Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 21. AGUST1982. Kvikmyndir jKIciiix Kinshi — Þessi kynngimaffnaði leikari á tæpar tvö hundruð mgndir að baki en er samt sem áður lítt þekktur m « in æl Hór sést Kinski i hiutverki Nosferatu i samnefndri mynd Werner Herzog. Sl. vor leit dagsins ljós nýjasta mynd þýska leikstjórans Wemer Herzog. Var það Fitzcarraldo, ein- stæð mynd sem lýsti hvemig ævin- týramaðurinn og braskarinn Brian Sweeney Fitzgerald lét langþráöan draum sinn rætast um að setja upp óperuhús djúpt inn í regnskógum Amazon-fljótsins. Hefur þessi mynd Herzogs fengið mjög lofsamlega dóma, og þá ekki síst fyrir kynngi- magnaðan leik Klaus Kinski í hlut- verki Fitzgerald. Hefur Kinski ein- mitt til að bera þaö brjálæöislega yfirbragð sem þurfti tii aö túlka per- sónuleika Fitzgerald. Þótt Kinski sé frekar smávaxinn þá má lesa út úr andliti hans mikla Ufsreynslu sem vekur í senn ótta og viröingu. I augum hans brennur innri glóð og líkast er sem hann hafi þurft að horfa upp á allar þjáningar heimsins. Þaö var einmitt þetta stórbrotna andlit hans sem orsakaöi aö leiðir þeirra Herzog og Kinski lágu saman er sá fyrrnefndi valdi Kinski í aðal- hlutverkið í mynd súini Aguirre, Wrath of God, sem hann gerði 1973. Fjaliaði myndin um leiöangur spænskra landnema og ævintýra- manna upp Amazon-fljótið í leit að hinni sögufrægu E1 Dorado. Þessi mynd markaði tímamót hjá Herzog, enda var þetta fyrsta mynd hans sem sló í gegn og fékk almenna dreif- ingu í Evrópu. Gekk myndin meðal annars 18 mánuöi í París. Sérstætt samband Þótt samkomulagið hafi ekki alltaf verið upp á það besta milli þeirra Kinski og Herzog meðan á gerð myndarinnar stóð, þá bauð Herzog Kinski arrnað hlutverk 5 árum seinna eða þegar hann hóf vinnu við Nosferatu. Þetta hlutverk var alveg sniðið fyrir Kinski og þar naut hans stórbrotna og sérstæöa andlitsfall sin einstaklega vel. Nosferatu var byggð á sögu Bram Stokers um Dracula og endursköpun á samnefndri mynd F.W. Murnau sem gerð var 1922. Herzog blés nýjum og ferskum blæ í mynd sína og aftur var það Kinski sem átti stóran hlut í vinsældum myndarinnar. Þriðja mynd þeirra félaga var svo Woyzeck, sem byggð var á sam- nefndu leikriti Georg Biichner og fjallaði um ógæfusaman hermann sem vann dag og nótt til að brauð- fæða ástkonu sína og bam þeirra, að- eins til að komast að því að hún var honum ótrú. Með þessum fjórum myndum sem þeir Herzog og Kinski hafa unnið saman að, hafa þeir lært aö meta kosti og galla hvor annars. Gott samband og samstarf leikstjóra og leikara er ákaflega veigamikið atriði í gerð myndar og má líkja sambandi þeirra félaga viö samvinnu þeirra John Wayne og John Ford, Jean- Pierre Leaud og Francois Truffaut eða Marlene Dietrich og Joseph Sternberg. „Sem ein sál og einn líkami" 1 viötali 1979 við kvikmyndatíma- ritið Films and Filming útskýrði Kinski hvað þaö var sem gerði myndir Herzog svona sérstakar. „Honum tekst að höfða beint til áhorfenda með myndum sinum þeg- ar þær birtast á hvíta tjaldinu. Það er ekkert sem aðskilur leikarann á tjaldinu frá áhorfendum sem sitja úti í sal, ekkert sem aðskilur það sem ég sé og áhorfandinn, ekkert sem að- skilur mina sál og hans.” Síðar segir hann: „Leikstjórar gefa mér ekki oft tækif æri til að opna mig og láta kraft- inn flæða gegnum likama minn til áhorfenda. Werner Herzog er eina Leikstjórinn James Toback gefur Kinski góó ráð meðan á töku myndarinnar Love and Money stóð. Kvikmyndir Baldur Hjaltason Aguirre, Wrath of God var fyrsta myndin sem Herzog og Kinski unnu saman í. sanna undantekningin í lífi mínu. Við erum sem ein sál og einn líkami. Við þurfum ekki að ræða um hlutina. Við skynjum frá upphafi hlutina á sama máta. Viö döfnum og þroskumst saman. Þess vegna hefur okkur tek- ist að koma til skila tilfinningum okkartil áhorfenda.” En hver er þessi Klaus Kinski, þessi 56 ára gamli sérstæði leikari? Samkvæmt