Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Qupperneq 2
2 „Finnst ég vera heima á íslandi” — segir Islandsvinurinn Jack Pearson í spjalli við DV ,,Strákar, ég var rétt í þessu aö hafa samband viö Bob Paisley hjá Liver- pool og hann segir aö þaö sé allt í lagi aö við kikjum á æfinguna hjá þeim á morgun.” Eitthvaö á þessa leið hefur Islandsvinurinn Jack Pearson, sem býr í bítlaborginni Liverpool, sagt viö læknanema er farið hafa til borg- arinnar á sumrin undanfarin ár til að stunda nám í skurðlækningum. Og þessa dagana er Jackeinmitt staddur hérálandi. Þegar viö röbbuöum viö hann leyndi sér ekki áhuginn á Islandi og Islendingum, enda er maöurinn ótrú- lega fróður um landið. Þaö er lika athyglisvert hvaö hann notar mikiö af íslenskum orðum þegar hann talar við tslendinga. Hann hefur komiö til Islands síöast- liöin fjögur haust og jafnan dvaliö í þrjár vikur í hvert skipti. Hann hefur ferðast mikiö um landiö og þykir mikið til þess koma. „Landiö ykkar er mjög fallegt og þaö er meö ólíkindum hve loftið er tært. Og aö skoöa fjöllin, þegar snjóað hefur litilega í topp þeirra, er ótrúlega tignarleg sjón. Ég var nýlega á Þingvöllum og er ég stóð viö lygnt vatniö og leit yfir þaö sagöi ég viö sjálf- anmig: „Þettaerlsland.” íslendingar ekki snobbaðir En þaö er fleira en fallegt landslag sem Jack heillast af hér á Islandi. Þaö er landinn sjálfur. ,,Það er einkennandi hvað fólk er lítið snobbað hér. I Englandi er þetta allt ööruvísi. Ég get nefnt þér dæmi um þetta. Ég var á gangi í Austurstræti um daginn og hitti þar strák í bókabúö. Hann talaöi mjög góöa ensku. Þegar við höfðum rætt alllengi saman kom í ljós að hann var sendiherrasonur og haföi búiö í Englandi en hann kom því ekki inn í samræðurnar. Þaö var ekki fyrr en ég spuröi hann hvers vegna ensku- kunnáttan væri svona góö aö hann sagöi frá þessu. I Englandi heföu menn fyrir lifandi löngu veriö búnir aö koma þessu inn í samræðumar. Og þetta einkennir ykkur Islendinga ásamt einlægninni. Þá viröist mér engin stéttaskipting vera hérlendis, sem er mjöggott.” Læknanemar í Liverpool I rabbi okkar Jacks var áberandi hve marga vini hann á hér á landi. Og í sjálfu sér kemur það ekki á óvart því maðurinn er skemmtilegur og kann mikið af sögum. Þaö var líka einkennandi hvaö hann bar íslensku nöfnin vel fram. Og hann virðist þekkja hvem einasta læknanema með nafni. „Grímur, Sæli, Rikki, María, Binni, Siggi Hektors og mörg fleiri nöfn nefndi hann er ég spuröi um læknanemana. Hann hefur ásamt fleiri rotary- félögum séð um aö taka á móti lækna- nemum sem koma til Liverpool og það hefur hann gert frá því 1972. Hann hefur einnig skipuiagt ýmsar feröir fyrir þá í borginni og verið þeim innan handar við að heimsækja sjúkrahús í Liverpool og sjá lækna við störf í krufningum. Jack er fyrrverandi forseti í rotaryklúbbi í Liverpool. Þá gegnir hann trúnaöarstörfum á sviði mennta- og húsnæðismála. Hann sagði aö hann heföi fariö á nokkra fundi hjá rotary- klúbbum hér, farið til félaga í Kefla- vík, Akranesi, Garöinum og Reykja- vík, og hann hefði haft mikla ánægju af þessum fundum. En skyldi Island vera eina landiö sem hann hefur heimsótt? „Nei, ekki er þaö nú, ég