Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Steikið svo nýrun í 50 g af smjöri á pönnunni — munið að hafa lokiö á. Hæfilegt er að steikja nýrun svona 2- 2 1/2 mín. á hvorri hlið. Það á sem sagt að steikja nýrun heil, því ef þau eru skorin í sneiðar og steikt þannig, þá rennur hinn ljúffengi safi úr þeim og þau verða þurrari og því ekki eins góð. Þegar búið er að steikja nýrun eru þau sett í skál og þeim haldið heitum. Þá er það sósan: og takið nú vel eftir því að hún er lög- uð í tvennu lagi. I fyrsta skammtinn þarf: 2 msk. fínt saxaðan lauk ldl rauðvín timian eftir smekk lárviðarlauf í duftformi eftir smekk. Laukurinn er settur í pönnuna sem nýrun voru steikt á. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur er rauðvíninu hellt á pönnuna og kryddinu stráð yfir. Hæfilegt magn af kryddi er svona 1/2 tsk. af hvoru kryddi. Þessi blanda er látin sjóða kröftulega og skrapið vel upp úr botni pönnunnar með gaffli. Takið þá pönnuna af hellunni. Og þá er það skammtur tvö: Setjið 2 dl af vatni í pott og 1 súpu- tening. Þegar þetta fer að sjóða er 1 msk. af maizenamjöli hrært saman við kjötsoöið og kryddað með salti og pipar. Á meðan á þessu stendur er beinbergurinn settur í glas með heitu vatni. Þá er pannan sem nýrun voru steikt á sett á helluna og þegar rauð- vínið fer aftur að sjóða er skammti tvö hellt á pönnuna. Látið sósuna malla við vægan hita í um það bil þrjár til fimm mín. Setjið þá bein- merginn út í sósuna og 2 msk. af fínt saxaöri steinselju. Kryddið sósuna með salti og pipar ef með þarf. Þá eru nýrun skorin í þunnar sneiöar svona 3 mm þykkar og þær ásamt safanum sem úr þeim rennur sett i sósuna. Þá er rétturinn tilbúinn. Meö þessum rétti má hafa steiktar kart- öflur, smjörsoðnar baunir og steikt- an lauk og auðvitað gott rauðvín. Það virðist vera mikið mas að laga þessa sósu — en þetta er alls ekki erfitt. Passiö bara að hafa alit við höndina sem til þarf og gleymiö ekki rauðvíninu og nautsmergnum. Þetta er auövitaö frönsk uppskrift og mun- ið aö sá sem býr til sósuna, hann sleppur við uppþvottinn. Svo er það eftirrétturinn. Það er sneið af Port Salut osti með ferskri peru. Þetta er hugmynd að matseðli sem er nokkuð einfaldur, aðalvinnan fer í aö útbúa sósuna en eins og áður hefur komið fram er það alls ekki erfitt. Sælkerar ættu að eiga auðveft með að láta timann líða i Amsterdam. einfaldur en sérlega góður þar sem aðeins er notað fyrsta flokks hráefni. Vínlistinn er ekki sérlega margbrot- inn en á honum eru þó nokkrar ljóm- andi tegundir t.d. frá Elsass og Burgundarhéraði. Þó aö þessi veit- ingastaöur sé fyrsta flokks þá er hann tiltölulega ódýr. Sælkerasíöan getur mælt með þessum veitinga- stað, De Boerderij í Amsterdam. Ef þið eigið leið um þá fögru borg Amsterdam og hafiö áhuga á að heimsækja þennan stað þá er vissara að hringja áður og panta borð, sím- inner 236929. Það er opið 6 daga í viku, lokaö á sunnudögum. Nýru eru veislumatur bæði holl og góð . Rækjur nýru og ostur Rækjur — nýru og ostur Já, hvernig líst ykkur á þennan matseðil? Forrétturinn er heil