Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Page 8
8 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaflur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. i-rettastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftar rö á mánuði 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Næsta skref Ef hallinn á þjóðarbúinu minnkar úr 10%, sem hann ei á þessu ári, í 5% á næsta ári, hefur ríkisstjórnin náð hálfum árangri með bráðabirgðalögunum í ágúst og september. En hinn helminginn þarf líka, ef duga skal. Hægt er um tíma að reka þjóðarbú með halla, ef skulda- söfnunin í útlöndum er notuö til arðbærra verkefna, sem skila auknum gjaldeyristekjum, þegar kemur að skulda- dögunum. En sú hefur ekki verið raunin hér. Fyrir bragðið hefur skuldabyrðin aukizt óhugnanlega hratt. Hún er nú komin í eða yfir 20% af útflutningstekj- unum. Lengra verður ekki gengið á þeirri braut án þess að lenda í vítahring Póllands og Mexíkó. Á hverju sviðinu á fætur öðru rekum við okkur undir þak. Landbúnaðurinn hefur löngum framleitt vörur, sem enginn þarf á að halda. Sjávarafli er kominn upp fyrir það hámark, sem fiskistofnamir þola. Við verðum að gera ráð fyrir, að þjóðartekjur muni ekki vaxa á næstu árum og jafnvel enn skreppa saman. Viö verðum því að draga hressilega úr þjóðarútgjöldum og koma þeim niöur í sömu tölur og þjóðartekjurnar. I ár verður um þriggja milljarða munur á þjóðar- tekjum og þjóðarútgjöldum. Á næsta ári getur munurinn komizt vegna bráðabirgðalaganna niður í hálfan annan milljarð á núverandi verðlagi. Og þá þarf að finna annan eins sparnað til viðbótar. Það, sem nú hefur gerzt, er, að ríkisstjórnin hefur þvingað samtök launþega til að sætta sig við skerðingu kaupmáttar, sem nemur um 2% á þessu ári og 6% á hinu næsta. Þjóðin hefur samþykkt að herða mittisólamar. Það er sögulegur atburður, að átaka- og verkfallalaust skuli vera unnt að ná víötæku samkomulagi um, að þjóðin hætti að lifa um efni fram. En jafnframt verður í náinni framtíð erfitt að höggva í sama knémnn. Hvar á þá að taka hinn helminginn af umframeyðslu þjóðarinnar? Ekki verður hann tekinn af óvenjulega illa stæðum atvinnuvegum. Þeir verða að hafa mátt til að standa undir fullri atvinnu og þjóðarframleiðslu. Þegar litið er yfir helztu stærðir þjóðarbúsins, sker í augun, að fjórðungur þjóðarteknanna er lagður til hliöar í fjárfestingu — eða svokallaða fjármunamyndun. Þetta er allt of hátt hlutfall á erfiðum tíma. Hin mikla fjárfesting væri í lagi, ef hún öll skilaði sér aftur í aukinni þjóöarframleiðslu. En það gerir hún ekki, af því að áratugum saman hefur ríkið talið í sínum verka- hring að beina henni til forgangsverkefna. Fjárfestingar ríkisins hafa aukizt ár frá ári að undan- fömu. Sem betur fer verður þar um 6% samdráttur í ár og þarf enn að verða á næsta ári. Þar verður næsta þolraun ríkisstjórnarinnar í f járlagafrumvarpi og lánsfjáráætlun. Hróplegt dæmi um vitleysu íslenzkrar f járfestingar er, að í ár er spáð minni samdrætti í fjárfestingu land- búnaðar og útgerðar en í öðmm atvinnuvegum. Pening- arnir renna til þátta, þar sem þegar er búið að fjárfesta of mikið. Ríkið hefur stuðlað aö þessu og stuðlar enn með því að veita fjárfestingu í landbúnaði og fiskveiöum forgang umfram aðra f járfestingu. Þetta kemur m.a. fram í sjálf- virkum og háum lánum með 1 júfum k jömm. Ef ríkisstjómin sparar óþarfa f járfestingu með því að hætta að veita fjárstraumum í ákveðnar áttir og með því aö efla strangan niöurskurð í opinberri fjárfestingu, er hægt að ná jafnvægi í þjóðarbúinu. Jónas Kristjánsson. DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982. 