hef ferðast mjög víða, fariö til Evrópu, Asíu og Suður- Ameríku, en ég á kunningja í löndum eins og Thailandi, Argentínu og Brasilíu, svo einhverséu nefnd.” Er Reykjavík Camp David? Þegar viö ræddum viö Jack haföi hann veriö í Menntaskólanum í Reykjavík fyrr um morguninn, en Guðni Guömundsson fékk hann til aö koma þangað og rabba viö nokkra nemendur í enskutíma. Og síöar um daginn var hann á leiö upp á Land- spítala, þar sem hann ætlaði aö ræða við nokkra lækna um nýmaveiki. Þess má geta aö hann hefur fengist talsvert viö mál sem snúa að nýmarannsókn- um í Liverpool. Auk þess ætlaöi hann aö heilsa upp á nokkra lækna sem höföu verið í Liverpool á sinum tíma. Greiniiega var í nógu að snúast hjá honum hér á Islandi. „Ég heyröi um daginn aö Reykjavík væri kölluð af gárungunum borg Davíös. Af hverju ekki aö kalla hana bara Camp David,” sagði Jack brosandi. Hann er á Ieiö heim til Englands á næstu dögum, en, eins og hann sagöi aö lokum: „Annars finnst mér ég vera heima hér á Islandi. ” HÚSGAGNASÝNING á morgun — sunnudag — kl. 2—5. Þessi ítölsku barokksófasett loksins komin. Opid laugardag kl. 9—12. Trésmiðjan •••« •••' Dúnahúsinu Síöumúla 23 Sími 39700 ••• ro.ir qrmc»»rJretf?^ wr' t. fc ’ '>'r» r ■ r T DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982. Jack Pearson frá Liverpool. Hann hefur veriö islenskum læknanemum er komið hafa til Liverpool é sumrin til náms i krufningum mjög innan handar. Þekking hans á íslandi og íslendingum er einnig með ólíkindum. DV-mynd. Einar Ólason. Nýtt orgel vígt í Aðventkirkjunni Nýtt< rafeindaorgel verður vígt í Aðventkirkjunni í kvöld, laugardaginn 25. sept., kl. 20. Orgelleikarar veröa Guöni Guömundsson organisti Bústaöa- kirkju, sem er sérfræðingur um raf- einda- og pípuorgel, Jónína Guömundsdóttir, Oddný Þorsteins- dóttir og dr. Helgi Heiöar. Karlakór Reykjavíkur og Samkór aöventsafnað- anna á Islandi munu syngja ásamt einsöngvurunum Önnu Johnsen, Reyni Guösteinssyni, Áma Hólm og Ólafi Olafssyni. Dr. Helgi Heiöar leikur á fiölu. Nýja rafeindaorgeliö í Aöventkirkj- unni gaf dr. Helgi Heiöar til minningar um fööur sinn, Salómon Heiöar, sem um áraraðir var organleikari kirkj- unnar. Sjálfur var dr. Helgi Heiöar organleikari i kirkjunni i nokkur ár. Salómon Heiöar var einnig sönglaga- Búast má vlð harðri keppni og metaregni i kvartmilukeppninm. Salómon Heiðar organisti. smiöur og veröa nokkur sönglaga hans flutt við þetta tadtifæri. -gb. Kvartmílukeppni Kvartmíluklúbburinn heldur í dag fjóröu kvartmílukeppni sina á sumrinu sem gefur stig til Islandsmeistara- titils. Veröur keppnin aö vanda haldin á kvartmílubrautinni viö Straumsvík. Búist er við miklum fjölda keppenda, m.a. að minnsta kosti einum frá Akur- eyri á hinum víöfræga Hemi Challenger. 1 sumar hefur Benedikt Eyjólfsson veriö einráöur í SA-flokki og sett nýtt Islandsmet í hverri keppni en hætt er viö að sigur hans veröi ekki eins auðveldur í þetta sinn því vitað er um a.m.k. þr já aöra SA-bíla sem munu ætla sér aö mæta í keppnina og hefur enginn þeirra keppt áöur. Allir þessir bílar eru geysiöflugir og má því búast við haröri keppni og metaregni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.