Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. Spurningin Leiðist þór að fara til tann- iœknis? Þóra Þórsdóttir, nemi: Nei, ekkert frekar, enda fer ég ekki svo mjög oft. Læt líka deyfa mig. Hrædd viö borinn? Nei, alveg sama þótt ég sjái hann. Einar Sveinbjarnarson, bóndi: Nei, ekkert sérstaÚega, enda fer ég ákaf- lega sjaldan til tannlæknis. En þeir eru dýrustu menn sem ég veit um. Helga Guðmundsdóttir, nemi: Nei, þaö leiöist mér ekki. Fer heldur ekki oft, svona einu sinni á ári, og læt alltaf deyfa mig. Guðfinna Gisladóttir, nemi: Jú, það finnst mér nú svona frekar. Hrædd? Nei, engin ástæöa til því ég læt alltaf deyfa mig. Og þá er engin ástæða til aö óttast borinn. Jóhanna Gunnarsdóttir, matvælafræö- ingur: Nei, það get ég ekki sagt. Er líka svo heppin au oftast þarf mjög lítið aö gera viö. Dýrir? Veit það ekki, sé aUavega ekki eftir peningunum í þá. Hjörtur Jónsson, sjómaður: Nei, nei. Reyni að fara svona einu sinni á ári og læt alltaf deyfa mig. Hræddur við bor- inn? Nei, enginn ástæða til. Lesendur Lesendur Lesendur Þessir hollensku lírukassaspilarar voru meðal þeirra erlendu listamanna, sem skemmtu á Heimillssýningunnl. Ótrúlegt ensatt!: 75 þúsund íslendingar borguðu sig inn á auglýsingasýningu Guðfinna hringdi: Einkennilegur þykir mér í meira lagi sá hálfvitaháttur sjötíu og fimm þús- unda Islendinga að láta ósvífna kaupa- héöna gabba sig til að borga sig inn á auglýsingasýningu sem þeir standa fyrir. Hér er um aö ræða Heimiliö og fjölskylduna. Hvergi í hinum sið- menntaða heimi eru menn svo smekk- lausir að fara á auglýsingasýningu hvað þá borga stórfé fyrir. Til að bæta gráu ofan á svart þykjast þessir menn ekki vera aö þessu til aö græða, heldur til að veita almenningi „þjónustu”. Ofan á allt saman eyða þeir gjaldeyri til að flytja inn tívolitcdá Ég fór með bamaböm mín á sýning- una. Og viti menn, bömunum þótti þetta alit hið skemmtilegasta. Er ég kom úr þessu tívolíi voru matarpening- amir búnir og botn buddunnar svört auðn. Engin leið var að halda aftur af börnunum. Eins svívirðileg verðlagn- ing þekkist vart hér á landi og köllum við Islendingar ekki allt ömmu okkur í þessum efnum. Nakinn öfuguggi gengur Ijósum logum í Breiðholti Húsmóðir í Breiðholti, skrifar: Hver er vöm einstaklingsins gegn saurlifisseggjum og sjálfssýningum slikramanna? Ástæða þess að ég hringi er sú að þar sem ég bý í Breiðholtinu er ákaflega rólegt og gott hverfi. En æ ofan í æ höf- um viö íbúamir orðið fyrir ýmiss kon- ar áreitni öfugugga. Um nokkurt skeið máttum við hjónin vart leggjast í rekkju án þess aö þrusk heyröist fyrir utan. Greinilegt var að einhver öfug- uggi njósnaði um bóifarir okkar hjóna. Við losnuðum við þetta í eitt skipti fyr- ir öll með því að maðurinn minn hljóp á eftir öfugugganum og lumbraði á hon- um. En við höfðum ekki fyrr losnað við þessa óáran en annað álíka tók við. Við hjónin sátum úti á svölum kvöld eitt og drukkum írskt kaffi eftir vel- heppnaöa máltíö. Það hefur lengi farið í taugarnar á okkur að gluggatjöld voru engin í íbúð í blokkinni á móti. Sem við sitjum þama, sjáum við hvar leöurjakkaklæddur náungi kemur inn í íbúðina á móti. Allt í lagi. En við kom- umst ekki hjá því að sjá að hann tók aö afklæðast leðurfötum sínum. Sprang- aði hann síöan um íbúðina nakinn. Eg greip kíkinn og rannsakaði