lið, lífsins máti fúll og rotinn. Ég vil nú í fullri vinsemd benda Margréti minni á, aö 3ja ljóðlína hennar er ofstuðluð, þrjú 1 eru þar ljóöstafir.) Helganisur Víst mun engu á þig logið, um það flestum saman ber. Hvar sem gaztu smugu smogið, smánin skreið á eftirþér. Og Þormóöur kvaö um mann, sem lent haföi í málaferlum og verið sýknaöur eöa dómurinn mildaður í Hæstarétti: Þótt þú berir seyrðan sóma, sértu nógu slunginn refur, Hæstiréttur deyfir dóma og Drottinn sjálfur fyrirgefur. Hannes Guömundsson orti um ein- hvern, sem honum hefur þótt lítill mannvinur: Hans var jafnan höndin treg að hjálpa smœlingjonum. Glæpa-hvergi gekk hann veg, en göt'una meðfram honum. (Næst síöustu ljóölínuna hef ég líka heyrt svona: „Gekk þó aldrei glæpaveg”.) Um þekktan stjórnmálamann, sem haföi veriö á móti aöskilnaðinum viö Dani og stofnun lýðveldis, orti Bjarni Ásgeirsson. Mér finnst á vísunni, aö Bjarna hafi ekki látið vel að yrkja níðvísur: Angurapi að illu kunnur, ættiað vera i tjóðri og hafti. Danasleikja, slúðurmunnur, sleggjuhaus á axarskafti. Hjörtur Kristmundsson heföi líklega átt erfitt meö aö halda líkræður yfir hverjum sem var, heföi hann oröiö prestur. Viö dánarfregn orti hann þessa vísu: Þú varst alltaf mér til meins, maðurinn sjálfumglaði. Þegar fórstu, fannst mér eins og fjandinn riði úr hlaði. Skúli Guðmundsson alþingismaður orti eftirfarandi vísu, og lýsir hún áliti nafna míns á samtíð sinni: Við skulum brokka, Blakkur minn, báðir skamma œvi. Ég held varla, að vekurðin veröldinni hœfi. Ég var eitt sinn kæröur fyrir meiðyrði og var einnegin krafizt hárra skaöabóta auk meiöyrðafjárins. Þá var krafizt refsingar, svo sem lög stæðu tU. Þá orti einhver, það skiptir ekki málihver: Dýrt erorðið, Drottinn minn, dýrt er að meiða aðra. Margur dáir sóma sinn, þótt hann sé skitin blaðra. Sigurður Brynjóifsson í Keflavík er ekki aðeins góöur hagyrðingur, heldur og með vísnafróðustu mönnum. Nýt ég þar góðs af viö þessa þætti. Eitt sinn var Siguröur á aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Aö kvöldi eins dagsins sátu nokkrir fulltrúar, þar á meðal a.m.k. ein kona, á hótelher- bergi og var dreypt á dýrum veigum. Einn roskinn maður, sem var oröinn heldur valtur á fótum, geröi sér títt viö konu, sem var talsvert yngri. Þá kvaö Siguröur: Þín eru hrösul burðarbein, brandsins mátturþrotinn. Hættu að berja haus við stein, hærukollur lotinn. Jón Rafnsson stundaöi sjó á sínum yngri árum. Um skeiö borðaöi hann á veitingahúsi, sem kallaö var Næpan og Náttúrulækningafélagið rak. Þar gekk um beina stúlka, Þuríður aö nafni og kölluö Þura. En Jón orti svo um breytta lífshætti sína: Síðan ég setti í naust og sjómanns- fleygði buru, vetur, sumar, vor og haust velti ég mér á þuru. Nú og lengi eru til vísur eftir Harald Hjálmarsson. Eitt sinn bjó hann á „Villa Nova”, sem var gististaður á Sauöárkróki. Valgaröur hét sá, er gistihúsið rak, og eitt sinn ofbauö hon- um umgengnin og útreiöin á herbergi Haralds svo mjög, aö hann vandaði alvarlega um viö hann. Þá kvaö Haraldur: Ekki er sálin Halla hrein, herbergið útmigið. Ég stikla svona grein af grein gegnum svínaríið. Vinkona mín (ég dirfist að nefna hana svo, þótt við höfum aldrei sézt), Margrét Olafsdóttir sendir „Helgar- vísum” stökur eftir Kolbein Högnason og ætla ég aö birta tvær þeirra nú: Oft hef ég saman orðum hnýlt einum mér til gleði. Það er annars ekkert nýtt, að íslendingur kveði. Fyrst er konan kát og létt, kulda lífsins heftir. Kemur svo með kröfurétt köld sem norn á eftir. Nú hef ég lokið þeim kafla „Helgar- vísna”, sem ég kalla kjarna þeirra. Eg veit aldrei, þegar ég skrifa hann, hve mörg bréf ég fæ, svo að hluti þess sem frá lesendum kemur, verður aö bíða næsta þáttar, ef það er mikið aö vöxtum. Björn Ásgeirsson sendir mér bréf í tilefni þess, aö ég hafi birt tvær vísur eftir fööur sinn, Ásgeir Jónsson, nú fyrir skemmstu. Ásgeir er látinn fyrir nokkrum árum, og hélt