Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 9. gEPTEMBER 1982. 19 Haukl Gunnarssynl hefur vagnað valsem leikstfóra í Noregi, en hann sagir aó fyrsta timabilió hafi verió erfitt. Hór er hann fyrir framan „Det Norske Teatret"i Osló. Haukur þurfti að svara. Og hann gerði það svo gagn var að, á svo góðri norsku að erfitt var að heyra að hér færi Is- lendingur. Leikstýrir heima og erlendis „Ahugi minn ó japanskri leiklist vaknaði þegar ég var fimm ára,” segir Haukur, „þá sá ég japanskan dans- flokk í Reykjavík og síðan hef ég ætíð verið heillaður af japanskri leiklist. Eftir að ég lauk menntaskólanámi fór ég til Tokyó og eftir að hafa lært málið hóf ég nám í leiklistarskóla þar í borg. Þaðan lauk ég námi 1972,” segir Haukur. Að lokinni dvöi sinni í Japan héit hann til Englands í framhaldsnám i leiklist aðallega í leiklistarstjórn. Aö loknu námi þar 1975 hefur hann unnið við leikhús bæði heima og erlendis. ,4 upphafi var mjög erfitt að komast að í leikhúsum hér úti, en núna eftir að maður er búinn að fá nokkur verkefni og sýna hvað maður getur, gengur þetta mun. betur,” segir Haukur í stuttu spjalli við DV. Síðustu árin hefur hann leikstýrt í Finnlandi, við Alborg Teater i Dan- mörku, og fleiri ieikhús hér í Noregi. Hann er nú búsettur í Osló. „Þrátt fyrir að íslenskt leikhúslíf sé líflegt þá hef ég með þvi að búa hér, meiri möguleika á því að taka aö mér mismunandi verkefni. Jafnframt því sem ég hef áhuga á því að vinna er- lendis,” segir Haukur. Nú í haust mun hann leikstýra Qutn- ingi á leikritinu „Stalin er ekki hér” eftir Véstein Lúðviksson, í norska út- varpinu. Og þegar því verkefni lýkur heldur hann til Akureyrar þar sem hann mun stjóma uppsetningu leikfé- lags Akureyrar á „Bréfberinn frá Arles”. Góðir leikdómar Hvað segja svo norsku dagblööin um leikritið Kirsiblóm á Norðurfjalli? Jú, öll era þau mjög jákvæð í dómum sín- um. Stærsta blað Noregs, Verdens Gang, skrifar t.d. „ánægjulegt, líQegt og þjóðlegt eru þau orö sem maður get- ur notað um þessa skemmtilégu sýn- ingu”. I Aftenposten hælir gagnrýn- andinn tónlistinni sem Egill Olafsson samdi þegar leikritið var sýnt í Reykjavík. „Tónlistin setur leikritið í hiö rétta samhengi og maður fær á til- f inninguna aö þetta sé ekta. ” -JEG Osló. W&SMMím,.. W8má& W ^ ja Má r' 'i. ____ Með verkefninu erum vlð að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, sagði Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunarinnar. Hann er lengst til vinstri á myndinni. Næstur honnm situr Halldór Árnason, verkefnastjóri og þá Gunnar Guttormsson, deildarstjóri í Jðnaðarráðuneytinu. DV-mynd: S. Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutum: „LEITUM AÐ FÓLKIMED HUGMYNDIR UM SMÁIÐNAÐ OG SKYLDAN REKSTUR” —segir Hörður Jónsson f ramkvæmdastjóri Iðntæknistof nunar íslands „Við leitum að fólki með hugmyndir um smáiðnað eða skyidan rekstur, fólki, sem trúir á það sem það er að gera og vill þannig koma hugmyndum sinum í framkvæmd,” sagði Hörður' Jónsson, framkvæmdastjóri Iðntækni- stofnunar Islands á blaöamannafundi, sem samstarfsnefnd um iönráögjöf í landshlutumhélt. Iðnaðarráðuneytið hefur haft for- göngu um að koma af stað verkefni um stofnun og þróun smáfyrirtækja. Um- sjón með verkefninu verður í höndum samstarfsnefndarinnar, en verkefnið er meðal annars stutt af Byggðasjóði, Iðnþróunarsjóði og Iðnrekstrarsjóði. Ne&idin hefur notið aðstoðar norska ráögjafafyrirtækisins Indevo við fram- kvæmd verkefnisins. Þeir sem vilja taka þátt í því eru þeir sem vilja stofna smáfyrirtæki eöa gera nýja iðnaðar- hugmynd að veruleika í starfandi fyrirtæki. „Með verkefninu erum við að hjálpa fólki við að hjálpa sér sjálfu. Við hvorki viljum né getum sagt því hvað það á að gera. Og við trúum því af reynslu að hér séu margir sem vilja takast á við þetta. Hvatarnir hljóta að