Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 13
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULI1982. 13 A FIMMTUDEGI Magnús Bjarnfreðsson vegna er það sumum svo þægilegt. En auðvitaö verður slík stefna ekki til allt í einu. Hún verður ekki samin sem reglugerð og gefin út af ráðu- neyti. Hún verður til í opinskárri umræðu og afstöðu ríkisvalds til menningarmála, þar sem ljóst er að hverju er stefnt, en happa og glappa- aðferðin og frekjan fá ekki einar að ráða ferðinni. Umfram allt verður hún til við það að menn þori að tala og láta skoðanir sínar í ljós og þeir menn, sem telja sig forsvarsmenn lista og menningar taki slíkri umræðu vel og taki æsingalaust þátt í henni. IMýtt þjóðfélag Það er ekki hvað síst nauðsynlegt að gefa þessum málum gaum nú, vegna hinna miklu breytinga sem ganga munu yfir þjóðfélag okkar á næstu árum vegna nýrrar tækni í þekkingarmiölun og annarri fjöl- miðlun. Hafi mönnum fundist erlend áhrif eiga auðveit inngöngu í is- lenska menningarlandhelgi þá eru það aðeins smámunir miðað við það sem verða mun á næstu áratugum, þegar upplýsingabyltingin heldur. hér innreið sína. Hún mun meöal annars kenna mönnum að hugsa á annan veg en þeir eru vanir, nálgast kjama mála úr nýjum áttum, nýjum víddum, þar sem ekkert er lengur sjálfsagt — ekki heldur íslensk menning. Það væri slæmt upphaf á slíkri menningarbyltingu, ef hinn al- menni þjóöfélagsþegn teldi sig ekk- ert eiga lengur að sækja tii lista- manna okkar, heldur áliti þá meira og minna óþarfa sérvitringa á opin- beru framfæri. Magnús Bjarnfreðsson. Knattspyrna í stof unni Þessa dagana er varla hægt aö stofunni okkar og þótt konan mín þverfóta fyrir knattspyrnumönnum í skilji ekki ókurteisi mannanna að mæta alltaf á matmálstima má hún sín lítils gegn okkur Bjama því að við erum helmingi fleiri en hun. Það er mikill munur á knatt- spyrnuleikjum okkar við þjóðveg 711 1 ígamla daga,þarsemÁrniáVatns- enda og hundurinn í Hrísakoti léku hættu útskúfun heimsbyggðarinnar. Þetta em líka menn, sem kosta of- fjár, ef þeir eru á annaö borð til sölu, og mér er sagt að eftir heimsmeist- arakeppnina veröi Karl Heins Rúm- liggjandi og Mari Donna allt að því ókaupandi nema í kílóatali. Hrísakotshundurinn var aftur á móti aldrei metinn til fjár og þó „Hrísakotshundurinn var aftur á aldrei metinn til fjár,...” móti „Það gefur el dvergnum gildi manns, þótt Goliat sé afi hans.” aðalhlutverkin, og leikjum í heims- meistarakeppninniá Spáni. Á Spáni leika þrautþjálfaðir knattspymumenn sem hitta boltann í hvert sinn sem þeir ætla aö sparka í hann, en Árni á Vatnsenda sparkaði aðallega í andrúmsloftiö, ef ég man rétt, og Hrísakotshundurinn braut svo ótt og títt af sér, meö ótímabæru glefsi í boltann og þátttakendur, að það hefði átt að vera búið að sýna honum rauða spjaldið strax á fyrstu minútu leiksins og setja hann í þriggja leikja bann, en skortur á rauðum spjöldum og leikjum kom í veg fyrir það. Okkar keppni var nefnilega háð í eitt skipti fyrir öll og fyrir utan það að gleyma að skipta í riðla, gleymdist víst líka að skipta í lið, og sparkaði því hver sem betur gat, og í hita leiksins kom fyrir aö mark væri skoraö með gúmmískó því að feil- spörkin voru óspart tíðkuð og voru þau þar aö auki að jaf naði föstust. Á Spáni leika hins vegar allir á takkaskóm af dýmstu gerö, eins og hæfir merkilegri atvinnugrein, og alvara lífsins er slík, að ef leikmaöur skorar ekki í upplögöu færi, á hann á skilaði hann hlutverki sínu í lífinu óaöfinnanlega, hvað svo sem fót- boltaiökunleið. En það er fleira ólíkt, hér og þar, en knattspyman. Á Spáni mun vera ein árstíð; hér voru þær til skamms tíma f jórar en fer víst fækkandi og er álitið að veðráttan hafi nú endanlega skipað sér í hóp andstæöinga land- búnaðar þótt varla hafi verið ástæða til að fjölga í þeim flokki. En jafn- hliða fækkun árstíða hefur vikudögum verið að fjölga og þó að ég kunni ekki að nefna þá alla, man ég eftir mjólkurdegi, trimmdegi, göngudegi og lokunardegi Ragnars Arnalds. Margt hefur verið rætt og ritað um þann síðastnefnda og get ég engu bætt við það. Hins vegar langar mig til að fara fram á það, þótt ég geti varla kallaö mig þrýstihóp, að G jaldheimtunni verði lokað 365 daga á ári og 366 þegar hlaupár er. Tileinkaður Kandífloss En svo ég snúi mér að alvarlegri hlutum, þá var 17. júní haldinn há- tíðlegur ekki alls fýrir löngu. Ég var svo heppinn, eins