Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST1982.
23
Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur
21.
Nú verður byrjað á vísum eftir Jón Rafnsson.
Jón orti „Jóhannesar rímu Kötluskálds og er
þetta mansöngurinn:
Fyrir mœta skjóðu skrafs,
skrúða nœtur vafinn.
Kjalars læt ég kylli trafs
kyssa dœtur sónarhafs.
Pó að kvika valdi vá,
veðrablika hœkki,
inun ég strikid stilla á,
stikluviki treysta má.
Fellur grímu grettið fés,
gellur sími óttu.
Gefst ei hím við hróðrarvés,
hefst nú ríma um Jóhannes.
Jón S. Bergmann kvaö:
Andann lœgt og manndóm myrt
mauranœgtir gela.
Alll er rœgt og einskis virt,
sem ekki er hœgt að éta.
Auður, dramb og falleg föt
fyrst af öllu þérist
og menn, sem hafa mör og kjöt
meira’ en almennt gerist.
Og enn kvað Jón, en í öðrum dúr:
Meðan hýsir göfgan gest
góðra dísa setur,
það, sem íslenzkt er og bezt,
aldreifrýs umvetur.
-0-
Nýlega fékk ég bréf frá ungri stúlku, er á-
varpar mig: „Halló Skúli frændi.” Hún skrifar
undir: Lára (dulnefni?. Eg er í öngum mínum
og aö drepast af forvitni, ég vil auðvitað vita,
hver þessi frænka mín er; hún er ágætis hag-
yrðingur. En ég segi nú bara við hanahiðsama
og Jón Hreggviðsson við frú Mettu í Eldi í
Kaupinhafn: „Þar geröuð þér mig langaskuðar-
mát, maddama góð.” En Lára, við skulum kalla
hana svo, botnar og yrkir:
Ekki’er allt gull, sem glóir.
Gættu’aðþví, vinurminn.
Og flagð undir fögru skinni
felastmunenn um sinn.
Járnfrú Breta ’ er fagurt fljóð,
frýr henni’enginn hugar.
En til bjargar þjáðri þjóð
þrjózkan varla dugar.
Járnfrúin er hörð í horn að taka.
Hvernig œtli’ hún reynist sínum maka ?
Allar nœtur yfir henni vaka
englar, þvi mun bóndann hvergi saka.
Áríðandi öllum stundum
eru konum frískir menn.
Getuleysi á gleðifundum
geðjast fáum stúlkum enn.
Og svo yrkir f rænkan:
Þarfanautin óþörf orðin
eru meðal Húnvetninga,
engin kýrþar sædd né sorðin,
sífelld aukning meyfæðinga.
Þessi frænka mín spyr: „Hvernig líkar þér
skriftin?” Þessu svara ég, ef hún gefur mér upp
sitt rétta nafn, annars ekki. Ef lesendur setja
það sem algert skilyrði, að ég birti ekki nöfn
þeirra, þá geri ég það en það er svo annað mál,
að ég þarf að vita hið rétta nafn bréfritara. Er
mál til komið, að ég hætti að birta nafnlaus bréf.
S.S. sendir mér bréf, og tel ég víst, að hann
vinni á Keflavíkurflugvelli. Hann þekkir til
Friðriks Sigfússonar og segir hann yfirmann á
fjölmennum vinnustað. S.S. yrkir þessa af-
hendingu:
Áríðandi öllum stundum eru konum
frískir menn og Sigfússonum.
Og hann gerir braghendu og notar enn
fyrripart Friðriks:
Áríðandi öllum stundum eru konum
frískir menn og fangið taka
frúrnar, gefa smátt til baka.
Og S.S. yrkir út af vísu Helga Hóseassonar:
Kirkjuvísa Helga Hós
hampar berum orðum,
engu lýsir undir rós
eins og Nerö forðum.
Og S.S. segir að þetta sé gömul vísa frá 78/80:
Kemst nú Vimmi í krappan dans
á Krata-limmi springur.
