Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 39
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR1. JULI1982. Utvarp Sjónvarp DAGLEGT MÁL—útvarp kl. 19.35: „Mikið hlustað á þáttinn” — segir Ólafur Oddsson Utvarp Fimmtudagur t.júlí 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Hljóð úr horni. Umsjón: Hjalti Jón Sveinsson. 15.10 „Laufblað eftir Nostra” eftir J.R.R. Tolkien. Ásgeir R. Heiga- son les fyrri hluta þýöingar sinnar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephen- sen kynnir óskalög bama. 17.00 Síðdegistónleikar. a. Akademíski forleikurinn op. 80 eft- ir Brahms. Operuhljómsveitin í París leikur; Pierre Dervaux stjómar. b. Sinfónía nr. 5 í e-moll op. 64 eftir Tsjaikovsky. Fil- harmóníuhljómsveitin í Berlin leikur; Herbert von Karajan stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mái. Olafur Oddsson sérumþáttinn. 19.40 Á vettvangi. 20.05 Hamrahlíðarkórinn syngur ís- lensk lög. Þorgerður Ingólfsdóttir stj. 20.30 Leikrit: „Tónaspil” eftir Peter Shaffer. Þýðandi: Kristín Magnús. Leikstjóri: Herdís Þorvaldsdóttir. Leikendur: Ámi Blandon, Bjami Ingvarsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. 21.35 „Vöruflutningalest 480 kíló- metra löng”. Séra Vigfús Þór Árnason á Siglufirði flytur synoduserindi. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Ekki af brauði einu saman”. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Emil Ásgeirsson í Gröf í Hruna- mannahreppi um búskap, leiklist og söfnun muna og minja. 23.00 Kvöldnótur. Jón Öm Marinós- sonkynnirtónlist. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. A dagskrá útvarpsins í kvöld klukk- an 19.35 er þátturinn daglegt mál. DV símaði til Olafs Oddssonar, umsjónar- manns þáttarins. Olafur sagði að þátturinn í kvöld f jallaði um nýyrði og þá einkum skipulagða nýyrðamyndun. Auk þess yrði bréfum svarað. Að sögn Olafs berast mörg bréf til þáttarins bæði af landsbyggðinni og úr Reykja- vík. Einnig heimsækja áhugasamir menn umsjónarmann þáttarins í þeim tilgangi að spyrjast fyrir eða benda á athyglisverð orð og orðasambönd. Olafur kvaðst hafa tekið eftir að mikið væri hiustað á þáttinn enda væri hann á dagskrá á ákjósanlegum tíma. Fólk hlustaði gjarnan á þáttinn við upp- vaskið á kvöldin eöa jafnvel á leið til vinnu. Athygli vekur hve stuttur þátturinn er. Við spurðum Olaf hvort ekki mætti veita Daglegu máli meiri tíma í dag- skrá útvarps: Hann sagði að það ylli sér erfiðleikum hversu þátturinn væri stuttur. Utvarpsmenn gengu hart á eftir því að ekki mætti fara fram úr þeim 5 mínútum sem þættinum væri úthlutaö. Að auki mætti benda á það að það tæki töluveröan tíma aö semja þáttinn, einmitt vegna þess hve stuttur hann væri. Því næst vikum við að öðru og spurðum Olaf um álit hans á málfari dagbiaða. „Það er ekki mjög mikið um slæmar villur,” sagði hann „en því Imeira um duldar slettur og hráar þýð- ingar úr erlendum málum. Oft og tiðum má sjá þýddar greinar í blöðum þar sem notazt er við íslenzk orð en setningarbygging hins erlenda máls sem þýtt er úr er látin halda sér.” Olafur benti á að málfar væri ákaf- lega viðkvæmt meðal Islendinga og sízt af öllu vildi hann ráðast á einstaka greinarhöfunda fyrir slæmt málfar. Hann kvaðst telja sjálfsagt aö segja mönnum til en ástæðulaust að ráðast á fólk. Málfar væri ákaflega viðkvæmt enda snar þáttur í persónuleika hvers manns. Varhugavert væri að ráðast á menn vegna málfars sem þeir hefðu e.t.v. í arf frá afa og ömmu. Þeir hefðu lært það af forfeðrum sínum og svo koil af kolli. Um skiptar skoðanir á íslenzku máli sagði Olafur og vitnaði í Grettlu máli sínu til stuðnings. „Þar tíðkast nú hin breiðu spjót.” Sumir eru á móti öllum afskiptum af daglegu máli manna og telja að málið eigi að þróast án íhlutunar. Aðr- ir vilja mikil afskipti