Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Spá langrí stjómar- kreppu í Hollandi — eftir kosningarnar í gær, þar sem hægriflokkar fengu meirihluta en verkamannaf lokkurinn varð stærstur Mikil óvissa sýnist nú framundan í stjórnmálum Hollands, þar sem hinn vinstrisinna verkamannaflokkur kom stærstur út úr kosningunum en hægri- og miðflokkar náðu meirihluta. Það er hefð í Hoilandi aö stærsti stjómmála- flokkurinn sé stóri bróöir í stjómar- samsteypum og forsætisráðherrann úr honum. Svo mikið þykir bera á milli verka- mannaflokksins og hægri flokkanna í efnahagsmálunum og eldflaugamálinu að óbrúanlegt þykir en þau voru helstu kosningamálin að þessu sinnL Verkamannaflokkurinn hlaut 47 þingsæti (af 150) í neðri málstofu þingsins en kristilegir demókratar Dries van Agt forsætisráðherra fengu 45. Bætti verkamannaflokkurinn við sig 3 þingsætum en kristilegir töpuðu þrem. Frjálslyndi flokkurinn, sem er hægri sinna þrátt fyrir nafnið, jók við sig tíu þingsætum og hefur nú 36 þingmenn kjörna en miöflokkurinn „demókratar 66” tapaði 11 þingmönnum og hefur að- eins 6. Stjómmálamenn ætla að þaö geti tekið flokkana marga mánuði að bræða saman starfhæfa stjórn. Það hafði tekið rúma fjóra mánuöi að mynda samsteypustjórn kristilegra demókrata, verkamannaflokksins og demókrata 66 eftir kosningarnar í maí í fyrra. Sú stjórn splundraðist aftur í maí síöasta vor, þegar verkamanna- flokkurinn sagði sig úr henni vegna ágreinings um niðurskurð á opinber- umútgjöldum. Kristilegir, frjálslyndir og demó- kratar 66 vilja allir frysta laun og spara stórlega í opinbemm rekstri til þess að leysa efnahagsvandann. Þeir hefðu myndað stjóm ef kristilegir demókratar heföu komið frá kosning- um sem stærsti stj ómmálaflokkurinn. Verkamannaflokkurinn vill leggja aðaláherslu á ráðstafanir gegn at- vinnuleysinu (sem er 10,5%) og telur enga höfuönauösyn á að rétta hallann á fjárlögunum. Mið- og hægriflokkarnir virtust lík- legir til þess að samþykkja að NATO- eldflaugarnar yrðu settar upp í Hol- landi en verkamannaflokkurinn hefur alfarið hafnað þeim. Joop den Uyl, for- maður verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi, þegar úrslitin voru fyrirsjá- anleg, aö flokkur hans myndi ekki taka þátt í stjórn sem samþykkti eldflaug- amar, jafnvel ekki þótt þingiö sam- þykkti þær. Walesa hljóp undir bagga Pólska telpan Emilia Smolinska (6 ára) þurfti nauösynlega að komast í hjartauppskurð í Bandaríkjunum. Tvísýnt virtist þó að það tækist þar til Lech Walesa, leiðtogi Einingar, frétti af vandamálinu og kom for- eldrum telpunnar til hjálpar. Studd- ist hann þar við góö sambönd sín í Bandarikjunum, tókst að fá pláss handa henni á bandarísku sjúkra- húsi og aöstoð með farareyrinn. Myndin sýnir er Emilia kom til sjúkrahússins til að gangast undir uppskurðinn og henni var fagnað með blómvendi. Hún á annars heima í þorpi í nágrenni Varsjár-borgar. Ætla aö brjóta veiði- bannið við Grænland aítarskóli ■^ÓLAFS GAUKS SIMI 27015 KL. 2 Innritun í skólanum, Stórholti 16, daglega kl. 2—7 síödegis, sími 27015. Upplýsingar á öörum tímum í síma 85752. Kvöldtímar fyrir fulloröna Hljódfæri á staönum Eldri nemendur sem halda áfram hafi samband sem fyrst ^VSVSMA ÁÐUR NÚ (/> < LU (/> O < < I- ÁÐUR NÚ Buxur 450 190 Buxur 350 100 Úlpur 960 400 Pils 280 100 Skyrtur 280 100 Skyrtur 280 75 Jakkar 620 250 Pils 200 75 Buxur 250 75 Kjólar 450 100 Rúskinnsdress 1800 1000 Slæður 50 •Maritun LAUGAVEGI 92 SÍMM3695 Vestur-Þýskaland veitti í gær Dan- mörku vikufrest til þess að aflétta veiðibanni af vestur-þýskum togumm við Grænland. Síðan er ætlunin að styrkja togaraútgerðina fjárhagslega til þess að brjóta veiðibannið, ef Danir þrjóskastvið. Talsmaður Bonn-stjórnarinnar sagði fréttamönnum í gær að utanríkisráðu- neytinu hefði jafnframt verið falið að hef ja viöræður til þess að leysa þessa deilu, sem þykir sú alvarlegasta sem komið hefur upp milli þessara ná- grannaífjöldaára. Danmerkurstjóm hefur hótaö að landhelgisgæslan muni taka öll v-þýsk skip sem staöin verði að veiðum undan vesturströnd Grænlands, þrátt fyrir úrskurð Evrópuráðs EBE, sem leyfir V-Þjóðverjum að veiða 2000 smálestir af þorski á þessu ári á Grænlandsmið- um. Danir lögðu bann við veiðinni að kröfu Grænlendinga sem vilja hafa einkarétt á nytjum þorskstofnsins við V-Grænland. Grænland tilheyrir Danmörku, sem er aðili að EBE, en í febrúar síðasta vetur samþykktu Grænlendingar í þjóðaratkvæðagreiðslu að slíta sam- starfinu við Efnahagsbandalagið. Bonnstjómin segir að veiðibann Dana sé ólöglegt og hefur Evrópuráðið staðfest þá túlkun. Klaus Bölling, aðal- talsmaöur þýsku stjórnarinnar í þessu máli, upplýsti á blaðamannafundi í gær að stjórnin ætlaði að bæta sjó- mönnum upp allt tap eða tjón sem þeir kynnu að verða fyrir í landhelgisstríöi við Grænland. Beðið verður fram á næsta miðvikudag eftir því hvort danska stjómin breyti ekki afstöðu sinni. Fall rikisstjómar Ankers Jörgen- sens í Danmörku hefur tafið málið. Danskir diplómatar hafa lýst yfir undrun sinni vegna hörkunnar í afstöðu Bonnstjómarinnar. Segja þeir afstööu Dana byggða á óskum um að tekið verði tillit til óska Grænlendinga í þessu máli enda væri það í anda alþjóðasamninga að virtur væri vilji íbúa þess lands sem liggur að viðkom- andi auðlindum. Umsjón: Jóhanna Þráinsdóttir SKÓLARITVÉLAR Monica rafritvélin er allt í senn skóla-, ferða- og heimilisritvél, ótrúlega fyrirferöarlítil, ódýr og fáanleg í tveimur litum. Hálft stafabil til leiöréttingar, 44 lyklar, 3 blekbandsstillingar o.m.fl. sem aðeins er á stærri geröum ritvéla. Fullkomin viögeröa- og varahlutaþjónusta. o Olympia KJARAIM HF= [ ÁRMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.