Styttist i rimmu ráðherrans,
á rönd er fimmeyringur.
Einar Sverrisson viöskiptafræðingur, frá
Hvammi í Noröurárdal, lét mér í té þessa vísu,
sem hann sagði vera eftir Odd A. Sigurjónsson
skólastjóra:
Raufarstein er rétt að fá
og rammlega hespu ’ úr stáli;
hengja þetta ’ um hálsinn á
Höltustaða-Páli.
Eitt sinn fyrir mörgum árum trúlofaðist
ótrúlega margt fólk í Fljótshlíðinni og nær-
sveitum. Þá kvað Jónatan Jakobsson, sem þá
var skólastjóri Fljótshlíðarskóla:
Tekið hefur Venus völd,
varir þyrstar mætast.
Bak við húmsins töfratjöld
tugir drauma rœtast.
Einhver, sumir segja sonur Einars frá Her-
mundarfelli, orti um kunnan útvarpsmann, sem
hafði keypt sér nýjan bíl:
Hann, sem ekki átti föt
eða fyrir kaffi,
er nú kominn út á göt-
u meö B M W-i.
Sigmundur Jónsson, Furugerði 1, sendir enn
botna:
Blóm í haga blú og rauð
berast mér að vitum.
Þau minn glæða yndisauð
með ilm’og fögrum litum.
Áriðandi öllum stundum
eru konum frískir menn.
Minningar frá mörgum fundum
munu geta hlýjað enn.
Nú skal yrkja eina stöku,
óður myrka lýsir nótt.
Gera virka gleði-vöku,
geðið styrkja vel og fljótt.
Og ég átti eftir að birta tvo botna eftir Guð-
mund Inga Kristjánsson skáld:
Járnfrúin er hörð í horn að taka.
Hvernig œtli ’ hún reynist sínum maka ?
Ef hann hlýðir, ekki mun hann saka,
annars fær hann hringinn sinn til baka.
Heldur veikan viljastyrk
virðist Reagan hafa,
hugsun reikar hálf og myrk,
hikar snieyk í vafa.
Af því Guðmundur Ingi var að setja út á fyrri-
parta mína, þá get ég ekki annað en sagt honum,
að mér finnist þessi síðari botn hans ekki sér-
staklega skáldlegur eða „fimlega” gerður.
Eg birti í siöasta þætti ekki nema hluta þeirra
vísna, sem Hannes Pétursson skáld sendi mér.
En Hannes heldur áfram:
Olafur Briem, timburmeistari á Grund í
Eyjafirði, langafi Davíðs frá Fagraskógi, kvað
einhverjusinni:
Prestar lifa ekki á
einu saman brauði,
landskuldir þeir llka fá:
leigusmjör og sauði.
Kveðið við lát Teits Björnssonar á Kringlu í
Ásum, og er vísan af sumum eignuð Þórarni
Jónssyni á Hjaltabakka, alþingismanni, en eng-
ar sögur veit ég af því:
Gröfin dáinn geymir Teit,
glöggt oss tjáir saga,
heimurinn máþvíhefja leit
hrygg sér fá að naga.
Sveinbjörn Beinteinsson sat aö sumbli um
nótt síðsumars með vini sínum. Þegar dagur
rann kvað Sveinbjörn.
Bjartur dagur hægt og hljótt
heim að dyrum gengur
Þó er eins og þessi nótt
þyrfti að endast lengur.
Séra Guðlaugur Guðmundsson á Stað í Stein-
grímsfirði var skáldmæltur vel. Hann dó í
Reykjavík 1931, og er sagt, að þetta sé síðasta
vísa hans:
Frjáls er andinn ferðbúinn.
Förina lítið heftir.
Bráðum sinar, bein og skinn
í bólinu skil ég eftir.
Magnúsi Gíslasyni á Vöglum í Blönduhlíð
varðeitt sinnaðorði:
Freisting bjóða brjóstin þín,
bros og rjóðar kinnar.