og fleiri raunar, aö vera staddur í höfuðborginni umræddan dag og gat því fengið mér kók og pylsu í tilefni dagsins auk blööru sem er talin ómissandi á stórhátíðum. Eins og lög gera ráð fyrir gekk konan mín, ásamt afkvæmum, frá Hlemmi og niður á Torg, en þar átti að fremja skemmtiatriði; gott ef þau áttu ekki að vera öllu fleiri en göngufólk með hælsæri. Konan mín tjáði mér hins vegar að göngu lokinni að hún hefði hvorki séö bessana eða hallana og Háaloftið Benedikt Axelsson f. laddana og afkvæmin sögðust bara ekki hafa séð neitt. Hins vegar fengu þau Kandifloss, sem mun vera sykurfroða á spýtu, og voru af- skaplega ánægð með það. Yngra af- kvæmiö var meira aö segja svo ánægt að engu var líkara en það teldi daginn tileinkaðan Kandífloss og þeim kumpánum en ekki höllunum og löddunum. Jón Sigurðsson var ekki á dagskrá fremur en vant er, enda allir búnir að gleyma honum, og þó kann að vera að fólk hafi dansað honum til lofs og dýröar í miðbænum umrætt kvöld þótt fréttir þar ;ið lútandi hafi ekki veriö staðfestar. Þó ber þess að geta að blómsveigur var lagður við stall styttunnar af Jóni sem prýðir Austurvöll og var hann örlítill þakklætisvottur frá gleyminni þjóð og smárri. Jón Sigurðsson var mikilmenni og kannski er okkur sem nú byggjum landið holltaöihugaaö: Það gefur ei dvergn um gildi manns, þótt Golíatséafi hans. Kveðja Ben. Ax. semja um, skulu vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því, er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnu- rekenda um lakari kjör en hinir al- mennu kjarasamningar ákveða, skuluógildir.” Þetta felur einfaldlega í sér aö kjarasamningum er veitt lagagildi og ákvæði þeirra ófrávíkjanleg í ofanálag. Aðiljum vinnu- markaðarins er þannig ætlað að setja ófrávíkjanleg lög um laun og „önnur starfskjör”, sem er nú næsta víðtækur málefnaflokkur. Þessi vísir að formlegu afsali lög- gjafarvalds er þó smáræði á við það sem viðgengst í reynd. Við gerð kjarasamninga — eins og t.d. 1977 — hafa umdeild þjóðmál — eins og staða og hlutverk ríkisins gagnvart einstaklingunum — verið dregin inn í gerð kjarasamninga og þeim lokið með yfirlýsingum ríkisstjómar eða fyrirheitum um að málum skuli skipaö eftir vilja þrýstihópanna, annarseöa beggja. Ef þessu fer fram sem horfir verður afleiöingin sú að hætt verður aö nota viðurkenndar leikreglur lýðræðisins til að útkljá stjómmálaá- greining en í þess stað notaðar stríösaðgerðir vinnumarkaðarins. Og enn færa stéttarfélögin sig upp á skaftið og taka sér vald til að útkljá, hvort menn eigi að njóta „Samvinnuhreyfingin ákvað að snúast til varnar. mannréttinda eins og réttinda til vinnu. Nýskipan þjóðfélagsins En hvers má nú vænta af þeirri nýbreytni í skipan þjóöfélagsins að ríkið feli þrýstihópunum að setja lögin með verkföll, verkbönn eða Æk „Allt er þetta einkenni þeirrar löggjafar sem á rót að rekja til þrýstihópa vinnu- markaðarins. Ef ekki verður rönd við reist er réttarríkið í hættu,” segir Sigurður Líndal, sem ræðir um afleiðingar þess, að „þrýsti- hópar setji lögin”. aðra áhrifameiri valdbeitingu í bak- höndinni, en taki í staðinn að sér stjóm atvinnulífsins og ýmsa aöra þjónustustarfsemi við landslýðinn. Nokkur reynsla er þegar fengin. Atvinnulífinu er nú sífellt meira stjómað frá skrifborðum stjómar- ráðsins og mistökin fleiri og kunnari en um þurfi að f jölyrða. Æ fleiri gera sér nú ljóst, að hæpnar ákvaröanir um þau borð hafa núorðið veruleg áhrif til hins verra á lífskjör þjóðarinnar. Liggur til þess sú einfalda ástæða aö til skynsamlegra ráðstafana á því sviði þarf aðhald. Viöhlitandi aöhald þar fæst ekki nema sá, sem ákvörðun tekur beri áhættuna ef illa tekst en hljóti umbun ella. Hvorttveggja skortir í ráðuneytisskrifstofurnar. Um reynsluna af lagasetningar- valdi þrýstihópanna mætti taka sem dæmi lög nr. 46/1980 um aöbúnað, hollustuhæ'tti og öryggi á vinnustöðum. Þau em í reynd að miklu leyti óframkvæmanleg, bjóða upp á hreina geðþóttastjórn, að ekki sé minnst á kostnað við framkvæmd þeirra. Allt er þetta einkenni þeirrar löggjafar sem á rót að rekja til þrýstihópa vinnumarkaðarins. Ef ekki veröur rönd við reist er réttar- ríkiðíhættu. Eftir er svo að sjá hver verður reynslan af því að fela stéttar- félögum dómsvald og refsifram- kvæmd. Það kemur væntanlega í ljós, þegar flugumferðarstjórar hafa brotiö ísinn. Sigurður Lindal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.