ævisögu hans, Créer Pour Vivre, sem kom út fyrir nokkr- um árum, þá fæddist hann í Póllandi og var skírður Nikolaus Nakaznski. Faðir hans var misheppnaður óperu- söngvari og í æsku bjó Kinski við svo mikla örbirgð að hann neyddist til að stela til að hafa í sig og á. Alger villingur Skólaárin voru erfiö og var Kinski talinn alger villingur af kennurum sínum. Sextán ára að aldri fór hann í herinn og varð um síðir stríösfangi Breta. Eftir að stríðinu lauk stóð svo Kinski uppi eins og miUjónir annarra manna, snauður og vhialaus. Með þessa Ufsreynslu að baki hóf hann störf við þýska leikhúsið. Honum vegnaði vel en þótti sem fyrr þrjósk- ur og vilja fara sínar eigin leiðir. Þannig gerði hann leikhússtjórum jafnt sem gagnrýnendum oft gramt í geði. Síðar fór Kinski að koma einn fram og las þá upp úr verkum ýmissa höfunda, og þá oft í viðurvist fjöl- mennis. Voru honum verk flækings- ins ViUon einstaklega hugleikin: > en þó gætti mikiUar fjölbreytni í upp- færslum hans og má þar nefna út- setningu hans á Nýja Testamentinu sem oUi ýmsum hugarangri. Margir þekktir leikstjórar þessa tíma eins og Jurgen Fehling, Helmit Kautner og Fritz Kortner sýndu Kinski mikinn áhuga en enginn þeirra réð við hann og því varð litiö úr sam- starfi. Alltfyrir peningana Litríkur ferUl Kinski á sviðinu or- sakaöi fljótlega að honum fóru að berast tUboö um að leika í k vikmynd- um. Ekki sakaöi það, að um þrítugt leit Kinski út eins og samanbland af dýrUngi og djöfli. I fyrstu gaf hann þessum kvikmyndatilboðum Utinn gaum en þegar upphæðirnar fóru að hækka stóðst hann ekki freistinguna enda var honum enn rík í minni eymdin og fátæktin sem hann varð aö gangtí gegnum í æsku. Síðan 1950 hefur Kinski gert hátt í tvöhundruð myndir og má segja að næstum aUar þessar myndir hafi verið annars flokks drasl. Þaö sem meira skipti máU fyrir hann var aö ÖU laun voru greidd fyrirfram. Virt- ist Kinski vera alveg sama í hvaða myndum hann lék svo framarlega sem hann fékk vel borgað fyrir. Flestar þessar myndir voru gerðar í Evrópu og því flakkaði Kinski miUi landa eins og Þýskalands, Frakk- lands, ItaUu, Spánar og Englands. Listræn hlið kvikmyndanna skipti Kinski engu og í þess stað naut hann lífsins, safnaöi Rolls Royce bílum, gisti á lúxus hótelum, fiktaði við eit- urlyf og átti í f jölmörgum ástarævin- týrum. Fræg dóttir Kinski leikur enn í lélegum kvik- myndum og er skemmst að minnast myndarinnar Skæramorðinginn sem nýlega var sýnd í Laugarásbíói. En eftir samstarf sitt við Herzog hef- ur hann orðið örUtið stUltari og er nú giftur ööru sinni. Er nýja eiginkonan frá Víetnam og eiga þau eitt barn saman. Kinski á dóttur úr fyrra hjónabandi sem heitir Nastassia Kinski og er hún ein skærasta kvik- myndastjama í Bandaríkjunum um þessar mundir. Var það leikstjórinn Polanski sem kom henni fyrst á framfæri í mynd sinni Tess. En aUar myndir Kinski voru nú ekki lélegar og má nefna nokkrar sem eru frambærilegar, þótt hlut- verkin væru nú ekki aUtaf stór. Eru það myndirnar A time to love and a time to die (1958) sem Douglas Sirk leikstýrði, Doctor Zivago sem David Lean gerði 1956 og svo Love and money sem James Toback gerði 1980. Þeir sem hafa gott minni muna kannski einnig eftir Kinski sem einum af þorpurijnum í myndinni For a few doUars more sem Clint Eastwood lék í. En flestar myndir Kinski báru af- káraleg heiti eins og Cold blooded beast, The bloody hands of law eða To kUl or die. OUklegt er aö vinsældir Fitzcarr- aldo breyti Klaus Kinski mikið. Hann er og mun aUtaf verða vUlingur í eðU sínu. Einnig er líklegt aö hann muni halda áfram aö velja hlutverkin eftir því hve mikið hann fær í sinn hlut í stað listræns mats. En Kinski hefur sýnt aö hann hefur sérstæða hæfUeika sem leikari sem því miöur aðeins örfáir leikstjórar hafa kunnaö að nýta sér tU fuUnustu. Baldur Hjaltason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.