Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST1982. 9 Litið inn á billjjardstofu í borginni Sigfús í sjoppunni, eða Fúsi eins og hann er nefndur dags- daglega. „Þetta er algjör íþrótt", segir hann um biiijardinn og bætir við: „Billjardinn krefst mikils rölts í kringum borðið, sem á stundum jaðrar við trimm." Það var sérkennileg stemmning á knattborðs- stofunni á Klapparstíg er við blaðamenn DV litum þar inn á dögunum. Ein- hver blanda af baráttuhita og kæruleysislegri kerskni manna á milli einkenndi þá strauma er léku um þann litla sal er umlykur þau fimm billjardborð sem þama er að finna. Og slegið var á létta strengi milli þess sem mönnum var blótað í sand og ösku fyrir að leggjagildrur fyrir and- stæðinginn. Eizta billjardstofan Tilefni þess aö litið var inn á knatt- borðsstofu (eða eigum við heldur að nota erlendu slettuna „billjardstofa) var að kanna það hversu mikill og rót- gróinn áhugi landsmanna er sem stendur á þessum aldna samkvæmis- leik eða íþrótt, allt eftir því hvemig hver og einn vill skilgreina billjard- spiliö. Og ástæða þess að stofan á Klapparstíg var valin úr hópi þeirra þriggja billjardstofa í Reykjavík er sú aö hún er sú elzta sinnar tegundar sem starfar á höfuðborgarsvæðinu. Grænklæddu borðin voru fullmönn- uð, þegar að var komið þennan eftirmiðdag. Raunar er billjardstofan á Klapparstíg á tveimur hæðum, þrjú borð eru í kjallara og á efri hæöinni voru tvö gengi að munda kjuðana. Annaö þeirra samanstóð greinilega af tveimur vönum mönnum í greininni. Reyndust þar vera nafnarnir Gunnar Hjartarson og Gunnar Júliusson. Kváðust þeir jafnan mæta á stofuna flesta daga að aflokinni vinnu „og ætli við spilum ekki svona klukkutíma í senn”, segir Júlíusson á meðan hann horfir á nafna sinn „negla fimmuna á þremur böttum í miðgat”, eins og það heitir á fagmáli. „Nei, við getum varla talizt meistarar í þessu, enda lítum við á billjardinn bara sem hverja aðra dægrastyttingu.” Segir þá Gunnar Hjartarson eftir að hann er búinn að hreinsa borðið: „Ætli við megum ekki teljast mellufærir í billjard! Varla mikið meira.” — Og svo er hlegiö, pása tekin milli leikja, kveikt í vindlingi og kók keyptafFúsa ísjoppunni. Sigfús ísjoppunni Hann heitir annars fullu nafni Sigfús Helgason, náunginn sem seldi þeim kókið í sjoppunni, og er sonur eiganda billjardstofunnar á Klapparstíg. Ég vind mér að manninum og ber upp þá eðlu spumingu hvernig aðsóknin sé i knattborösleikinn. „0, þaö hefur verið frekar dautt í sumar hjá okkur,” segir hann rólegur í bragði. „Ætlimegiekkiumkenna auk- inni aðsókn í videoið. Annars tel ég að það sé stærri hópur manna sem spilar billjardinn að ein- hverju ráði núna en gerðist í árdaga hans hér á landi. Þá voru það alltaf sömu mennimir sem héldu borðunum daginn út og daginn inn. Þetta er sem sagt eitthvað að j af nast út núna.” Snókerog Skittie-ball — Þaö kostar áttatíu krónur á klukkutímann að spila billjard og meö þá staðreynd í huganum er Fúsi spurður hvaða tegundir knattborðs- leiks séu helzt stundaðar um þessar mundir. „Það er náttúrlega helzt snókerinn. Hann er alltaf jafnvinsæll. En svo er skittle-ball nokkuð að sækja í sig veðr- ið. Snókerinn er