af málþróun en flestir eru einhvers staðar þarna á milli. I þættinum í kvöld verða nýyrði á dagskrá. Olafur sagði aö góð nýyrði væru betri en iatnesk og grísk orð sem tekin væru úr öðrum nýmálum. Á hinn bóginn ætti að hafa hugfast að ekki væri nægilegt að þýða einungis erlendu orðin í texta. Það væri varhugavert að lærðir menn notuðu oft og tíðum svaka- legan stíl, langar setningar þar sem einungis orðin væru þýdd. Setninga- bygging hins erlenda máls héldi sér og eignarfallssamsetningar væru óþarf- lega algengar. Olafur lagði áherzlu á að í þýðingum bæri að þýða megin- hugsun setninga en ekki að þýða einungis hvert orð fyrir sig, án þess að aðlaga setningarnar íslenzku máli. Við spurðum Olaf að lokum að því hvort málfar lærðra manna á Islandi væri verra en alþýöumanna. Hann svaraði því til að ef lærðir menn tækju sig ekki á í málvöndun gæti svo farið að þeir töluðu sérmál sem alþýða manna skildi ekki. Það væri vissulega háskaleg þróun ef menntamenn fjar- lægðust svo eðlilegt málfar að enginn venjulegur maður gæti skilið þá. Olafur ráðlagði mönnum, og þá sér- staklega menntamönnum sem verið hefðu langdvölum erlendis, að lesa þjóðsögurnar, það hefði áður fyrr reynzt mörgum mætum manni heilia- drjúgt. ÁS. Fimmtudagsleikrit kl. 20.30: Föstudagur 2. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur veiur og kynnir. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Olafs Oddssonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Magöalena Sigurþórsdóttir talar. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (Utdr.).Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Halla” eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Höfundurles (4). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tón- leikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Morguntónleikar. a. Michala Petri og St. Martin-in-the Fields hljómsveitin leika konserta fyrir blokkflautu og kammersveit eftir Antonio Vivaldi. b. Hljómsveit Dalibors Brázda leikur nokkur lög. 11.00 „Mér eru fornu minnin kær”. Steinunn S. Sigurðardóttir les úr frásögnum Kristínar Sigfúsdóttur skáidkonu. 11.30 Létt tónlist. Jim Reeves, Perry Como o.fl. syngia. 12.00 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardótt- ir kynnir óskaiög sjómanna. 15.10 „Laufbiað eftir Nostra” eftir J.R.R. Tolkien. Asgeir R. Helga- son les seinni hluta þýðingar sinn- ar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Litil barnatiminn. „Börnin sér leika”. Heiðdís Norðfjörð stjómar barnatíma á Akureyri. Steindór Steindórsson frá Hlöðum segir frá leikjum sinum að skeljum og kuöungum í æsku. Laufey Arna- dóttir les söguna „Fífill og hunangsfluga” eftir Jónas Hallgrímsson. TONASPIL EFTIR PETER SHAFFER einn virtasta höfund samtímans Það má með sanni segja að leikritið í kvöld sé með því athyglisverðasta sem rekið hafi á f jörur leiklistarunnenda í langan tíma. Ekki veitir af að útvarpiö standi sig vel því það er eina stofnunin sem heldur uppi merki leiklistar- gyðjunnar í júlimánuði. Leikritið sem flutt verður í kvöld heitir Tónaspil og er eftir brezka leikritahöfundinn PeterShaffer. Leikstjóri. leiksins er Herdís Þorvaldsdóttir en þýðinguna gerði Kristín Magnúss. Leikendur eru Ámi Blandon, Bjarni Ingvarsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Efni Tónaspils er í stuttu máli: Bob býr í leiguherbergi í Lundúnum. Hann hefur boðiö stúlku í kvöldmat og Ted vinur hans kemur til að matreiða fyrir þau. Ted er veraldarvanur, ekki sízt þegar kvennamál eru annars vegar og er alltaf tilbúinn að gefa góð ráð og leiðbeiningar. Höfundur leikritsins er íslenzkum leiklistarunnendum aö góðu kunnur. Peter Shaffer er talinn einn alfremsti leikritahöfundur samtímans. Hann fæddist í Liverpool 1926 og var hann ekki einn á ferð því tvíburabróður á