út- hafsrækja. Hver og einn pillar sína rækju. Með rækjunum höfum við ristaö brauö og smjör, sósa er óþörf því djúphafsrækjan, sem að undan- fömu hefur verið hægt að fá í versl- unum, er dæmalaust góð. Gott er þó að hafa nokkra sítrónubáta viö hönd- ina og kreista þá yfir rækjumar. Nú, þá er það aðalrétturinn sem eru lambanýru; ekki ætti aö vera neinn vandi aö fá ný og góö ným þessa dag- ana. Nýru em ljómandi matur og þykja sums staðar kóngafæða, t.d. í Englandi og Frakklandi. A fínni veit- ingastööum í þessum löndum er oft hægt að fá „flambemð” ným eða eldbrennd og þá t.d. i koníaki, viskii eða pernó. En það er nú önnur saga. 1 þennan rétt þarf smáskvettu af rauðvíni og beinmerg úr nauti svona 3/4 dl. Þar sem hér er um veislumat að ræða ætti að vera til rauðvín. Hjá kjötkaupmanninum er án efa auövelt að fá smábita af nautsbeini til aö fá merg úr. I þennan rétt þarf 12 lambanýru. Byrjið á því að fjarlægja himnuna sem er utan um nýrun. Setjið svo pönnu meö loki á hlóðir. FRMSKTJR VEITINGA- STAÐUR í AMSTERDAM De Boerderij Að undanförnu hafa hinar ýmsu ferðaskrifstofur auglýst ódýrar ferðir til Amsterdam. Á síðustu vik- um hafa því allmargir Islendingar heimsótt þessa fögm borg. Sælkerar og aðrir fagurkerar ættu svo sannar- lega að hafa ánægju af því að gista Amsterdam. I borginni eru mjög mörg merkileg söfn. Segja má að borgin sjálf sé listaverk. Amsterdam er alþjóðleg borg — flestir tala ensku — og er auðvelt aö rata í borginni og vegalengdir stuttar. Sælkerar ættu að eiga auðvelt með að láta tímann líða í Amsterdam því í borginni em margir ljómandi veitingastaðir. Að þessu sinni verður aöeins sagt frá einum þeirra, „De Boerderij”. Hann er franskur. Veitingastofa þessi er skammt frá torginu Leidseplein sem þeir Is- Umsjón: Sigmar B. Hauksson. lendingar er heimsótt hafa Amster- dam kannast við. Nálægt þessu torgi eru margir ólíkir veitingastaðir. Við Korte-Leidsedwarsstradt nr. 69 stendur fyrrnefndur veitingastaður. Eigandinn heitir Ruud Wunneberg og tekur hann á móti gestum sínum í anddyri. Matseðillinn er ekki marg- brotinn en haganlega samansettur. Rétt er þó að mæla með matseðli dagsins — enda er yfirleitt mælt sér- staklega með honum. Ef menn hafa áhuga á fordrykk þá er t.d. upplagt að fáz sér glas af KIR. Þegar sæl- kerasíðan heimsótti De Boerderij var sérstaklegal mælt meö í forrétt léttreyktum laxi og steiktri villiönd. Laxinn var skemmtilega matreidd- ur, því hann varfyrst soðinn og síöan léttreyktur í reykofni. Þaö er ekki aö orölengja það, laxinn var frábær. Hann var safaríkur og reykbragðið átti vel við kryddrjómasósuna sem borin var fram með honum. Þá er það aöalrétturinn sem var steikt vUliönd. öndin var léttsteikt. Búin var tU sósa úr soðinu og hún bragð- bætt með vini og ferskum kryddjurt- um. Það var athygUsvert að með öndinni var ekkert meölæti, enda þurfti þess ekki með. Að vísu var Ut- U1 diskur með léttsoðnu rifnu græn- meti í boöi. A þessum veitingastað er dósamatur ekki notaður — aöalatriö- ið er sjálft hráefnið. Maturinn er því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.