Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Blaðsíða 22
22
DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982.
DV-myndir: Einar Oiason.
Það liggur við að sveiflan verði eygð á þessari mynd.
— Nýja kompaniið lifs i œfingaplóssi sínu.
„TOFF 4» T VR A.ST
A VI» JASSIW!"
Einhver sérstæðasta hljómskífa
þessa árs barst verslunum í síöustu
viku. Ovenjuleg er hún í tvennum
skilningi. I fyrsta lagi er hér um hreina
jass-plötu aö ræöa og flytjendur eru
menn af yngri kantinum er svingað
hafa saman um tveggja ára skeið. I
ööru lagi geymir platan nær eingöngu
frumsamið efni eftir meðlimi
bandsins, sem telja verður heldur
sjaldgæft þar eð hér er á ferðinni
fyrsta plata svotil nýrrar jass-grúppu.
Landsmönnum gefst þannig tækifæri
til að hlýöa á splunkunýtt íslenskt efni
úr jassheiminum sem er nokkuð sem
ekki hefur gefist á hverjum degi til
þessa.
Afkvæmið sækir skím sína í
íslenska þjóöfélagiö, Kvölda tekur. Og
flytjendur eru vitanlega jass-
geggjaramir í Nýja kompaniinu, sem
telst vera eina starfandi jass-hljóm-
sveit okkar af yngri kynslóöínni.
Svifið upp á sjöttu hæð
Uppi á sjöttu hæð einhvers hússins við
Klapparstíg var ákveðið að blaða-
maöur hitti Kompanísmeðlimi í viðtali.
Þar býr bassaleikari gengisins Tómas
R. Einarsson húsvörður með meiru —
og síðastliðið miðvikudagskvöld
stefndi vísifingur minn á einn dyra-
bjölluhnappinn viö þetta tiltekna hús.
Eftir hringingu leið nokkur stund, uns
Sveinbjöm gítaristi Baldvinsson
birtist handan huröar. Hann lóðsaði
mig síðan aö lyftu hússins, og þaðan
var svifið upp á sjöttu hæð. Hurðum
skellt í dyrastafi, heilsast með virkt-
um, kaffi hellt í bolla — og ekki síst var
plötu bandsins, Kvölda tekur, komið
fyrir á grammófóninum.
Eftir að hún tók að snúast og fyrstu
tónamir stigu fram í stofu Tómasar,
var ekki undan ööru komist en að
fresta viðtalinu í svo sem fimmtán
mínútur, sakir þeirrar gæöasveiflu er
liðaöistumaUanærstadda.p>etta hreif
mann vissulega — og kólna tók í kaffi-
bollunum.
Með kassagítar
og kontrabassa
En svo var ekki eftir neinu að bíða.
Fyrsta spumingin var reidd fram.
Hvað dró þessa fimmmenninga
samaní jassband?
„Þannig var að viö Sveinbjöm
spúuðum saman í Diabolus in Musica í
Kaupmannahöfn sumarið áttatíu og
voram þann tíma jafnan að gutla í
jassi meö kassagítar og kontrabassa
að vopni,” segir Tómas og Sveinbjöm
heldur því fram aö þetta samspil hafi
þeir fílað ofboðslega og út úr því hafi
komið margir góðir hlutir.
„Við vorum ákveðnir í að hverfa
aftur til Fróns þá um haustið, og við
þá tUhugsun fæddist sú hugmynd að
stofna tU grúppu heima sem að
einhverju leyti myndi einbeita sér að
jassi.
Við vissum af ágætum trommara
íslenskum sem um þetta leyti var
búsettur í Köben og höfðum við haft
spurnir af því að hann væri einnig í
Islandshugleiöingum. Þegar tU kom
reyndist þetta vera pilturinn Sigurður
Valgeirsson — og það er ekkert að
orðlengja framhaldið, hann er jú hér
meðal okkar,” segja Tómas og
JóhannG. Jóhannsson
Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Sveinbjörn, og Siggi kinkar koUi og
veitir jáyrði sitt fyrirþessu.
Vomm hver úr sinni áttinni
Frændi Tómasar, Sigurbjöm Einarsson,
sem spUaði með okkur fyrstu mánuðina
kom því tU leiðar að Jóhann G. Jóhanns
píanisti gekk tU liðs við bandið. Siggi Flosa
kom svo tU sögunnar eftir tveggja mán-
aða starf grúppunnar, eða í aðventunni ár-
iö nítján hundruð og áttatíu.”
