Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Qupperneq 40
Álitfiskifræðinga;
Erfittað
vinna upp
aflabrestinn
„Það er rétt að við teljum aö erfitt
verði að vinna upp þann aflabrest
sem orðinn er. Og veldur þar mestu
lítil veiði í maí,” sagöi Jón Jónsson,
forstjóri Hafrannsókmstofnunar-
innar, í samtaii við D V.
Samkvæmt upplýsingum DV hafa
fiskifræðingar lagt fram skýrslu aö
beiðni Steingríms Hermannssonar
sjávarútvegsráðherra um aflahorfur
á árinu. I henni kemur fram sú skoð-
un fiskifræöinga að litlar líkur séu á
að aflabresturinn verði unninn upp
seinnihluta ársins.
Jón sagði ennfremur að ekki væri,
að svo stöddu, hægt aö fullyrða neitt
um ástand fiskistofnanna. Að lokinni
sumarvertíð yrði gerð nánari rann-
sókn á ástandinu.
„Sjórinn hefur verið kaldur og æti
fyrir fiskinn lítið. Af þessum sökum
hefur orðið breyting á hegðun
þorsksins. Hann heldur sig ekki í
torfum en togveiðar byggjast á þvi.
Þannig getur afli iínubáta verið
ágætur, þó að lítið fáist í trollið.
Loðnustofninn er mjög langt niðri að
okkar mati og hefur það mikið áhrif
á þorskinn. Sjómönnum virðist bera
saman um að fiskurinn sé horaður
nú. Þetta eru helztu fiskifræðilegu
skýringamar sem hægt er að byggja
á nú. En væntanlega skýrast málin
betur í haust,” sagði Jón.
Hann sagði einnig að athyglisvert
væri að forstjóri hafrannsóknar-
stofnunarinnar í Murmansk, sem
staddur er hér á landi, héldi fram
svipuðum sjónarmiðum. En rúss-
nes) ir togarar hafa átt við svipuð
vandamál að etja og við. -GSG
Þúsundir
laxaseiða
drápust
„Þetta var mikil óheppni,” sagði
Gisli Snæbjömsson, einn eigenda
Laxeldisstöðvarinnar á Drengjaholti
við Patreksfjörð, er DV ræddi við
hann .4300 laxaseiði drápust í stöðinni
sl. þriðjudag. „Þeir í hreppsvinnunni
voru að vinna að breytingum á
vatnsleiðslum og létu ekki vita að
loka ætti fyrir vatnið fyrr en of
seint.” Finnbogi Magnússon, annar
eigandi stöðvarinnar, vissi af lokun-
inni og lét volgt vatn úr tilraunabor-
holu renna í kerin. Framkvæmdir
töfðust og er dróst að opna fýrir
kalda vatnið hitnaði vatnið of mikiö í
kerjunum og varð súrefnissnauðara.
Um þriðjungur seiðanna drapst.
Lauslega reiknað mun verðmæti
þeirra vera 12 til 13 þúsund krónur.
Gísli sagði að laxeldisstöðin væri
ekki tryggð fyrir þessu tjóni. Það
væri undir hreppnum komið hvort
þeir fengju einhverjar skaðabætur.
Ekki væri farið að tala um að kveðja
tii lögfræðing vegna málsins. Um
2000 seiðum var sleppt úr stöðinni sl.
mánudag og stóð til að sleppa af-
ganginum nú í vikunni. Þeun seiðum
sem eftir iifðu var sleppt í Holtsá og
Móruífyrradag. ás
Atkvæði
greidd um
samningana
Fundir um samningana verða í
flestum verkalýðsfélögum innan ASI
I dag eða á morgun. Dagsbrún
verður með fund í dag klukkan 16.30.
72-manna nefnd ASI samþykkti
samningana samhljóöa á fundi í gær.
Sambandsstjóm Vinnuveitendasam-
bandsins samþykkti samningana
með 30 atkvæðum gegn 8, einn sat
hjá. Aðildarfélög VSÍ þurfa einnig að
samþykkja samningana. -KMU.
Vinnuslys
Maður missti þrjár tær í vinnuslysi
við Vagnhöfða í gærkvöldi. Maðurinn
var að hreinsa steypusíló og fór með
fótinnofaníþað. DS
Alþýðubandalagið tekurtillögum „stormsveitarinnar,T dræmt:
300 milljónir í
útgerðarstyrki?
Hugmyndir „stormsveitar” Steiti-
gríms Hemannssonar sjávarútvegs-
ráðherra um hvemig leysa skuli
vanda útgerðarinnar hafa hlotið litl-
ar undirtektir hjá alþýðubandalags-
mönnum í ríkisstjórninni. Málið hef-
ur farið í frekari athugun. Stjórn-
málamenn telja að dráttur geti orðið
á að það fái nokkra afgreiðslu. Sumir
þeirra álíta að það geti dregizt í
margar vikur.
