Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 40
NÝJA ÍULEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMA SEM FÆSTALLS STAÐAR 86611 AUGLÝSINGAR SÍOUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA ÞVERHOLTI 11 Frá árekstrarstað í morgun. Lögreglu- billinn var á leið upp á Bíldshöfða en þar hafði orðið harður árekstur. Bsði lögreglubíllinn og Mazdan eru mikið skemmdir. Kona í Mazdabílnum var flutt á slysadeild en ekki er vitað hve alvarlega slösuð hún er. DV-mynd: S. Lentiíárekstri á leið á slysstad Geysiharöur árekstur varö um níuleytiö í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegs. Lentu þar saman lögreglubíll á leið á slysstaö og Mazda fólksbíll. Konan er ók Mazdabílnum var flutt á slysadeild en ekki er vitaö hvort meiðsli hennar eru alvarleg. Aðdragandi þessa slyss er sá aö lög- reglubíllinn var á leið upp á Bildshöföa en þar hafði oröiö haröur árekstur. Ok lögreglubíllinn austur eftir Miklu- brautinni meö aðvörunarljós og sírenu í gangi. Á gatnamótunum við Grensás- veg skall hann síöan á Mazdabílnum er ók noröur eftir Grensásveginum. Ekki er vitaö enn hvor bíllinn fór yfir á rauðu ljósi. Báöir bílarnir eru mikið skemmdir. Áieksturinn sem lögreglan var að fara aö var nokkuð haröur. Varö hann á gatnamótunum viö Sævarhöföa og Bíldshöföa. Þarskuliusaman vörubíll og fólksbíll. Var ökumaöur fólksbílsins fluttur á slysadeild. Fólksbíllinn skemmdist nokkuð. -JGH Samband íslenskra sveitarfélaga: Björn Friðf innsson formaður? Taliö er líklegt aö Bjöm Friöfinnsson, fjármálastjóri Reykja- víkurborg, veröi næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Núverandi formaöur, Jón G. Tómas- son, gefur ekki kost á sér til endur- kjörs. Landsþing sambandsins stendur nú yfir í Reykjavík. Stjómarkjör verður á morgun og er talið aö núverandi stjóm muni mæla meö Bimi sem næsta formanni. -JH. LOKI Vonandi s/appar Stein- grímur vel af í oríofinu. — engar tillögur frá ríkisstjóminni, segir Kristján Ragnarsson „Það hefur enn ekkert komiö fram til lausnar á vanda útgeröarinnar f rá hendi ríkisstjórnarinnar,” sagöi Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna, eftir viðræöufund meö sjávarútvegsráöherra í gær. Steingrímur Hermannsson segir í samtali við málgagn sitt í morgun að hann hafi viðraö hugmyndir um bættan rekstrargrundvöll fyrir út- gerðina er m.a. geröu ráö fyrir lOtil 20% lækkun olíukostnaöar og vem- legri lækkun fjármagnskostnaöar. ,,Ég kannast ekki við neinar tillögur í þessum efnum,” sagði Kristján Ragnarsson. „Ráðherrann greindi frá mjög óljósum hugmyndum um lækkun oliukostnaöar og einhverjum hugsanlegum tillögum um lána- eða skuldabreytingar. En viö tókum skirt fram að frekari lán hjálpa út- gerðinni ekki. Við lögðum áherslu á að rekstrargrundvöllurinn verði lagaður, þannig að útgerðin hætti að tapa — það verður ekki gert með auknum lánum,” sagöi Kristján Ragnarsson. Steingrímur Hermannsson hélt til Amsterdam á hádegi í gær í 5 daga frí og afboðaði fund sem hann haföi boðað meö Sjómannasambandi Islands. Steingrimur lét hafa eftir sér aö hann myndi stöðva þær fisk- sölur erlendis sem LttJ heföi skipu- lagt, enda væri ófært aö skip seldu erlendis meöan starfsfólk fiskvinnsl- unnar væri atvinnulaust vegna stöövunar flotans. Kristján Ragnars- son sagöi hins vegar aö ekki hefðu verið skipulagöar fleiri fisksölur er- lendis en verið heföi, enda heföi verið erfiðleikum bundiö aö losna við fisk hér heima að undanfömu. -ÓEF. Forseti tslands, Vigdís Finnbogadóttir, opnar norrrænu menningarkynninguna. DV-símamynd GTK. „MÉR HEIDUR OG ÁNÆGJA AÐ OPNA SCANDINAVIA TODAÝ’ — sagði forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, við norrænu menningarkynningarinnar opnun Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, opnaði í gær Scandinavia Today, norrænu menningarkynning- una í Bandaríkjunum. Fór opnunar- athöfnin fram í konsertsal Kennedy Centerí Washington. 1 opnunarræöu sinni kom Vigdís víöa viö. Hún sagöi gamla þjóösögu um smalastúlku sem fann óskastein á Tindastóli. Hún minntist Leifs Eiríkssonar og Vínlandsferöa, Kólumbusar, og sagði f rá þeirri sam- vinnu sem Noröurlöndin hafa með sér. t lok ræðu sinnar sagði forseti tslands: „Noröurlandabúar eru hreyknir af því aö vera álitnir starfa raunhæft aö málstað friöar og eindrægni meöal manna. Leyfist mér aö minna á aö margt afbragðsfólk frá Norðurlöndum hefur unniö merkilegt starf á vett- vangi Sameinuöu þjóöanna. Ég nefni Tryggve Lie og Dag Hammerskjöld. Listamenn frá Norðurlöndum hafa aflaö sér frægðar meö list sinni hér í Bandarikjunum. Fyrir skömmu kvöddum viö einn þeirra, hina ógleymanlegu Ingrid Bergman. I norrænni goöafræöi var regnbog- inn brú milli tveggja mismunandi heima. Þjóðsagan segir, aö sá sem stendur undir regnboganum geti óskað ,sér hvers sem er. Meö gull- bikar þann í hendi, sem ég trúi að norrræn menning sé, óska ég aö yður finnist hún svo mikils viröi að þér viljið kynnast henni betur, eins og viö viljum ætíö heyra um síöustu afrek yöar á menningarsviðinu. Þaö mun styrkja vináttu okkar og gagn- kvæma umhyggju í þessum heimi, þar sem viö viljum hlakka til framtíöarinnar. Fyrir hönd Noröurlandanna er mér þaö heiður og ánægja að opna sýninguna Scandinavia Today hér í Washington,” sagði Vigdís Finn- bogadóttir. Að ræöunni lokinni stóðu hinir 2.700 gestir upp og hylltu forsetann meö áköfu lófataki. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.