manninn frá hvirfli til ilja og gaf manninum mínum greinargóða lýs- ingu á útliti hans. Hann ætlaði að síma lýsinguna samstundis til lögreglunnar. En hugsið ykkur! Okkur var sagt aö lögreglan gæti ekkert gert gegn slíkum sjálfssýningum nakinna manna. Ekki mætti trufla friðhelgi einkalifs þeirra. Maðurinn færðist allur í aukana, fór út á svalir með söngbók í hönd og kyrjaði hástöfum þjóöleg lög ljótri röddu. Þótti okkur það verst við allt saman aö heyra nakinn mann syngja þjóðlög fullum hálsi. Þvílík vanvirðing! Frásögn DV af leik Fram og ÍBÍ: „Var aðalfréttin að Fram væri of gott lið til að falla?” spyr Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson (8364-6810) hringdi: Ég get ekki orða bundist eftir að hafa séð hvemig Dagblaðiö og Vísir setur upp umsögn Kjartans L. Páls- sonar af leik Fram og Isfiröinga, sem háður var á Laugardalsvelli síö- astliöinn laugardag. Að mínu mati var aðalfréttin af leiknum sú, að Isfirðingar gjörsigr- uöu Framarana. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra nema þeirra, sem ekkert fréttanef hafa, það er þeirra, sem ekki geta orða bundist yfir sár- indum með tap Fram, heldur setja fyrirsögn á frétt um leikinn: „Fram allt of gott lið til að falla í aðra deild”. Er það virkilega aöal-fréttin í sambandi við leikinn? Nei. Þama kemur í ljós sú árátta að draga taum sunnanliðanna og sumir íþrótta- fréttamenn virðast hreinlega það lé-. legir að þeir geta ekki þolað að þeirra lið tapi fyrir einhverju lands- byggðarliði. Klp. svarar: Það er erfitt að gera öllum til hæfis í skrifum af íþróttaviöburðum. Stefán „útvarpsmaöur” virðist vera einn þeirra, sem heldur að alltaf sé verið að ráðast á sig og sína ef lof- söngurinn er ekki nógu mikill. I umræddri grein er hvergi sagt að Isafjarðarliðið hafi ekki átt sigurinn skilið. Þar má finna setningar eins og „tekið Framara í kennslustund á Laugardalsvellinum á laugardag- inn” og „fátt markvert skeði síðan í fyrri hálfleik en í þeim síöari fór ísa- fjarðarliðið heldur betur í gang og áttu Framarar ekkert svar við stór- leik þess og baráttu”. Síðan er sagt frá öllum fjómm mörkum IBI-Iiðsins, en greinin er einnig viðtöl við þjálfara beggja liða og segja þeir þar sitt álit. Að sjálfsögðu má deila um hvort fýrirsögnin „Fram allt of gott lið til að falla i 2. deild” — og þar vitnað í hluta af viðtalinu við þjálfara Fram — hafi átt rétt á sér þama. Sjálfságt hefði Stefán „útvarpsmaður” verið ánægðastur með fyrirsögn eins og „Isfirðingar tóku Framara í gegn”. En áþekk fyrirsögn er á sömu siðu og því ekki gott að nota hana. I blaðamennsku er fyrirsögnin mikilvægt atriöi til að fá fólk til að lesa viðkomandi grein — en fastlega býst ég við að Stefán og aðrir sem áhuga höfðu, heföu lesið frásögnina um leikinn í þetta sinn hvemig svo sem fyrirsögnin var orðuð. Niðurlag bréfs Stefáns er varla svaravert — persónulega á ég ekkert uppáhaldslið á Suðurlandi. Það er at- vinna mín að skrifa um íþróttir en ekki að skrif a með eöa móti íþróttum eða félögum. Ef ég ætti aö halda með einhverju liði i 1. deildinni gæti það eins verið Isafjarðarliðiö eins og hvert annað því sjálfur lék ég tvö sumur sem unglingur knattspymu með Herði á Isafirði. Með kveðju til Stefáns og allra annarra aðdáenda Isaf jarðarliðsins. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.