Sú hugmynd sem talin er mest
áberandi í þvi sem starfshópur Stein-
gríms nefnir er að um 300 milljónir
króna verði greiddar úr rikissjóði til
styrktar útgeröinni. Ekki mun vera
lagt til hvernig ríkissjóður eigi að
afla tekna til að mæta þessum út-
gjöldum.
Aðrar leiðir sem taldar era koma
til greina er hækkun fiskverðs, sem
mætt verði með gengisfellingu og að
einhverju leyti með endurgreiðslu á
„uppsöfnuðum söluskatti” til fisk-
vinnslunnar.
-HH.
Kopavogur:
BRUNIÍGÖMLU HMBURHÚSI
Eldur kom upp í gömlu timburhúsi að Kársnes- I ið er ekki talið ónýtt. Enginn hefur búið í húsinu um
braut 23 í Kópavogi í nótt. Húsið var gamalt timbur- nokkurn tíma þannig að menn grunar óneitanlega að
hús á einni hæð með risi. Skemmdist það nokkuð af kveikt hafi verið í því.
eldinum en slökkvistarfgekk það fljótt og vel aö hús- |
JÓNAS HARALDSSON
FRETTASTJÓRIDV
Slökkviliðið að störfum við Kársnes-
braut 23 í nótt. DV-mynd S.
Sæmundur Guðvinsson, sem verið
hefur fréttastjóri DV frá upphafi,
lætur nú af starfi og óskar blaðið hon-
um velfamaðar á ný jum vettvangi.
I stað Sæmundar hefur verið ráð-
inn fréttastjóri Jónas Haraldsson,
sem verið hefur aðstoðarfréttastjóri
frá upphafi. Ráðgert er að tveir
menn annist fréttastjóm DV en hinn
hefur ekki verið ráðinn enn.
J ónas Haraldsson er 29 ára, félags-
fræðingur að mennt, kvæntur Hall-
dóru Teitsdóttur og eiga þau þrjú
Sæmundur Guðvinsson, til vinstri
býður eftirmann sinp, Jónas
Haraldsson, velkominn til starfa
sem fréttastjóra DV.
DV-myndÞórir
frjálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR1. JÚLÍ1982.
Yfirvinnu-
banni af létt
íEyjum
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og
verkakvennafélagiö Snót í Eyjum af-
léttu í gærkvöldi yfirvinnubanni því
sem í gildi hefur verið hjá félögunum
að undanförnu. Bann þetta tók fyrst
gildi 14. júní sl. en 21. júní var því frest-
að þar eð svo virtist sem samningar
væra að takast milli ASI og VSI.
Bannið var síðan aftur sett á sl. mánu-
dag, þann 28. júní.
Á laugardag verður haldinn fundur í
verkalýðsfélagi Vestmannaeyja um
nýgerða kjarasamninga en að sögn
Jóns Kjartanssonar, formanns félags-
ins, er alveg óvíst hvort samningarnir
verða samþykktir. „Mér finnst þetta
ekki góðir samningar en það er
kannski ekki við meiru að búast þegar
samstaöa er ekki meiri en raun ber
vitni,” sagði Jón Kjartansson, for-
maður verkalýðsfélags Vestmanna-
eyja.
Á morgun, föstudag, hefjast síðan
sérkjaraviðræður vinnuveitenda og
verkalýðsfélaganna í Eyjum. -SA.
Þýzki eggja-
safnarinn
dæmdur
Þýzki líffræðingurinn og eggjasafn-
arinn, sem tekinn var um borö í Smyrli
á dögunum með tugi eggja í farangr-
inum, hefur verið dæmdur. Hlaut hann
30 þúsund króna sekt, eggin 69 voru
gerð upptæk og honum gert að greiða
allan málskostnað. Hefur hann greitt
það sem upp var sett og fór af landi
brott á þriðjudag með Smyrli. -KÞ.
Brotiztinnhjá
Rafveitunni
Brotizt var inn í félagsheimili Raf-
veitunnar við Elliðaár í nótt. Uppgötv-
aðist innbrotið um klukkan sjö í
morgun. Rannsóknarlögregla fór þá
þegar á staöinn. Ekki lá fyrir þegar
blaðiö fór í prentun hvort einhverju
hefði verið stolið eða skemmdir unnar.
______________________-DS.
Hraðskák
á Lækjartorgi
Utiskákmót verður á Lækjartorgi
næstkomandi mánudag. Þrjátíu sterk-
ustu skákmenn landsins tefla í nafni
fyrirtækja á mótinu, sem er styrktar-
mót fyrir væntanlega för landsliðsins
tilEngiands.
Mótið hefst klukkan 15:30. Tefldar
verða sjö umferðir. Umhugsunartími
er sjö mínútur á mann. Áætlað er að
mótinu verði lokið um klukkan átján.
Jón L. Ámason mun tefla í nafni
DagblaðsinsogVísis. -KMU.
LOKI
Útgerðarstyrkirnir eru ekki
nema svo sem sex ódýrir
Þórshafnartogarar. Hvað er
það milli vina?