Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR1. JtJLl 1982.
KOSTNAÐARSAMIR
KOSNINGASÍMAR
— en símnotendur greiða tapið
Þeir 287 kosningasímar sem tengd- rúma hálfa milljón ef þeir heföu veriö og því greiddu þeir aöeins rúmar 78 aöur símstöövarinnar fyrir vinnu,
ir voru á kosningaskrifstofur stjórn- greiddir á sama veröi og til hins al- þúsundkrónurfyrirsímana. efniogaksturrúmar85þúsundkrón-
málaflokkanna á Reykjavíkursvæö- menna símnotanda. En stjómmála- Aö sögn Ágústs Geirssonar, skrif- ur við tengingu kosningasimanna.
inu fyrir sveitastjórnarkosningarnar flokkarnirfengusemkunnugter85% stofustjóra símstöövarinnar í Er þá ótaiinn ýmis óbeinn kostnaö-
heföu, ásamt skrefagjöldum, kostaö afslátt bæöi af stofn- og skrefagjaldi Reykjavík,var beinn útlagður kostn- ur. I innborguö simagjöld greiddu
flokkamir hins vegar rúmar 68 þús-
und þannig að mismunurinn er um 17
þúsund krónur.
Fyrir skrefagjöld heföu flokkarnir
átt að greiöa rúmar 62 þúsund krón-
ur en greiddu aöeins um 9 þúsund.
Mismunurinn er því um 52 þúsund á
þeim lið kostnaðarins.
Aö þessu sinni vom kosningasím-
arnir nokkru færri en í fyrri kosning-
um.
ÓEF
Framkvæmdastjóri SÁÁ:
SÁÁ á ekki hlut að
tölvumálinu
- nema hvað það keypti tölvuþjónustuna
„Eg vil ekkert segja um þetta mál.
Ég hef rætt það á viöeigandi stööum,”
sagöi Theódór Ottósson í gær. Hann
vann forrit aö tölvulista meö nöfnum
70 þúsund íslenzkra kvenna. Listinn
var unninn fyrir SÁA. Hagstofan fór
fram á aö rannsakað yröi meö hvaöa
hætti listinn var unninn þar eð grunur
lék á aö gögn frá Hagstofunni hefðu
veriö notuö í heimildarleysi. Máliö er
nú til meöferöar hjá ríkissaksóknara.
Theódór sagðist hafa unniö forritiö
aö tölvuvinnslu listans og heföi hann
starfað aö þessu verkefni ásamt
öðrum. Vélatími var leigöur hjá Kerf-
ishönnun sf. og listinn meö nöfnum
kvennanna keyrður út hjá því fyrir-
tæki. Theódór kvaöst nú bíöa eftir
ákvöröun saksóknara.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fram-
kvæmdastjóri SAÁ sagöi aö leitað heföi
veriö eftir leyfi til aö vinna listann úr
gögnum Hagstofunnar. Hagstofustjóri
heföi hins vegar ekki treyst sér til aö
gefa slíkt leyfi og því heföi verið leitaö
til Theódórs Ottóssonar. Skriflegur
samningur var geröur milli tölvufyrir-
tækisins og SÁÁ. Félagið á því ekki
hlut að tölvumálinu svokallaöa aö ööru
leyti en því aö þaö keypti þjónustu
Theódórs og Kerfishönnunar. SÁÁ
hefur þar af leiöandi ekki verið spurt
neins í sambandi viö rannsókn tölvu-
málsins. -SKJ
Raf magnstaflan saklaus
I DV í gær var sagt frá verbúðar-
bruna í Neskaupstað. Fylgdi fréttinni
aö eldsupptök hefðu veriö rakin til raf-
magnstöflu í herbergi því er eldurinn
kom upp í. Var þaö haft eftir lögregl-
unni. Nú hefur hins vegar komiö í ljós
aö tafla þessi var tekin úr sambandi
fyrir nokkrum árum og eru eldsupptök
því ókunn ennþá.
-KÞ
Ökuleikni '82
Frestun á þremur stöðum
Keppni í ökuleikni á Neskaupstaö, vegna óviöráöanlegra orsaka getur
Egilsstööum og Höfn í Hornafiröi.verð- ekki af því oröiö. Greint veröur frá því
ur frestaö fram í ágúst. Keppnimar síöaríDV.hvenærkepptveröuráfyrr-
áttu að fara fram 2., 3. og 4. júlí, en greindum stööum. -GSG
’íjs^
Haraldur Haraldsson afhendir Ulfari Hermannssyni, fyrsta vinningshafanum í heimabíngóinu, ávísun á tvö þús-
und krónur. DV-mynd Þórir
FYRSTIVINNINGURINN í
HEIMABINGÓINU AFHENTUR
Fyrsti vinningshafinn úr fyrstu viku
Heimabingósins gaf sig fram síöast-
liöinn mánudag. Sá heppni heitir tllfar
Hermannsson. Ávisunin var stækkuö
og afhent í viöurvist fréttaljósmynd-
ara. Mörg bingó hafa nú þegar komiö
fram í fyrstu viku Heimabingósins.
Vinningshafar jafnt sem aörir þátttak-
endur í Heimabingóinu geta haldiö
leiknum áfram því enn er þrem um-
ferðum ólokiö í fyrstu viku bingósins.