vera þeir, aö meö þessu á fólk kost á aö starfa sjálfstætt, sjá eitthvað eftir sig og þéna meiri peninga,” sagði Hörður ennfremur. Á fundinum voru einnig þeir Gunnar Guttormsson, deildarstjóri i iðnaðar- ráðuneytinu og Halldór Arnason verk- efnastjóri. Halldór útskýrði gang verk- efnisins. Sagöi að þaö næði frá hug- mynd til framkvæmdar. Væri ætlunin aö verkefnið miðaöist við 18 til 24 hug- myndir, sem valdar yrðu úr sem þær vænlegustu. Fjöldi þátttakenda gæti þó verið meiri. Halldór sagði ennfremur að þátttakendunum yrði boöið á f jóra vinnufundi sem dreift yrði á eitt ár. Ætlunin væri að f jalla á þeim um hug- myndir þátttakenda, stefnumótun fyrirtækjanna, fjárhagslega afkomu þeirra og ætlanir þátttakenda um að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd. „Við erum því að kanna hagrænar og tæknilegar forsendur þeirra hug- mynda, sem þátttakendur leggja fram. Það verður ekki um neina fjár- hagslega hjálp að ræða, enda veröa þátttakendumir sjálfir að leggja til efniviðinn,” sagði Halldór. Það kom fram á fundinum að með þessu verkefni er fyrst og fremst verið að reyna að skapa ný atvinnutækifæri í smáiðnaði. Leiðbeinendur munu fylgj- ast með framvindu einstakra hug- mynda og geta þátttakendumir leitaö tilþeirra. Fjárhagsáætiun samstarfsne&idar- innar er 1,5 mkr. og þar af styrkja Iön- þróunarsjóður, Iönrekstrarsjóöur og Byggðasjóður um 1,2 mkr. Nefndin mun á næstunni auglýsa verkefnið í dagblööum og landsmálablöðum. „Það verða allir að leggjast á eitt til aö koma iönaöinum af staö og vonandi á þetta verkefni okkar eftir að reynast drjúgt í því sambandi,” sagði Hörður í lok fundarins. -JGH. MIKLATORGI - SIMI 22822 Haust lauka- pöntunarlisti Tulipanar Kr. 42.00pr. pk. Couleur Cardinal 6 í pk. Paul Richter 10 í pk. Kansas lOípk. KeesNelis 10 ípk. Orange Wonder 10 í pk. Preludium 10 í pk. Purple Star 10 í pk. Queen og Night 10 í pk. Reforma 10 í pk. Fylltir: Carlton 6 í pk. Peach Blossom 6 í pk. Blandaðir litir 6 i pk. Apeldoom 10 í pk. Golden Apeldoom 10 í pk. Páfagaukatúlipanar bland 7 í pk. Princeps 7 í pk. Red Emperor 7 í pk. Yellow Empress 7 í pk. Zombie 7 í pk. Kaufmania tulipanar Oriental Beauty8ípk. Peacock 8 í pk. Red Riding Hood 8 í pk. Stresa 8 í pk. CTAsb') Shakespeare 8 í pk. / praesta ns Fusilier 5 í pk. L Hyjasintur Kr. 52.00 pr.pk.: Carnegie 4 í pk. JanBos4ípk. Ostara4ípk. Pink Pearl 4 í pk. Yellow Hammer 4 í pk. Narcissur (páskalil jutegundir) 4 stk. i pk. Kr. 42,00 pr.pk.: Actea Carlton Cheerfullness Febrúary Gold Flower Record Golden Harvest Magnet Mount Hood Scarlet Elegance Texas Totus Albus Yellow Cheerfullness Crocus Kr. 42,00 pr.pk.: 15. stk. í pakka. ÍGulir, hvítir, bláir, Iblandaðir litir. Ýmsar tegundir :Anemone Blanda, balkönsk Skógarsóley 15 ípk.kr. 40,00. iEranthis Hyemalis, Vorboði 15ípk. kr. 40,- iFritillaria Meleagris, iVepjulilja 115 ípk.kr. 72,00 Galanthus NivaUs, Vetrargosi 10 ípk.kr. 36,00 Iris Danfordiae, Tyrkjairis lOípk. kr. 31,00 Iris Reticulata, Voríris 10 í pk. kr. 31,00 Muscari Armeniacum, Perlulilja blá ! | 15 í pk. kr. 31,00 Muscari Botr, Alba, Periulilja hvít " lOípk.kr. 31,00 || SciUa Campanulata. RláklnVkulilja [ ■ 10 ípk.kr. 40,00 SciUa Sibrica, SíberíuUlja 12 ípk.kr. 31,00 ■ FritiUaria Imp. Keisarakróna lípk. kr. 31.00 AlUúm, Laukur 4 í pk. kr. 20,00 Allium, Laukur lípk.kr. 28,00 Cyclamen Europeum, Alpaf jóla 2ípk.kr.30,00 Cyclamen NeapoUtanum, Alpafjóla [2 i pk. kr. 30,00 Ixia, Sverðliljuætt , 12 í pk. kr. 21,00 Eremurus, Kleopötrunál lípk.kr. 41,00 Ranunculus, Asíusóley lOípk. kr. 31,00 Leucojum, Snæklukka |l0ípk.kr. 33,00 Jólalaukar Hyjasintur, 9 Utir. 14 kr. stk (TúUpanar, 4 tegundir. 5.50 kr. stk. Leiðbeiningabæklingar fylgja. Sendum um allt land. Opið 9—21, alla daga. SIMI Allir laukar I pökkum með mynd á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.