Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982. 23 hugsun aö meö þessari vondu spum- ingu sinni hafi hann fyrirgert frekari samspili félaganna. — Þaö var því með hálfum huga sem ég bar upp næstu spumingu — og hljóðaöi hún á þann veg: Er Nýja kompaníið að rembast viö aö móta sinn eigin tónlistarstíl? „Auðvitaö höfum við okkar stíl, en tilkoma hans, á ekkert skylt viö rembing. Þetta Nýja kompaníssánd sem viö teljum einkenna okkar tón- listarflutning er til oröiö vegna þess að allt frá stofnun bandsins höfum viö æft saman þetta tvisvar til þrisvar í viku, plús helgarnar. Þannig er samspil okkar oröið alveg gífurlega mikiö. Við þekkjum orðiö mjög mikið hver inn á annan. Þetta hefur sett nokkurn stimpil á tónlist okkar — og þaö er að viö höldum, ekki neikvæður stimpill.” Að finna fyrir návist hinna spilaranna — Er hægt aö lýsa fílingnum sem hlýst af því að spila jass, í fáum og meitluðum orðum? Kompanísmenn veröa þungt hugsi, halla höföunum upp í loft, góna á Ijósa- krónur í þungum þönkum, en þegja. Loks veröur einum þeirra aö oröi: „Ja, fílingurinn er annars vegar sá aö finna fyrir návist spilaranna. Hins vegar er þaö tilfinningin fyrir til- heyrendunum þegar maöur er að spila læf. .. þið vitið strákar, þegar einhver ykkar tekur sóló og þaö er klappað aö því afloknu, þá fleytir þaö ykkur yfir allt þaö sem eftir er af tónleikun- um.. .ekki satt? Tómas R. Einarsson. —Fjórmenningamir er þögöu gaum- gæfa þessi orö vandlega, klóra sér í vöngum eöa hnakka, og játayþessu svo hver og einn að lokum. Þeim er mælti, léttir stórlega, þar hafði hann flutt þjóöinni mikinn sannleik. Megin þáttur jassins er óákveðinn En hvaö er þaö sem fæst út úr jass- inum umfram rokkiö? „Það er miklu meira frelsi í jasstón- listinni. Megin þáttur jassins er óákveðinn, á meöan rokklögin eru meira einskoröuö viö sömu útsetn- inguna. I raun er lagstefið sjálft í jasstón- listinni bara afsökun fyrir þeim sól- óum sem hver og einn spilari fremur í laginu. En þaö veröa líka allir að vita hvaö sólóistinn er aö gera og hvert hann stefnir í sólói sínu. Hann hefur viss áhrif á undirleikinn, en undirleik- ararnir veröa líka aö hafa sín áhrif á sólóistann. Þaö verða því allir að hafa eyrun á stilkum til að meta rétt þá hluti sem em að gerast í kringum hann.” — Plata Nýja kompanisins kom út fyrir rúmri viku, eins og fyrr greinir. Hún geymir átta lög, sem öll eru frum- samin af meðlimum bandsins, utan tvö lög sem teljast vera íslensk þjóðlög. Eru þau í útsetningu Jóhanns G. pían- ista, sem raunar á bróðurpartinn af út- steningum laga á plötunni. Kvölda tekur, tekin upp Ifffs Kvölda tekur, er tekin upp lífs, þaö er aö segja, öll hljóðfærin eru tekin upp í einni svipan, en ekki er stuðst viö grunn í byrjun, eins og jafnan tíökast viö plötuupptökur. „Okkur fannst nauðsynlegt aö taka plötuna upp á þennan hátt. Jassinn kallar bein- línis á það. Hann er lifandi og ótækt er aö mixa hann saman,” segja þeir Kompanísmenn. — Eins og jass-unnendum ætti að vera kunnugt um, þá átti téö plata aö birtast landsmönnum í maímánuði í Sigurður Valgeirsson. vor, en hún var tekin upp í mars. En leiðar tafir komu í veg fyrir aö af útkomu hennar gæti orðið þá. Fyrst ber aö nefna mistök í mótagerð plöt- unnar sem rekja má til fýrirtækis nokkurs í London. Svo klikkaöi pressan hjá Ha&ifirðingunum og má raunar svo áfram telja. En platan kom samt sem áöur út í síöastliöinni viku,” og mátti varla seinna vera, því í okkar skilningi eru þetta oröin gömul lög sem finna má á plötunni — því ný lög hafa bæst viö. Platan gefur góða innsýn í tónlist okkar — En hvemig finnst ykkur svo útkoman vera? ,,Eigum við ekki aö segja aö okkur finnist hún