enda miklu einhæfari þegar til lengdar lætur. Það þarf hins vegar meiri hugsun til aö spila skittle- ball....” — Jájá, en svona fyrir óupplýsta alþýöuna. Fyrir hvaö standa þessi orð, snóker og skittle-ball? „Ja, þegar snóker er spilaður, þá er sjö kúliun raðað upp á akveðinn máta á borðið. Þeim er síöan skotið niður í götin eftir tölusetningu þeirra og til þess notuð hvíta kúlan, eða hundurinn eins og hún er iðulega nefnd. I skittle-ball er þetta aðeins flókn- ara. Þá er fjölda keilna raðað á vissa bletti á boröinu. Og síðan eru þær skotnar niður með sambærilegum kúlum og ég nefndi áðan. Annars er næsta vonlaust að lýsa þessu með orðum. Það verður bara hver að reyna þettafyrirsig.” Svo svitna menn töluvert — Einmitt það, já. En er billjard íþrótt aöþinumati? „Þetta er algjör íþrótt finnst mér. Billjardinn krefst mikils rölts í kring- um borðið, sem á stundum jaörar viö trimm. Svo svitna menn töluvert þegar mikið liggurvið.” — Þegar mikið liggur við, segirðu. Eru peningar með í spilinu? „Eg held ég svari þessari spumingu neitandi, stofunnar vegna. Það er enda bannaö með lögum. En það var mikið um það að menn legðu undir í hverju geimi (leik) á árum áöur. Þó má vel vera að einhverjir leggi ennþá undir þó ég viti ekki til þess að það sé gert... ” „.. .o,ætliþaöséuekkinokkrir ennþá sem spila upp á aurana,” skýtur Gunnar Hjartarson þá inn í samræður okkarFúsa ogbætirvið: „Þaðværinú heldur lítil spenna í þessu ef þaö væru ekki dágóðar upphæöir með í spilinu! ” Þrjátíukall lagður undir — Eg spyr Gunnar þá hversu mikið sé lagt undir við hvert geim. „Þaðernú venjan að leggja þrjátíu kall undir núna, en sú upphæð hækkar náttúrlega þegar stórkarlarnir em að spila... ” — Upp í hvað mikið? „Ætli við látum það ekki bara liggja milli hluta,” segir Gunni og snýr sér að sínunæsta stuði. Við Fúsi höldum spjalli okkar áfram. Hann er spurður hvort ungl- ingar sæki mikið inn á stofuna um helgar og á kvöldin. „Það erfrekar lítið um unglinga hér, og ástæðuna veit ég raunar ekki. Kannski þeim þyki þetta sport of dýrt. Aðgangur að billjardstofunum er líka bannaður unglingum innan sextán ára aldurs með lögum, þó við fylgjum þeirri reglu sjaldnast út í yztu æsar. En hvað sem því líður, get ég fullyrt, að það hafa aldrei orðið vandræði með unglinga á þessum stað.” Billjardinn Htinn hornauga — Hefur billjardinn ekki ávallt verið litinn hálfgerðu homauga af almenn- ingi, og þannig aldrei fengið viður- kenningu sem íþróttagrein? „Jú, það er víst ábyggilegt,” fullyrðir Sigfús. „Sumir hverjir líta á þetta sem ólöglega starfsemi, sakir þess að einn og einn spilar upp á pen- inga. En þeir hinir sömu ættu bara að athuga gang mála í öörum íþrótta- greinum. I nærri hverri grein ráða peningarnir framgangi mála, hvort heldur þar er um auglýsingar að ræða eða óbeinar greiðslur til leikmanna.” Og þar með kveðjum við Sigfús í sjoppunni og þann sérstæða íþrótta- anda sem ríkir á knattborðsstofunni á Klapparstíg. -SER. vtmn ég mér inn rúmnn fimniptiauntlkuII...” — spjallað vtð Bosja, margfaldon meistora ígreininni „Eg er búinn að stunda billjardinn í um þrjátíu ár, eða frá f jórtán ára aldri. Orðinn þreyttur á þessu? Nei, i.