Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Blaðsíða 13
PV. jLAUGARDAGUR 25; SEPTEMBER1982. .13 Sjoppur Sjoppur Sjoppur Það þykir vist okki lengur tiltökumál aö sjá svo unga og saklausa stúlku sem þessa til vinstri handleika vindling. En óneitanlega er manni samt brugðiðl orðin að mér áðan. — Þetta er geðsleg- asta hnáta og ég held því spjalli minu áfram við hana og umræðuefnið lýtur enn að strákapörum. Ég nánast hvísla þeirri spurningu aö henni hvort strák- amir hafi nokkurn tíma fariö ófrjálsri hendi um varning sjoppunnar? Sniffið er búið að vera „ Já, já, þeir eru alltaf að reyna það. Ein hvort þeim tekst það án þess að upp komist veit ég ekki.” — Eru þeir að gera þetta til þess að ganga í augun á ykkur stúlkunum? „Já, ætli það ekki. Þeir gera þetta til aö upphefja sjálfa sig og vonast til að við stelpumar lítum upp til þeirra eftir á. En við erum ekki svo heimskar. ’ ’ — Hvemig er það, nú var töluvert um það að unglingar sniffuðu á siöasta skólaári. Er eitthvað um það ennþá? „Nei, það er alveg hætt. Eg veit að minnsta kosti ekki um einn einasta sem er ennþá í þessu. Þaö vom vissu-1 lega margir sem prófuðu þetta á sinum tíma, en svo fengu flestir leið á þessu, og þá datt sjarminn af þessu. Nú eru unglingar lika miklu betur upplýstir um skaösemi sniffsins en þegar þaö byrjaði. Það vita núna allir aö þetta er stórhættulegt, og því er sem er, að eng- inn þorir orðið að leggja út í þaö.” Algleymi dagsins að Ijúka — Nú er komin nokkur ókyrrð í hópinn. Greinilegt er að því algleymi, dagsins — löngu frímínútunum — er senn að ljúka. Krakkamir taka aö tín- ast út úr sjoppunni, en selja aö sjálf- sögðu glerin sín fyrst og fá eitthvaö góðgæti fyrir andvirðið til að japla á þegar aftur er snúið til alvöru lífsins. Einn strákanna í hópnum hnippir í okkur DV menn og segir biöjandi röddu: „Hvemig er það, getiði ekki skroppið með okkur yfir í skóla og fengið að taka nokkrar myndir inni i stofunni hjá okkur. Það er nefnilega stærðfræði í næsta tíma og ef þið kæm- uð þá fengjum við örugglega frí?” — En vitanlega er okkur ekki stætt á að tmfla skólahald. Bón drengsins er því synjað og hann röltir álútur í hópi félaga sinna niður regnblautan stíginn á vit mengja og algebru. -SER. Afsvip teipunnar á þessari myndmá alH eins ráða að hún sjái mjög eftirþvi að hafa innbyrt svo óhollan vökvaj sem gosdrykkur er, eða hvað? Ef nemendur verða uppvisir að reykingum i sjoppu þeirri er við heim- sóttum i Hólagarði i Breiðholti er þeim umsvifalaust visað á dyr. Hér sést einn örlagasonurinn úti i kuldanum. — Er sá í mútunum sleppir þessum orðum, sé ég hvar hinn dregur upp úr vasa sínum filteraðan vindling og er að búa sig undir að kveikja í honum þegar égspyr: Hvað er aðsjá til þín strákur, ertu byrjaður að reykja og enn þetta ung- ur? — Honum verður greinilega nokk- uð hverft við þessa áleitnu spumingu og hóstar nokkuö. Þegar hann hefur svo náð sér verður honum að orði: „Tja, þetta gera flestir sem á annað borð mæta hingað í sjoppuna. Það er á stöðum sem þessum sem maður lærir aðreykja.” — Þú segir að læra að reykja. Er það einhver lærdómur? Lærdómur og ekki lærdómur „Lærdómur og ekki lærdómur. Það er alla vega mun þægilegra að ánetjast sígarettunum en kennsluskræðun- um.” — Og hvað eru unglingar gamlir nú til dags er þeir byrja að fikta við vindl- inga? „Ætli flestir byrji ekki innan ferm- ingar. Ég hugsa það. Annars er þetta misjafnt. En það er vist að mjög marg- ir eru þegar byrjaðir að reykja þegar þeir koxnast í áttunda bekk. Að minnsta kosti allir sem hafa stundaö sjoppumar að ráði.” — Og hvað fær unglinga til aö hefja reykingar? „Já, hversvegna eru sígarettur yfir- leitt framleiddar?” — Það er góð spurning já! — En svona til að forðast rökræður: Hvað eyðið þið miklu héma í sjoppunni? „Við eyðum venjulegast öllum þeim peningum sem við eigum þegar við komum héma á morgnana. Og virðist þá litlu skipta hvað við eigum mikiö hverjusinni.” — Þið hafið þá ágæt f járráð? Ef foreldrarnir eru þá vaknaðir „ Ja, það f er dáldiö eftir því hvemig skapi foreldrar okkar eru á morgnana þegar við biðjum þá um monníng”...,,ef þeir eru þá vaknaöir,” bætir sá í mútunum við — og hann hefur orðið áfram: „Annars býst ég við að maður eyði þetta fimmtíu til hundrað kalli í sjoppuna á hverjum morgni, ef maðurá þá einhvem aur.” — Þegar hér er komiö sögu er sjopputurninn í Hólagarði orðinn al- gjörlega úttroðinn af unglingum. Og þeir fáu fermetrar, sem sjoppan er, gjMTiýttir. Það eru pústrar og stimping- ar milli manna: ,,Æ, já það brjótast alitaf út nokkur gauralæti í þessum strákfígúrum þegar mikið er um aö vera héma,” segir stúlkan er hvíslaöi BRÁTT ER ALLRA VEÐRA VON VERTU UNDIR ÞAÐ BÚINN Mótorþvottur 7 Skipt um bensínsíu í blöndungi .2 Rafgeymasambönd hreinsuð $ Viftureim athuguð Mæling á rafgeymi og hleðslu 9 Kælikerfi þrýstiprófað 2 , Loftsía athuguð i j Frostþol mælt i Skipt um platínur Mótorstilling & Skipt um kerti Öll Ijós yfirfarin og aðalljós stillt i IHemlar reyndir Verð: 4 strokka vél kr. 730. 6 strokka vél kr. 918. 8 strokka vél kr. 1.041. Auk vinnu er eftirtalið efni innifalið í verði: Kerti, platínur, frostvari og bensínsía Gæöaeftirlit meö gæðavörum. ^VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höföabakka9085539

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.