-SKJ
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Loks fundið traustvekjandi íhald
Þá hafa tekist samningar á vinnu-
markaði um smávægilega
grunnkaupshækkun þrátt fyrir
minnkandi þjóðartekjur. Verkfalls-
hótanir og vaxandi dýrtíð hefur þeg-
ar hrundið frá stórum hiuta þeirra
ferðamanna, sem vænta mátti í
sumar, en olíureikningur togara-
flotans stendur enn ógreiddur í lána-
stofnunum. Við þessar aðstæður,
sem margar hverjar eru kunnar frá
fyrri árum, þótti forustuliöi laun-
þega ástæða tii aö efla friövænlegt á-
stand á vinnumarkaöi. Nokkrum
prósentum var fórnað á altarið, sem
er sýnu skárra en að skera geit, en
þessar prósentur breyta raunar engu
um raunverulegar tekjur. Þær fara
óhjákvæmilega eftir því hverjar
heiidartekjur þjóðarbúsins veröa.
En gott getur veriö aö vísa til grunn-
kaupshækkunar, veröi gripiö til þess
ráös aö leggja aukaskatta á fólk til
að borga fyrir togarana.
Allt eru þetta hálfráð í úr-
ræöaleysi, sem gera í besta faUi aö
fresta uppgjörinu viö þrýstihópana
um nokkra mánuði. Það er engu að
síður forvitnUegt fyrir okkur, sem
höfum verið lýðræðissinnar í leit aö
frambærilegu ílialdi tU aö miöa við,
að sjá nú líkamnast í pólitísku
forustuliöi launþegahreyfingarinnar
þá íhaldsstefnu, sem enginn friður
hefur veriö með undanfarin fjörutíu
ár, hafi annað tveggja Sjálfstæðis-
flokkur eða Framsóknarflokkur
viljað hugsa um citthvað fleira í gerö
þjóðfélagsins en nokkrar krónur
umfram brýnt viöurværisfé. Eftir út-
flutningsbann og gegndarlausan
skæruhernað á launamarkaði undan-
farinna ára ris upp póUtískt afl í
landinu, sem beitir öUum helstu
ihaldsráöum við útdeilingu arðsins
af brölti samfélagsins. Alþýðubanda-
lagið er í ríkisstjórn og líður hvorki
verkföU né umtalsverðar kauphækk-
anir um þessar mundir.
Segja verður eins og er að það
kemur úr hörðustu átt, þegar loks
finnst traustvekjandi íhald í landinu,
að það skuU vera Alþýðubandalagið,
sem leggur okkur til hina nýju
stefnumótun. Ljóst er aö núverandi
viðhorf í Alþýðubandalaginu eru
meira í samræmi við móðurrikiö
mikla en flest af því, sem flokkurinn
hefur haldiö á lofti — í sundrungar-
skyni — á liðnum árum. ÆtU Eining-
arsamtökin i PóUandi kannist ekki
viö þaö íhald, sem nú blæs svo ákaft
til samkomulags um Utilsverða
grunnkaupshækkun. Alþýðubanda-
lagið er loksins komiö heim —
alkomið — i hugsjónabaráttu sinni —
öreigabaráttunni miklu.
Einum aðUa er hægt að vorkenna i
því umróti áróöurs og lyga, sem
Alþýöubandalagið hefur haldið að
þjóðinni á Uönum árum, þegar
kosningar voru kjarabarátta og
samningar i gildi voru slagorð
Utilmenna. Þessi aðilí er launþeginn
á Islandi. Hann hefur verið teygður
og togaður eins og harmóníkubelgur
upp og niður launastigana eftir geð-
þótta pólitíkusa, sem voru að hugsa
um völd og áhrif og ráðherrastóla.
Hann verður nú að borga háu verði
nokkurra mánaða ráðherraembætti
þeirra Svavars og Ifjörleifs, en þeir
hafa gefið út skipun um, að dýrara sé
ráðherraembætti en sárir lófar laun-
þegahreyfingarinnar í landinu.
Samningarnir nú, gerð þeirra og
ákvæði, eru í raun f urðulegur endir á
Iangvarandi vist launþegahreyfing-
arinnar í járngreipum kommúnista.
Hún hefur orðið að læra af reynsl-
nnni. Aldrei framar mun hún taka
undir með kommúnistum um pólitiskt
útflutningsbann, aldrei mun hún
hlusta framar á slagorð Þjóðviljans
um aö kosningar séu kjarabarátta,
og aldrei framar lætur hún siga sér
að kjörboröinu undir kröfunni um
samningana í gildi. Hún blýtur að
vera búin að fá nóg af þessum skolla-
leik, sem leikinn hefur verið með
fjöregg hennar, launamálin, í ára-
tugi. Hún hlýtur að kref jast þess að
kommúnistar komi ekki framar ná-
lægt málum sínum. Hún hélt af stað
við upphaf aldarinnar meö þá von í
brjósti að henni tækist að skapa
alþýðunni í landinu réttlát lífskjör.
Þau hafa stundum mátt heita það.
En þegar henni ríður mest á hörðum
stuðningi finnur hún ekkert nema
nýtt austantjaldsíhald, sem heldur
að það tryggi ráðherrastóla til
frambúðar og sé að auki traust-
vekjandi.
Svarthöfði.