Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 21. AGUST1982. 7 Kristín Fagan, eiginkona Michaels, er 33 ára. Hún segir nú, að fjöl- skyldulifið hafi ekki verið eins og bezt varð á kosið. „Bn Michaei er enginn vitíeysingur, "segirhún. öryggisvörður. Hún gæti alltaf hrópað á hjálp. Hún vissi þó ekki að kvöldið áður hafði verið gleðskapur hjá öryggisvörðum hallarinnar og maður- inn sem standa skyldi vaktina þennan morgun hafði sofið yfir sig og svaf enn á sínu græna eyra heima hjá sér'. Klukkuna vantaði tíu mínútur í sjö. Drottningin settist upp í rúmi sinu og fór aö tala við Michael. , JHvað heitirðu? ” spurði hún. „MichaelFagan,” svaraði hann. ,,Ertu fjölskyldumaður?” hélt hún áfram. ,,Já, ég á konu og fjögur böm,” var svarið. „Þá er líkt á með okkur komið,” sagöi drottningin, ,,ég á líka fjögur börn. Hvað ei-tu gamall? ” „Þrjátíu og eins.” „Þá ertu jafnaldri hans Karls, sonar míns,’ ’ sagði drottningin... Og þau spjölluðu áfram. Hann sagði henni allt af létta um sína hagi og sagði svo: „Yðar hátign býr ekki svo vel að eiga eins og eina sígarettu? ” Þetta var einmitt tækifærið, sem drottningin haföi beðiö eftir. Klukkan var núna eina mínútu yfir sjö. Hún hringdi eftir stofustúlkunni. „Almáttugur minn, hvað er hann að gera hér?" Stofustúlkan, Elísabet Andrews, furðaði sig á því, að enginn skyldi standa vaktina við dyngju drottningar, þegar hún kom þangaö. Hún gekk því rakleittinn. „Hamingjan sanna! Yðar hátign, hvað er hann að gera hér?” sagði hún þegar hún sá Michael sitjandi á rúmstokknum. Svoþauthúnút. Michael Fagan er sagður náttúrudýrkandi mikill og dýravinur. Hir er hann á gangi með hundi sinum. Foreldrar Michaels. Móðir hans hefur þungar áhyggjur af synl slnum, en faðirinn hins vegar nokkuð ánmgður og hugsar sér gott tíl glóðarinnar meðþviað selja sögu sonarins hæstbjóðanda. Brixton-fangelsi i útjaðri Lundúna. Þar eru geymdir bak við lás og slá hættulegustu sakamenn Bretíands. I\lú situr Michael Fagan þar lika. Paul Whybrew, 22 ára gamall aöstoðarmaður viö hirðina, frekar flaug en hljóp upp i dyngju drottn- ingar, þegar hann heyrði sögu stofu- stúlkunnar. Hann réðist á Michael sem ekkert skildi í öllum þessum látum. Lögreglan hafði þegar verið kölluö til, en mínútur liðu þar til þeir komu á vettvang og handjámuðu Michael. Michael hins vegar fékk aldrei síga- rettuna! Nú situr hann í fangelsi... Nú situr Michael Fagan í fangelsi og furðar sig á því. Hvers vegna? Drottningin sem var svo vingjarnleg og honum hafði létt svo viö að trúa henni fyrir vandræðum sínum! En fyrir ut£ui fangelsismúrana er enn allt á öðmm endanum. Þetta morgunrabb Elísabetar og Michaels vakti slíkt hneyksli, sem enn er á forsíðum dag- blaða. . Hvemig gat þetta gerzt? Er þeim milljónum punda, sem varið er árlega til öryggisgæzlu í og við konungshöll- ina, varið til einskis? Menn standa ráðþrota. Einhvers staðar er pottur brotinn, en hvar? Eitt er víst, að fleiri en Michael verða að gjalda fyrir þessa morgunheimsókn. -KÞ sneri Stórir - litlir - breiðir - mjóir - kantaðix flatir - rúnnaðir. m ' i ■ - tcU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.