aö sögn Björns ekki neinu til haga af kveðskap sínum. Björn sendir mér þó nokkrar vísur eftir Ásgeir f ööur sinn: Ég yrki bara ’ af innri hvöt, er ég vinn og strita, en ekki til að eignast föt eða matarbita. íglasinu freyðir hið gullna vín með gleðina ’ I hverjum dropa. Það verkar á mann eins og vítamín, - viltu ’ ekki fá þér sopa ? Björn sendir mér vísur eftir Asgeir, er hann kallar samstæðar vísur: Húma tekur, hausta fer, heljar æða stormar. Ólafía yljar mér, emja dívangormar. Hún á garð á góðum slað und grasivöxnum hlíðum. Fuglinn minn finnurþað og flögrarþangað tíðum. Hann litla stundþar leikur sér og listir slnar fremur. Enginn veit hvað alsæla er, sem aldreiþangað kemur. Botninn, sem Björn sendir mér, get ég tæplega birt af velsæmisástæðum. En hann má gjaman láta meira frá sér heyra. Magnús Þorkelsson í Hafnarfirði sendir bréf, þar sem hann segir, aö erindi, sem hefjast á ljóðlínunum: „Ef ætlaröu að svívirða saklausan mann”, séu eftir Pál J. Árdal og séu hluti af sjö erinda ljóöi er nefnist „Ráðiö”. Kristín Árdal skrifar og ber henni saman viö Magnús. Sendir hún mér allt kvæöiö og þegar ég hef sagt a, þá verö ég, eins og svo margir aðrir, aö segja b. Þess vegna birti ég nú kvæöiö „Ráðið” í heild: Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann, Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um liann, En láttu það svona í veðrinu vaka þú vitir, að liann liafi iinnió lil saka. En biðji þig einliver að sanna þá sök, þá segðu, að lil séu nægileg rök. en náungans bresti þti helzl viljir liylja, það hljóti hver sannkristinn inaöiir að skilja. Qg gakktu nú svona frá manni til manns, unz maniiorð er drepið og virðingin hans, og liann er i lyginnar lielgreipar seldur og Itrakinn og vinlaus i ógæfu felldur. En þegar svo allir hann elta og smá, með ánægju geturþú dregið þig frá, og látlu þá helzt eins og verja liann viljir, þóll vitir hans bresti og ógæfu skiljir. Og segðu „Hann brotlegur sannlega er, en syndugir aumingja menn erum vér. Sigurgeir Þorvaldsson í Keflavík sendir mér margar vísur, sem ekki eru prenthæfar aö mínu mati, þótt ég kalli nú ekki allt ömmu mína í þeim sökum, s.b. sumar snyrtilegu vísurnar, sem ég hef ekki getaö stillt mig um aö birta. Sigurgeir segist vera bróöir Þorvalds Þorvaldssonar á Akranesi. Sendir hann allgrófa vísu, orta um annan Þor- vald,en mér skilst, aö Sigurgeiri finnist hún eiga eins viö bróöur sinn. I vísunni óprenthæfu er sagt aö „tólin” á þessum Þorvaldi vegi átján pund meö getnaöarliminum (ég nota þarna snyrtilegra orö en í vísunni er notaö). En í tilefni vísunnar og oröa Sigurgeirs sendi ég honum þessa kannski full- snyrtilegu vísu: Þér finnst meslu máli skipta, hver mælist þyngd á hredjonum. En Húnvetningar hiklaust lyfta hundrað pundum með 'honum. Þar sem ég hef skipt um húsnæði, hafa mér, líkega fyrir mistök, ekki borizt nein bréf að ráöi frá lesendum, svo aö ég ætla aö bæta þaö upp meö því aö birta hér einn kviðling. Jónatan Jakobsson var fyrir u.þ.b. fjörutíu árum farkennari í Miöfiröi. I Fremri-Torfustaðahreppi var skólan- um komiö fyrir á hinum ýmsu bæjum, þar sem aðstaða var til. Á einum bænum talaði húsfreyjan mikiö um, að bezta mjólkurkýr hennar ætti von á kálfi. Húsfreyjunni var þaö mjög í mun, að kýrin bæri kvígu og varð henni mjög tíörætt um það. En svo fór sem segir í kviðlingi Jónatans: Kýr átti von á kálfi og það varþá, sem konan fallega kvígu kaus að fá. En skaparinn engu skeytti skoðun hennar og þrá: Boli tfjósinu fæddist — og sjá: Kýrin gaulaði af kæti, en konunni brá. Eg held ég láti þetta nægja aö sinni og kemur kviðlingurinn í staö snyrtilegu vísunnar, sem „Helgar- vísur” hafa hingað til endað á. Bezt er, að lesendur sendi bréf sín beint heim til mín eftirleiðis. Eg hef orðið var viö að bréf til þáttarins hafa misfarizt. Utanáskriftin er þá: „Helgarvísur” c/o Skúli Ben ^ Pósthólf 37 Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.