Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljóssð Sviðsljósið <C Christine Onassis með tilvonandí kjördóttur sina. Bo Derek: Hefur ekki tima tíiað stanria i barneignum. HROSS í STAÐ BARNA Bo Derek hefur fengiö feikna áhuga á hestamennsku. Hún fékk nýlega sjötta hestinn sinn aö gjöf frá eiginmanni sínum, John Derek. Því fylgir sögunni að hrossin séu Bo uppbót á bamleysi þeirra hjóna, en þau segjast hafa alltof mikiö aö gera tilaðstandaí bameignum. ósvoyg' \OAVA>s Áœtlanir um gerð kvikmyndar, sem byggist á hinum vinsœlu Dallas-þáttum sjónvarpsins hafa ekki gengið svo greiðlega. Að vísu hafa allir helstu leikararnir úr þáttunum samþykkt að halda hlutverkum sínum í myndinni. En Viktoria Principal, sú hin frœga er leikur Pamelu Barnes Ewing, hefur þverneitað að sýna á sér brjóstin. Hún var svo ákveðin íþeirri neitun sinni að hún sagði framleiðendunum að leita sér að annarri leikkonu i hlutverkið ef óskir hennar í þessum efnum yrðu ekki virtar. Og auðvitað fannst framleiðendum það skárri kosturinn að láta undan leikkon- unni og þvinga hana ekki til ósiðlegrar sýningar á brjóstum sínum. Datíns' Prfnclpal Victoria Prii Neitar að blússunni, '' iíií__ liifet—m u, -i'TWfc.J Richard Burton: Brúðkaupsnótt in brúðar i Feneyjum. Ef líf er eftír dauðann getur Glenn Miiier nú giatt sig við þau tiðindi að börn : hans tvö hafa unnið málaferii varðandi höfundarrótt á hinum frægu lögum hans, In the Mood og Mooniight Serenade. Áður var það fyrrver- andi lögfræðingur hans og fjarhagsiegur ráðgjafi, sem stakk öllum höfundartekjunum afþessum sígiidu lögum í eigin vasa. CHRISTINE Christine Onassis skortir hvorki peninga né önnur lífs- ins gæöi er fyrir þá fást. Sjálf segist hún þó aldrei hafa fengið æöstu ósk sína uppfyllta en hún er sú aö eignast barn. Hún lenti nýlega á flugvellinum í Aþenu á leið sinni til eyjarinnar Skorpio og hélt þá á fjögurra ára telpu í fanginu. Vinir hennar segja aö telpan heiti Dotero Carmen og hyggist Christine fá hana sem kjördóttur. Glenn Miiier og hljómsveit: Upp á sittbesta á fjórða og fimmta áratugnum, en iögin hans eru enn sígild. Barist um höf undarrétt Richard rif jar upp liðna tíð Richard Burton geröi heilmikið uppi- stand, þegar honum var neitaö um hótelherbergi þaö í Feneyjum, sem þau Liz eyddu hveitibrauðsdögum sínum í. Það skal tekiö fram að herbergiö er ekki af lakara taginu og kostar ein næturgisting í því um 6000 krónur. Aö lokum fékkst gesturinn, sem fyrir var, til aö yfirgefa herbergið og segir Richard sjálfur aö hann hafi gert það af fúsum vilja. Aðrir segja aö hann hafi ekki nennt aö hlusta á lætin í Bifurinn skelfilegi — Stendur sig vel í baráttunni gegn vasaþjófum á Skansinum Richard og fremur kosiö aö skipta um herbergi til aö bjarga nætursvefni sínum. Mohammed Ali: Þarf ekkiað óttast spurningarnar. Spyrillinn Ali Mohammed Ali hefur ekki gengiö jafn vel á kvikmyndabrautinni og hann sjálfur ætlaði í fyrstu. En nú hefur hann fengiö nýtt tækifæri í sjónvarpi. Hér er um spurningaþátt að ræöa. Ali verður spyrjandinn og þarf þar af leiðandi ekki að óttast spurningarnar. Nú mega vasaþjófar í Stokk- hólmi svo sannarlega vara sig, því að sá, sem þeir óttast mest, bifurinn Húgó er búinn aö eignast son og hjálparhellu. Staöurinn sem Húgó ver svo vasklega fyrir vasaþjófum er Tunglskinssalurinn á Skansinum, tívolí þeirra Stokkhólmsbúa. Þar býr Húgó ásamt fjölskyldu sinni. Hann er tveggja ára og ákaflega fjandsamlegur mönnum. Kona hans, Rut.er þriggja ára og mun vingjarnlegri. Og nýlega eignuðust þau hjónin afkvæmin Litla-Húgó og Nínu. Ekki er þó taliö aö Húgó eldri fái mikla hjálp frá Nínu í sambandi viö vasaþjófana því að kvenkyniö er alls ekki jafti grimmt í þessari fjölskyldu. I fyrrasumar var Tunglskinssal- urinn algjört himnaríki fyrir vasa- þjófa. Salurinn dregur nafn sitt af því að þar hefur sólarhringnum verið snúiö viö og nótt gerð aö degi. Hér eru dýr sem vilja allra helst vera á ferli á nóttunni og þess vegna ríkir á daginn rökkur í Tunglskinssalnum. Og þaö var rökkriö, sem laöaði að sér vasa- þjófana. Kærumar streymdu inn. Þarna var öllum farareyrinum jafnvel stolið af ferðamönnum og góðráð voruþví dýr. Lögreglumaöur var settur á vakt í Tunglskinssalnum en lögreglu- maður sér því miður ekkert betur í myrkri enn aörir menn. Þá fékk einhver þá frábæru hugmynd að nota Húgó. Húgó, sem er uppruna- lega frá Ástralíu, bjó áður í dýra- garöi í Frankfurt og kom þaöan til Svíþjóöar. Hann var ótrúlega geöillur viö komu sína því aö kona hans haföi tekið síðustu andvörpin á leiðinni. Stúlka nokkur setti Húgó niður í hliöartöskuna sína og gekk svo um á meðal annarra gesta í Tungl- skinssalnum. Skyndilega heyrðist hræöilegt öskur. Húgó hafði læst sterklegum bifurtönnum sínum um hönd eins vasaþjófsins. ::: ::::::::.v.\^MM\vJð8BHHSeðCOc8NH88soMööMWBC?í8SN^^^Bra^^ _ Húgó yngri, tveggja vikna gamall: þykir ákaflega likur föður sínum. Þegar ljósi var hleypt inn sáu gestimir hvar maöur stóð bölvandi og ragnandi meö Húgó fastan viö hönd sér. Á einhvem undraveröan hátt tókst honum þó aö losa sig viö hann og hverfa á braut. Hann komst aldrei undir mannahendur en þetta varö til þess að vasaþjófar hafa ekki látið sjá sig síðan i Tungl- skinshöllinni. Og ekki þykir þaö síður tryggja öryggiö aö Húgó hefur nú fæöst sonur, sem þykir afar líkur fööur sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.