hann sem einnig er vel metinn leikrita- höfundur. Shaffer skrifaði upphaflega sjónvarpsleikrit en sneri sér siðan að sviðsleikritum. Tónaspil sem heitir á frummálinu Private ear samdi Shaffer árið 1962. Sama ár skrifaði hann Einkaspæjarann sem útvarpið flutti 1978. Af öðrum verkum Shaffers má nefna Royal Hunt of the Sun, Svarta Kómedíu (sýnt í Iðnó 73—74) og síöast en ekki sízt leikritin Equus og Amadeus. Það má segja að Peter Shaffer hafi skipaö sér í hóp mestu leikritahöfunda samtímans með fyrra verkinu, enda var það hvarvetna valið leikrit ársins er það kom fram. Margir munu minnast sýningar Leikfélags Reykjavíkur á verkinu og kvikmyndar sem gerð var eftir verkinu meö Richard Burton og Peter Frith í aðal- hlutverkum. Shaffer sannaði svo Peter Shaffer: Forvitnilegt lelkrit undir stjórn Herdisar Þorvaldsdóttur með efniiegum leikurum. styrkleika sinn með leikritinu Amadeus sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarin tvö ár. Það gekk í Þjóðieikhúsinu i vetur viö góðan orðstír. Enda þótt verkið sem leikið veröur í kvöld sé ekki meðal þekktustu verka Shaffers er ekki að efa að mæla má með leikritinu en þaö tekur klukku- stundíflutningi. -ÁS. \J\\S Video-sport sf. MIÐBÆ OPIÐIJULIKL. 13—23ALLADAGA. HÁALEITISBRAUT 58—60 2. HÆÐ OPIÐMÁNUD.TILFÖSTUD.FRÁ13—23. g J A/)l LAUGAEDAGA OG SUNNUDAGA KL. 13-23. cö D*TmU U \ Ath. Vorum aöfá nýja jilmusendingu !39 Veðurspá Austlæg átt sunnanlands og skúr- ar en úrkomulaust annars staðar. Veðrið hérogþar Klukkan 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 10, Bergen skýjað 10, Helsinki þokumóða 13, Kaup- mannahöfn aiskýjað 13, Osló ai- skýjað 13, Reykjavík rigning 10, Stokkhólmur súld á síðustu klukku- stund 11, Þórshöfn súld 9. Klukkan 18 í gær: Aþena heiðríkt 26, Berlín skýjað 16, Chicagó skýjað 21, Feneyjar heiðríkt 24, Frankfurt léttskýjað 21, Nuuk létt- skýjað 10, London skýjað 19, Las Palmas léttskýjað 24, Mallorka heiðskírt 26, Montreal léttskýjað 21, New York skýjað 24, París létt- skýjað 21, Róm heiöríkt 24, Malaga heiðskírt 25, Vín skýjað 18, Winnipeg léttskýjað22. Tungart Sagtvar: Þeirfóruinní sitthvort húsiö. Etétt væri: Þeir fóru inn sitt húsið hvor. Leiðréttum börn sem flaska á þessu! Gengið ■ GENGISSKRÁNING NR. 113 30. JÚNÍ1982KL. 09.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sola Bandaríkjadollar 1143Q 11,462 12,608 Sterlingspund 19,917 19,973 21,970 1 Kanadadollar 8,850 8,875 9,762 1 Dönskkróna 1,3492 1,3530 1,4883 1 Norsk króna 1,8406 1,8457 2,0302 1 Sœnskkróna 1,8765 1,8818 2,0699 1 Finnskt mark 2,4185 2,4253 2,6678 1 Franskur franki 1,6827 1,6874 1,8561 1 Belg.franki 0,2454 0,2461 0,2707 1 Svissn. franki 5,4578 5,4731 6,0204 1 Hollenzk florina 4 2196 4,2314 4,6545 1 V-Þýzktmark 4,6682 4,6812 5,1493 1 ftölsk Hra 0,00829 0,00831 0,00914 1 Austurr. Sch. 0,6624 0,6643 0,7307 1 Portug. Escudó 0, 372 0,1376 0,1513 1 Spánskur peseti q iq28 0,1031 0,1134 1 Japansktyen 0,04486 0,4499 0,04948 1 irsktpund 16,079 16,124 17,736 SDR (sórstök 12,4426 12,4774 dráttarróttindi) 22/06 Sfmavarl vegna ganglsskránlngar 22190. Tol/gengi íjúní Bandarikjadoilar Kaup USD 110,370 ,Sala 10,832 Steiiingspund GBP18.606 19,443 Kanadadollar CAD 8,468 8,723 Dönsk króna DKK 1,2942 1,3642 Norsk króna NOK 1,7236 1,8028 Sænsk króna SEKÍ 1,7761 2,3754 1,7728 0,2448 Finnskt tnark FIM: 2,2766 Franskur franki FRFl 1,6838 Belgtokur franski BEC 0,2335 Svisan. franki CHF 5,3152 5,4371 Holl. Gyllini NLG 3,9580 4,1774 Vestur-þýzkt mark DEM 4,3969 4,6281 ftölsk lira ITL 0,00794 0,00836 Austurr. Sch. ATS 0,6245 0,6583 Portúg. escudo PTE 0,1468 0,1523 'Spánskur peseti ESP 0,0996 0,1039 0,04448 Japansktyen JPY 0,04376 irskt pund IEP 15,184 16,015 SDR. (Sérstök 11,8292 V?'1®8/ dráttarróttindi) 26/03

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.