— Hvemig hljómuðu svo fyrstu
tónar Nýja kompanísins ?
„Það ber að taka það fram áöur en
þessu er svaraö að hér var kominn
nokkuð ósamstæður hópur. Við voram
hver úr sinni áttinni — og áttum hver
okkar eigin tónlistarfortíð. Til aö byrja
með var það því nokkuð á reUíi hvaða
tónlistarstefnu bandið ætti að taka, þó
svo að aUir væram við miklir jassistar.
En það var samt dálítið opið í kring-
um þetta fyrst um sinn. I byrjun
var tU dæmis rætt um að spUa
einhvers konar jass, en flétta svo jafn-
framt öðrum stefnum inn í
prógrammið. Spumingin var eiginlega
sú, hversu mikið rúm hinn hreini jass
átti að taka í tónlistarflutningi okkar.’ ’
Jassinn er
skemmtilegastur
— En s vo hefur j assinn orðið ofan á ?
,,Já, hann yfirtók aUa aðra
draumóra mjög snemma — og varð
aUsráðandi í tónUstarflutningi okkar.r
Okkur varð ljóst að jassinn var
skemmtilegastur. Svo þótti okkur hann
líka vera dáUtiö ögrandi. Okkur þótti
nokkuð töff að ætla að takast á við
hann.
Þaö kom Uka til aö enginn okkar gat
sungið, þannig að rokkið með alla sina
áherslu á söng var nær óhugsanlegt. Ef
einhver okkar væri búinn þeim
hæfUeikum að syngja, þá gæti vel
hugsast að við værum í rokkinu núna,
hverveit. .. ”
— Oghvaðþá?
„ Já, ætU við værum þá ekki bara að
spila undurljúfa dægurtónlist inni á
kontór hjá félaga Brésnev! ”
Getum allt eins
samið þetta sjálfir
— Ekki svo vitlaus hugmynd, já. En
svo horfið sé aftur aö alvöranni. Hvers
konar jass leiddist Nýja kompaníið inn
á eftir að ákveðið var að jassinn skyldí
verða í fyrirrúmi?
„Við byrjuðum þetta af mikiHi hóg-
værð, fóram okkur hægt — og eins og
sagt er, spUuðum minna af kappi en
forsjá.
Til að byrja með tókum við mestan
part fýrir lög eftir yngri sem eldri
jassista utan úr heimi. Þegar á leið
varð okkur ljóst að við gátum aUt eins
samið jassinn sjálfir, og því urðu
okkar eigin lög æ meira dóminerandi í
spilinu eftir þvi sem lengra leið og við
náðum betur tU hver annars.
Auövitaö leggjum við mismunandi
áherslu á jassstefnur—og lög okkar
virtust því viö fyrstu áheym koma
svona nokkuð úr sinni áttinni hvert. En
það kom samt ekki í veg fyrir það aö
við gætum hlýtt á lög hver annars án
verulegra óþæginda.
Nýja kompanísheimur
Eftir að við spiluðum þessa
tilbúninga okkar svo meira, þá varð
smám saman nokkurs konar Nýja
kompanís-keimur af þeim. Þó lögin
komi aUtaf úr sinni áttinni hvert, þá fá
þau aUtaf þennan Kompanísglampa
fyrr eða síðar, sem gerir þau ekki eins
ólík hverju öðra og þau virðast í
fyrstu.”
— Og hvemig skUgreinið þið þá
þessa Nýju kompanístónlist?
„Þetta erkuldasveifla,”segirSiggi
trommari, en hinir reyna að malda
eitthvað í móinn. Eftir nokkrar vanga-
veltur og útskýringar Sigga á þessu
heiti sínu er honum finnst vera lýsandi
fyrir þá tónUst er þeir leika, verður
Tómasi að orði, og greinUegt er aö
hann hefur hugsað mál sitt vel, enda
fer þar aðaljassfræðari bandsins:
Teljumst til hefðbundnari
jassista
„Eg held við hljótum að teljast til
hinna hefðbundnari jassista. Þó má
kannski líka kenna áhrif af jassrokki
í okkar lögum, en svingið hefur þó
alltaf yfirburði yfir rokkelementið.”
Þetta sagði Tómas, en greinilegt var
að Siggi var ekki að öllu leyti sammála
þessum orðum: „Eg vil kalla þetta
kuldasveiflu samt sem áöur,” rymur
hann. Og skiptir þá engum tog-
um aö aftur hefjast hinar mestu
vangaveltur og hártoganir, svo miklar
að blaöamaður dettur niður á þá