Þú ert, góða Gunna mín,
gimsteinn þjóðarinnar.
Síðustu þrjár vísurnar eru frá ýmsum tímum
og óvíst um höfundinn, segir Hannes:
Rauðsokka með rjóða kinn
rifst um kvennagengi;
við að barna bónda sinn
baukað hefur lengi.
Þessi er af Vestfjörðum:
Er ei von að gremjist geð,
grætur aldinn svanni;
hefur ekki sextug séð
sivalning á manni.
Fjörutíu fítonsandar komu,
ofan í Jón fóru ’ allir senn,
át hann þessa góðu menn.
Eg þakka Hannesi fyrir bréfið og vísurnar.
01. Run. (ætli hann heiti ekki fullu nafni
Olafur Runólfsson) skrifar og segir, aö ég hafi
sleppt vísu séra Jóns Guðnasonar, er ég greindi
frá viðskiptum þeirra góökunningjanna, séra
Jóns og Jóhannesar úr Kötlum. Eg kunni
auðvitað ekki vísu séra Jóns, annars hefði ég
birt hana. En þetta varð til þess, að 01. Run.
sendir mér vísu séra Jóns:
Ljóðdísarþú hrepptir hlut,
hlauzt’ hann þó í meinum.
Leir í stafni, leir í skut,
lengi’er von á einum.
En Jóhannes svaraöi:
Þú hefur lengi lífs á dröfn
Ijóðdís hafl að frillu.
Loksins henni leystist höfn, —
lengi er von á illu.
01. Run. segir: Svo koma hér tvær heima-
bakaöar, sú fyrri nefnist Jafnvægi í heims-
málunum en hin síöari Ástleitni við drottningu:
Mœðast Bretar mörgu í,
Magga Thatcher ósanngjörn.
Kœtast Bretar, konan ,,Dí”
karli síninn elur börn.
Sagl er, að Bretinn sofi á verði,
svikinn erþjóðarhöfðinginn.
Aðkomumaður ekkert gerði,
óséður komsl á rúmstókkinn.
Gunnþór Guðmundsson, Dæli í Víðidal, V-
Hún.,botnar:
Ekki’er alll gull, sem glóir.
Gœttu’aðþví, vinurminn.
Fyrr en af barmi flóir,
fölnarhin rjóða kinn.
Járnfrúin er hörð i horn að taka.
Hvernig œtli’hún reynist sínum maka?
Mild hún kynni mjög á klónni ’ að slaka,
móðurlega ’ að börnum sínum kvaka.
Hér koma vísur, sem Sigríður Þórarinsdóttir
á Húsavík sendir, og eru þær eftir afa hennar
Þórarin í Kílakoti, Kelduhverfi:
Hefur sjónlaust hugarfar,
helgar krónum stritið.
Klakahrjónur heimskunnar
liafa skónum slitið.
Örðugan ég áttigang
yfir hraun og klungur;
einatt lá mér fjall ífang,
frá því ég var ungur.
Minningar um æskuást
ævi langa geymast,
einkanlega efhún brást, —
en œskubrekin gleymast.
Sigríöur segir: Afa þótti sopinn góður, hann
kvað:
Hornasjórinn hressir geð,
hylli sór ég veigum.
Dýran bjórinn drósum með
drekk ég stórum teygum.
Bréfritari nokkur vill nota dulnefnið Skuggi,
en gefur mér upp nafn og heimilisfang. Hann
botnar:
Blóm í haga blá og rauð
berast mér að viturn.
Móðurjörðin angan, auð
á í mörgutn litum.
Þarfanautin þóttu góð
þar til seinni árin.
Ungmeyjar á ísaslóð
óspart fella tárin.
Og Skuggi sendir vísu um Blöndu:
Blanda þykir blendin, grá,
blöskrar Norðlendingum.
Hún er bara svo að sjá
sem inn-rætið kringum.
Gunnar Gunnarsson, Aratúni 32, Garðabæ,
sendir botn við fyrriparti Sigurgeirs Þorvalds-
sonar og gefur þessa skýringu: I þeim bæ, sem
Reynir og Grímsa búa, er Heinrich Helmut
Schötz (frb. Sjöts), velþekktur kjötkaupmaður:
Þetta eina kíló kjöts
kann að leyna ýmsu,
keypt hjá Heinrich Helmut Schötz
handa Reyni og Grímsu.
Helga. Kristjánsdóttir, Kópavogsbr. 64,
botnar:
Gleði nýt ég, sorg og sút
sinnið læt ei hrella;
langartil að lifa út,
lífi týna ella.
Varir eitt í minni mér,
ineðan œvin treinist,
að trúa á menn íheiini liér
lialdlítið mér reynist.
Margrét Olafsdóttir skrifar eftir nokkurt hlé,
segir að fjallaferðir hafi aftraö sér frá
yrkingum. Og hún kveður í tilefni þess, að ég hef
gert smávegis athugasemd viö einhvern
vísuparthennar:
Mig þólt Itafir margoft liýtt,
mel ég gerðirþínar
og reyni að yrkja upp á nýtt
ambögurnar mínar.
Henni finnst ég fara illa með gott efni í einum
fyrriparti mínum aö hafa hann ekki dýrar
kveðinn. Og hún notar að nokkru inntak þessa
fyrirparts og gerir úr oddhendu:
Innar skel er ylheilt þel
oft þóll vel sé dulið,
líkl og felur fríðan mel
fyrsta hélukulið.
Eg get ekki annað en hrósað Margréti sér-
staklega fyrir þessa vísu. Ég hélt, að nógu erfitt
væri að botna fyrrir~rta mina, þótt ekki væri
meira um rím í þeim.
Margrét yrkir i tiiefni af fyrripörtum og
botnar um Júöa, járnfrúna og Reagan, en hún
segist vera hrifin af stjórnmálaspekúlöntum:
Að mérsetja hrollinn liels,
huga letja veikan
Júðatelur ísraels,
enska Gréta og Reikan.
Og Margrét botnar:
Þarfanautin þóttu góð
þar til seinni árin,
að á kýrnar hrygg og hljóð
horfa gegnum tárin.
Verða þeir sveinar um sólarupprás
er sænga hjá stelpum um nætur
og dýrka þá upp þennan lokaða lás,
sem léttúðug ungmeyjan grœtur?
Mér barst bréf Magnúsar nokkuö seint í
hendur og get ekki birt allt úr því að sinni.
Einar, vinurminn, Pétursson, botnar:
Járnfrú Breta’er fagurt fljóð,
frýr ’henni’enginn hugar.
En undir niðri’er eldheit glóð,
sem eiginmanni dugar.
Og Einar yrkir:
Lífið liart mig leikur nú,
en Ijúft er að sitja ’ í náðum.
Enn ég hef samt á þvl trú,
aðþar lélti bráðum.
Eg verö að taka eina vísu, sem B.B. sendir:
Að viðbrögð skálda voru dræm
vera kann af ýmsu;
en hjálpin kom, er Helgi Sœm
hafði notað Grímsu.
Siguröur Brynjólfsson í Keflavík var ekki
lengi að botna fyrripartana í 19. Helgar-
vísunum:
Gleði nýt ég, sorg og sút
sinnið lœl ei hrella.
Varirnar að vænum stút
vildi ’ ég gjarnan fella.
Varireitt íminni mér,
meðan œvin treinisi.
Ekki mun það œtlað þér,
er í hug mér leynist.
Þetta verður að nægja frá Sigurði að sinni. Að
’síðustu einn nýr fyrripartur:
\Nú er ágústnóttin hljóð,
næði, kyrrð og friður.
13. ágúst.
Skúli Ben.
Helgarvísur
pósthólf 37
230 Keflavík.