vera stórgóð. Vissulega má alltaf gera betur. Viö teljum samt aö þessi plata gefi ágæta mynd af þeirri tónlist sem við viljum miðla, og gefi fólki nokkuð góða innsýn inn á þær brautir sem tónlist okkar mun væntanlega taka á næstu mánuöum og árum. Sem sagt hressir meö útkomuna — og vonandi er aö fólk geti átt góðar stundir viö aö hlýöa á hana. — Mun platan brjóta ísinn fyrir unga jassista sem enn hafa ekki þorað að stofna til hljómsveitar? „Þaö er ómögulegt um að segja, en þaö er óskandi. Viö höfum ver- ið dálítið einmana í þessum bransa til þessa, ef litiö er til meðal- aldurs okkar og þess aö þaö hafa helst veriö eldri tónlistarmenn sem eitthvaö hafa starfað í jassinum til þessa. Platan er aö minnsta kosti okkar lóð á vogarskáhna í því tilliti aö gefa ungum jassistum tilefni til aö stofna band.” Templurum blótað . . . — Þessu næst fórum viö að tala um leiöir til þess að jassinn ætti greiða Sigurður Flosason. leið inn í hjörtu ungmenna. Eftir óteljandi vangaveltur komumst viö aö þeirri sjálfsögöu niðurstöðu, að til þess þyrfti litla klúbba sem tækju þetta hundraö og fimmtíu manns í sæti og kleift yrði aö bjóða jipp á lif- andi jass á síðkvöldum. Þar gæti fólk hist, rætt málin yfir kaffibolla eöa einhverju þaöan af sterkara jafn- framt því sem tónaflóöið kryddaði umræðuefniö. Aö mati Kompanísmanna ylgdi þó sá böggull skammrifi í þessu sambandi aö til aö rekstrargrund- völlur væri fyrir stööum sem þessum, þá þyrfti leyfi fyrir sölu bjórs aö koma til. Þessi draumur þeirra yröi því vart aö veruleika fyrr en eftir nokkur ár, jafnvel áratugi. Og svo var farið að blóta templurum og öörum minnihlutahópum sem standa í vegi fyrir jafn sjálfsögðum hlut og sölu bjórs í þessu frjálsa landi sem við héldum jú að ísland væri. Sá draumur er notalegur Já, sá draumur er notalegur aö hér- lendis væri hægt aö rölta inn á knæpu og hlusta á jassgeggjara fleyta sveiflu yfir sali. En sá draumur er því miður ekki enn orðinn að veru- leika. Platan Kvölda tekur er hins vegar blákaldur veruleikinn. Og vissulega er fyrsta skrefiö til eflingar íslensks jass, að hlusta á það afkvæmi félag- anna í Nýja kompaníinu. -SER. Aðstoðarstúlka óskast í hlutastarf á tannlæknastofu í Kópavogi. Tilboö sendist auglýsingadeild DV, Síðumúla 33, fyrir kl. 17 mánudaginn 27. sept. merkt: „Að- stoðarstúlka 999”. Notaðir tyftarar í miklu úrvafí 2. t raf/m. snúningi 2.5 t raf 1.5 t pakkhúsiyftarar 2.5 t disil 3.2 t disil 4.3 t disil 4.3 t disil 5.0 t dísil m/húsi 6.0 t dlsil m/húsi K JÓNSSON & CO. IÍF. £2 srii.L Vitastíg 3 Sími 91 26455 TILBOÐ ÓSKAST í EFTIRFARANDI BIFREIÐAR í TJÓNSÁSTANDI: BMW 520 Iárg. 1982. Cortina 1300 árg. 1979. Cortina 1600 GL1979. Range Rover árg. 1974. Toyota Corolla station árg. 1980. Ford Capri árg. 1972. Austin Allegro árg. 1977. AudilOOLSárg. 1975. Lancer árg. 1975. Taunus 17 M árg. 1971. Ford Grand Torino árg. 1974. Scania Vabis, rúta, 48 manna, árg. 1967. Vauxhall Viva 1972. Honda bifhjól MT 50 ’81. Bifreiöarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 25. sept. frá kl. 1—5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl. 5 mánudaginn 27. sept. Brunabótafélag íslands. Nú er hún komin ... Vélin, sem tengist köldu vatni eingöngu eða heitu ög köldu — sama vélin — en þú velur með spamaðartakka ódýrasta þvottamátann, við þínar heimilisaðstæður Bwjífefcáiáfoý&tw Hf Hitun Þvottur Vinding Þurrkun • Þéýtívinding með 850 sn. á mín. • Tekur 5 kg af þui+þvotti. • Hefur 10 grunnþvottakerfi. • Sjálfstilltur forþvottur og aðalþvottur. • Auk þess sjálfstætt hitaval fyrir 30,40, 60 og 95 gráðu heitan þvott (suða). ^UHumsm Armúla 3 ■ Simi 38900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.