ég hef alltaf jafngaman af billjard- inum. Þetta er heillandi íþrótt.” — Það er Finnbogi Guðmarsson — nefndur Bojsi manna á meðal — sem segir þessi orð hér að afan. Hann varð á vegi okkar á billjardstofunni á Klapparstígnum á meðan á dvöl okkar þar stóð. Hann er þar á heima- velli. Hefur stundað stofuna um ára- tugaskeið og er margfaldur Islands- meistariígreininni. „Billjardinn hefur breyzt mikið, þaö máttu vita. Eg get sagt þér aö menn sem spila billjardinn núna eru ekki nándar nærri eins góðir og þeir sem stunduðu þetta hvað mest á árum áður. Og það er eðlileg ástæða fyrir þessu. Billjardinn er nefnUega öðruvísi stundaður núna. I fyrsta lagi er hann ekki stundaður eins mikið og áður, vegna þess að nú hafa menn í meira að sæk ja. Það var til aö mynda aöeins um þrjú fjögur bió að ræða fyrir þrjátíu árum þegar biUjardinn var að vakna til lífs hér á landi og framboð allt af annarri tómstundaiðju en bUljardinummiklu veigaminna en nú þekkist. I ööru lagi þótti þetta miklu meira spennandi héma áöur fyrr þvi þá lögðu menn einhverjar verulegar upphæðir undir. Það er annað en núna. Þetta er bara skítur á prUsi sem menn hafa upp úr hverju geimi nú á við það sem maður átti að venjast á stráklingsárum sínum. Þá voru þetta almennilegarupphæðir.” — Þú leggur væntanlega aUtaf undir sæmilega summu við hvert geim enn sem komið er? „Að sjálfsögðu, annars tæki ég ekki þátt í þessu. Og það leggja aUir einhverja peninga undir í hverju spiU þegar þeir á annað borð eru orðnirslarkfærir í greininni.” — Hvaö hefurðu mest unnið þér innáeinumdegi? „Ja, ætli það hafi ekki veriö núna i sumar. Þá vann ég mér inn fimm þúsund og sjö hundruð krónur á einum laugardagseftirmiðdegi. Ég var enda í góðu formi þennan dag og það gekk svo að segja aUt upp hjá mér. Jájá, þetta vardágóð upphæð.” — Er algengt að þetta háar upphæðir séu í gangi í hverju geimi? „Nei, biddu fyrir þér. Ekki nú orðið. Menn spila í svo stuttan tíma núna, þannig að það eru ekki nema afburðamennimir sem geta nælt sér í einhverjar þúsundir. En það telst líka til algjörra undantekninga að mörg þúsund vinnist inn á einum degi. Og þetta með fimm þúsund og sjö hundruð kalhnn hjá mér: Það kemur ekki fyrir mann nema einu sinniáævinni.” — Bojsi, nú ert þú einn af reynd- ustu biUjardspUurum landsins. Hvað þarf tU að verða góður knattborðs- leikari? „Ja, ég get sagt þér það vinur, að það er fyrst og fremst æfingin sem skapar meistarann í þessu eins og öllum öðrum góðum íþróttum. Ef menn ætla að verða góðir bUljard- spilarar þá verða þeir að halda sér stöðugt í góöri þjálfun og vera þannig stöðugt aðspila. Menn eru náttúrlega misjafnlega hæfileikamikUr eins og gengur og gerist og misjafnlega taugasterkir. Það þarf nefnUega steritar taugar til að spUa bUljard. Það eru oftast nákvæmnisatriðin sem ráöa því, hver hirðir púkkiö á endanum,” segir Bojsi, biUjardspUarinn þaul- reyndi.aðlokum. -SER. Bojsi: leiklnn með kjuöann að venjn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 188. tölublað Helgarblað II (21.08.1982)
https://timarit.is/issue/189034

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

188. tölublað Helgarblað II (21.08.1982)

Aðgerðir: