Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 2
2
DV. LAUG ARDAGUR 21. ÁGUST1982.
f
Eftir aö sjálfstæðismenn náöu aö nýju meiri-
hluta í borgarstjórn við síöustu kosningar, var
það eitt af fyrstu verkefnum þeirra aö hverfa frá
byggð viö Rauðavatn. Þessi ákvörðun kom
raunar fáum á óvart, svo hatrammlega höfðu
sjálfstæðismenn deilt á þá áætlun vinstri meiri-
hlutans aö næsta byggingarsvæði Reykvíkinga
yrðistaðsett við vatniðrauða.
Nú, þegar sjálfstæðismenn hafa tekið völdin,
skal byggt í Grafarvoginum og meðfram
ströndinni. Hefur nýr meirihluti undir stjórn
Davíðs Oddssonar borgarstjóra, þegar hafiö
skipulagsvinnu að þessum svæðum. Samkvæmt
stefnu sjálfstæðismanna verða þar boðnar út sex
til sjö hundruð lóðir á ári, sem að þeirra mati á
að fullnægja þeirri eftirspurn sem er eftir nýjum
íbúðum í Reykjavík.
Eitt þeirra svæða sem nýi meirihlutinn
hyggst byggja á er Keldnalandið. Til þess að svo
megi verða, verður borgin þó fyrst að semja um
kaup á þessu landi, en það er í eigu ríkisins.
Samningar við menntamálaráðuneytið í þessa
átt standa nú yfir. Og fyrsta spurningin sem lögð
er fyrir Davíð Oddsson í viðtali um framtíð
skipulagsmála í Reykjavík er hvernig þeim
viðræðum miði.
„Miðbærinn í Reykjavík hefur lengi verið til skammar.”
• Eftir fimmtíu tii
hundrað ár verð-
um við kannski
neydd til að
byggja við Rauða-
vatnl
„Ég á von á því að þær skili fljótt
árangri. Þaö er öllum ljóst að við vilj-
um gera vel við Keldur sem sést bezt á
því að við gerum ráð fyrir að þeir fái
áfram aðgang að mjög stóru svæði
sem er jafnstórt og svæöið sem af-
markast af Hafnarstrætinu, Bræðra-
borgarstígnum, Túngötunni og
Lækjargötunni. Og þetta ætti að vera
yfrið nóg svæði undir þá starfsemi sem
nú er innt af hendi á Keldum.”
— Hvenær verður þá hægt að hefja
framkvæmdir á Keldnalandinu?
„Viö vonumst til að byrjað verði að
úthluta þar lóöum þegar á næsta vori. ”
— Er það raunhæft miöað viö gang
samninga viðræðna við ráöuneytið?
„Já, égtelaðsvosé.”
— Ef þið ætlið aö fylgja þeirri stefnu
að byggja meöfram strandlengjunni,
teygir þá byggðin sig alveg framundir
Korpúlfsstaöi og enn lengra ?
„Jú, það mun hún gera í náinni
framtíð, ef viö fáum að ráða. Það
verður byggt vestan Vesturlandsveg-
ar, allt fram undir landamerki Mos-
fellssveitar.”
— Er ekki miklu hagkvæmara að
byggja til dæmis í landi Fífuhvamms,
ef litiö er til þess orkusparnaðar sem
af því hlýzt að land liggur miösvæðis
á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hitt, að
þar nýtist sú þjónusta sem er þegar til
staðar í grenndinni.
Ekki byggt í landi
Rfuhvamms á næstunni
„Það eru vissulega sumar röksemd-
ir sem mæla með því að byggja í suður.
Og auðvitað væri mikill kostur ef
sveitafélögin gætu sameinazt um nýt-
ingu þessa landsvæðis, sem þú nefn-
ir. En þetta landsvæði er ekki innan
landamerk ja Reykjavíkur, og við þurf-
um að sjá okkar íbúum fyrir lóðum.
Viö getum ekki beint öllum þeim er
byggja vilja suður í Kópavog. Okkur er
ekkistættáþví.”
— En er ekki til Samvinnunefnd um
skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu?
„Jú, vissulega er hún til, en hefur
aldrei verið mjög virk, þannig að ég
held að hún geti ekki miklu komið til
leiðar um sameiginlega nýtingu á
þessusvæði.”
— Finnst þér s jálfum ekki hagkvæm-
ari lausn á húsnæðisvandanum aö
byggja í Fífuhvammslandinu í stað
strandlengjunnar?
„Eg er ekkert frá því að það sé
heppilegra upp á alla þjónustu og um-
ferð. En engu að síður sé ég fram á það
að við þurfum að verða Reykvíkingum
úti um byggingasvæði eins fljótt og
unnt er. Viðræður milli sveitarfélag-
anna tækju langan tíma og ekki víst aö
fengist nein viöunandi lausn um sam-
vinnu í þeim efnum.”
— Verður ekki fyrr eöa síðar byggt á
þessum stað?
