Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST1982.
Er íslenzk riddara- 1
11 lei rnska enn vid lýð i?
.Maöur tekur þessa nú léttilega.” Eða er það? Eftir svipnum að dæma þykir honum taskan ekki fislétt að minnsta kosti.
Er islenzk riddramennska enn við
lýði? Eöa er það liðin tíð á þessum tím-
um kvennabaráttu og jafnréttis?
Við létum reyna á þetta einn
sólskinsdag fyrir skömmu. Hún
Sigríður okkar í myndasafninu klæddi
sig upp í sitt fínasta púss og fór með
ferðatöskuna sína niður í bæ.; Taskan
var býsna þung, enda úttroðin af dag-
blöðum. Sigríður loftaði henni varla.
Meiningin var að rogast með töskuna
um bæinn og komast að raun um, hvort
einhverjir, karlar eða konur, sæju
aumur á henni og byðu henni aöstoö
sína.
... og hann spratt upp...
Við byrjuöum feröalagiö á homi
Frakkastígs og Laugavegs. Ákveðið
var að taka strætisvagn niður í bæ.
Sigga rogaðist með töskuna að biðskýl-
inu. Þar stóðu nokkrir menn. Allir
fylgdust þeir með henni þegar hún
kom, en enginn rétti henni litlafingur.
Nú kom strætó. Sigga reyndi að ýta
töskunni í átt að vagninum. Henni
tókst að koma henni upp í fyrstu tröpp-
una, en þá stóð allt fast. Hún leit á
vagnstjórann og spurði: „Gætirðu
nokkuð hjálpað mér?” Það var eins og
við manninn mælt. Hann spratt á
fætur. Tók léttilega í töskuna og sveifl-
aði henni á þar til gerða farangurs-
grindí vagninum.
Og svo ókum við niður í bæ. Það var
stoppað í Lækjargötunni. Sigga
burðaðist með töskuna út úr vagn-
inum. Fleiri fóru þar út, en engum datt
í hug að aðstoða hana með töskuna.
„Hvað ertu eiginlega
með í töskunni?"
Þá vorum við komin í Lækjargötuna.
Og Sigríður rogaðist með töskuna.
Fljótlega snöruðu sér þrír strákar upp
að hliðinni á henni og spurðu:
,,Heyrðu, eigum við ekki að hjálpa
þér?”
„Jú.takk.”
Einn piltanna tók töskuna og þau
héldu af staö.
„Heyrðu, svakalega er hún þung.
Hvað ertu eiginlega með í henni? ”
„Það er bara það, sem ég þarf að
hafa meðmér,” sagði Sigríður.
„Hvert ertu að f ara? ”
,jSg er að fara hérna út á Hótel
Borg.” Og nú voru þau komin á torgið.
„Heyrðu,” sagði Sigga. „Þetta er fínt
hérna. Eg bjarga mér úr þessu. Þakka
þér kærlega fy rir. ”
Og Sigríður tók töskuna og hélt eftir
Austurstrætinu.
„Hvern dj......
ertu eiginlega með?"
Nú vorum við komin að Hressó, og
okkar maður enn með töskuna. Þá
komu tveir strákar. Annar sagði við
hinn? „Þú sérð um þetta.” Nei, góði,”
sagði hinn, „þú hjálpar henni.” Og sá
herti sig upp, vatt sér að Siggu og
sagði: „Eigum við ekki að hjálpa
þér? ”
„Jú, takk,” sagði hún.
Annar þeirra gerði sig nú líklegan til,
að leika „kavaier” og ætlaði aö sveifla
töskunni upp á öxl sér, en það tókst
ekki.
„Hvem dj.. .. ertu eiginlega með í
töskunni?”
„Þetta er bara farangurinn minn,”
var svarið , „ég er búin að vera
nokkrar vikur fyrir norðan! ”
Piltamir tóku töskuna og bám hana
á milli sín.
, Jieyrðu,” sagði annar allt í einu.
,,Sástu ljósmyndarann?”
Nú vorum við komin að Reykja-
víkurapóteki og Sigríður þakkaði
strákunum fyrir og sagöist nú geta
bjargað sér. Enn stóð hún með töskuna
sér við hlið og geröi sig líklega til aö
snúa við og ganga til baka. Þá kom
kona upp að hliðinni á henni og sagði
með undmn í röddinni: „Ertu að fara
langt með þetta?” „Já,” sagöi Sigga,
„ég þarf að skreppa uppá Laugaveg.”
„Nú,” sagði konan oghélt sína leið.
„Ja, ég er að f lýta mér,
ég er í mat"
Áfram hélt stúlkan. Hún var alveg
að sligast. Eldri maður gekk hjá.
„Afsakaðu,” sagði Sigga, „ekki
gætirðu borið töskuna fyrir mig smá-
spöl?”
„Ha,” maðurinn varð hálfundrandi.
„Jú, jú, en þaö má ekki vera langt, ég
er að flýta mér í mat.Þaö er beðið eftir
mér.”
„Nei, nei,” sagði Sigríður. „Bara út
áhorn.”
Og þau gengu af stað. „Ertu að fara
langt?” spurði maðurinn.
„Ég ætla að reyna að fá mér að
borða héma eínhvers staðar,” sagði
Sigga. Og nú voru þau komin út á horn.