„Það verður gert en það mun senni-
lega ganga hægar fyrir sig að byggja
þar upp en meðfram strandlengjunni. ”
— Verður byggt á Reykjavíkurflug-
velli?
,,Ekki í bráð. Menn tala oft um
Reykjavíkurflugvöll og segja að hann
sé einskonar æxli í miðri borginni. Og
það er vissulega mikiö til í því að
farsælt væri aö byggja á þessu svæði.
En þaö hefur jafnframt sina kosti að
hafa flugvöll í miðri borginni. ”
— Hverfa þeir ekki ef litið er á slysa-
hættuna sem stafar af flugumferð yfir
borginni?
Hugmyndir um að
byggja á Reykjavíkur-
flugvelli óraunhæfar
„Það má kannski segja þaö. En þá
• Byrjað verður að
úthluta íbúðalóð-
um meðfram
strandlengjunni á
næsta vori!
verður aö líta til þess að ef Reykja-
víkurflugvöllur yrði lagður af, þá
þyrfti að byggja nýjan flugvöll í
grennd við höfuðborgarsvæðið. Flestir
eru sammála því að Keflavíkurflug-
völlur geti ekki þjónaö þeim markmið-
um sem flugvöllurinn hér hefur gert til
þessa sem innanlandsflugvöllur. Og
það gera sér allir jafnframt grein fyrir
því að eins og ástandið er í flugvallar-
málum í dag og eins og alþingi er
samansett í landinu, þá er vonlaust aö
fjármagn fáist til þess að byggja upp
nýjan Reykjavíkurflugvöll. Þannig er
hugmyndin um það að taka flugvallar-
svæðið undir húsbyggingar með öllu
óraunhæf.”
— Nýi miðbærinn svonefndi. Má
vænta íbúðarhúsahverfa þar?
„Það er nýbúið að taka skipulag þess
svæðis upp að nýju, sakir þess að menn
veigruðu sér við að byggja þar. Það er
nú verið að huga að nýju skipulagi
þessa svæðis og eru hugmyndir uppi
um að byggja þetta svæöi upp. Þetta
eru hugmyndir sem ég vil ekki nefna,
enn semkomið er, í fjölmiðlum.”
— Það verður reist íbúðarhúsnæði á
þessumstað?
„Það verður bæöi íbúðarhúsnæði og
ýmis smærri iðn- og þjónustustarf-
semi.”
— Til að fullnægja lóöaeftirspurn til
langs tíma, verður þá ekki smám sam-
an gengið á opnu svæðin?
„1 raun eru ákaflega fá svæði hér í
borg sem hægt er aö ganga á. Þannig á
ég ekki von á því að einhver sérstök op-
in svæði verði lögð undir byggö.
Auðvitað veröur byggðin þétt að ein-
hverju leyti, og þaö á ekki að þurfa að
koma opnu svæðunum að sök.”
— Hvernig á að fjármagna íbúðar-
byggingar almennings?
„Eg tel nauösynlegt að sem flestu
fólki í landinu sé kleift að eiga sínar
eigin íbúðir. Lánakerfiö á að miðast
við þetta og þá er ég aö tala um lán til
langs tíma þessu fóiki til handa.
Ef menn eru á því, að það sé hægt að
koma því þannig fyrir, að hægt sé aö
lána allt að áttatíu til níutíu prósent til
svokallaðra verkamannabústaða þá á
að vera hægt að lána sambærilega upp-
hæð til eignaríbúöa. ’ ’
Fjörutíu og fjórar
leiguíbúðir byggðar
ánæstunni
— Hver verður stefnan hvað leigu-
húsnæði snertir?
„Það er enginn vafi á því að það þarf
að vera, í jafnstórri borg og Reykja-
vík, töluvert magn af leiguhúsnæöi til
staðar. En það er ekki þar meö sagt að
borgin sjálf þurfi að eiga allt það hús-
næði.”
— En er áætlaö að byggja einhver
hús til leigu á næstunni?
„Borgin á um þessar mundir um
átta hundruð leiguíbúðir. A þessu kjör-
tímabili áætlum við svo að byggja
f jörutíu og f jórar leiguíbúðir.”
— En er vitað hver hin raunverulega
eftirspum er eftir leiguhúsnæði?
„Það er náttúrlega umdeilanlegt. Ef
það væri ekki eins mikill afturkippur í
húsnæðismálum og verið hefur og ef
fólk fengi lán við hæfi og gæti byggt sér
sitt eigið húsnæði þá er augljóst að
þörfin fyrir leiguhúsnæði færi minnk-
andi. Og þó að fólk sæki núna mjög
mikiö í leiguhúsnæði vegna þess að það
er svo erfitt að bygg ja þá þarf það ekki
að segja manni aö mikill hluti íbúa vilji
búa í leiguhúsnæði. Það er ekki tilfell-
ið.”
Eru einhverjar leiðir í sjónmáli fyrir
eldra fólk sem vill flytja í minna hús-
næöi?