411tíkleinu!: 'Ejýst eftír rekstr- argrundvelli Nú er Amríkuför forsetans lokiö og hann kominn heim í rústirnar rjúkandi. Fyrir vestan haf reif for- setinn vorn langa kúltúrfisk úr roði, frammi fyrir orðlausum Amrík- önum, meðan skandinavískir blaða- menn sátu og gnístu tönnum, að manni skilst. En meöan Amríkanar fögnuðu for- setanum, sigldu togarar í land hér heima og útgerðarmenn heimtuðu rekstrargrundvöll. Þetta lýsir vondum mannasiðum og heimtu- frekju enda bar Steingrímur sig aumlega. ,JHér sit ég i minum stóli og færi ykkur togara eftir togara, allt eftir þörfum,” segir hann. ,,Svo læðist þið aftan að mér og gerið mér bilt við með því að heimta rekstrar- grundvöll líka. Hvað voruð þið að heimta alla þessa togara?” Og það stendur ekki á svörunum: „Hvað varst þú að leyfa alla þessa togara, ef ekki var rekstrargrund- völlur fyrir þeim?” I Kína mun það hafa verið hefð í gamla daga, að ef einhver maður asnaðist til að bjarga öðrum úr lifsháska, varð hann þar með ábyrgur fyrir framfæri mannsins, þaö sem eftir var. Stein- grímur er í sömu stöðu og hinn lán- lausi, kínverski bjargvættur. Ef eftir japl og jaml og fuður, fannst rekstrargrundvöllur. Olía skal greidd niöur, fiskverð hækkað og lánum breytt. (Menn kynnu aö ætla að með því að hækka fiskverð, væri rekstrargrundvellinum kippt undan fiskvinnslunni, til að skjóta honum undir útgerðina, en það er bamaskapur, viö fellum bara gengið. Óg ef það kemur illa við einhverja aðra, þá lögum við það seinna. Koma tímar, koma ráð, eins og maðurinn sagði, og við getum teygt og togað i aumingja rekstrar- grundvöllinn eftir lyst, hann er teygjanlegur eins og gúmmídúkur). En nú þegar togararnir eru allir úti að sækja björg í þjóöarbú, er okkur tjáð, að hin margrædda skuldabreyting nái ekki að draga rekstrargrundvöllinn inn undir hluta togaraflotans. Breytingin verður þannig að fyrirtækin verða að eiga veö fyrir lánunum sem breytt verður. Allar eignir munu hins vegar þegar vera veðsettar að fullu, og þannig útséð um að grundvöllurinn nái undir þá veösettu. En eflaust verður því bjargað, einhvern veginn. Hins vegar berast þær fréttir frá Amríku, að eitt það, sem amrískir þingmenn spuröu forsetann um þar úti, voru þær tilraunir, sem hér hafa verið gerðar til að nota þorskalýsi til eldsneytis. Það sem helst mun hafa valdið hrifningu þarlendra, var það að ekki mun nein mengun af brennslu lýsisins, eins og því miður er af brennslu olíu. Ekki veit ég hverju forsetinn svaraði þessari fyrirspum en óneitanlega vakna ýmsar hugmyndir um hugsanlegt notagildi lýsisins fyrir þjóðarbúið. Til dæmis mætti hugsanlega komast hjá þvi aö greiða niður olíu til flotans, með því að skipa öllum út- gerðarmönnum að breyta vélum sínum svo þær geti brennt lýsi. Þar með kæmi upp skringileg lokuð hringrás, þannig að togaramir halda á miðin til aö veiöa þorsk, sem síöan Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason skrifar er verkaður, auðvitað, og lifrinni breytt í lýsi svo þeir komast út aftur til að veiöa meiri þorsk sem gerir þeim kleift aö komast aftur út til að veiða meiri þorsk og svo framvegis. Þar með yrði byggö inn í veiðarnar fiskstofnavernd því í aflabresti yrði auðvitaö orkuskortur svo sóknar- þungi minnkaði sem gerði fiskstofn- unum kleift að ná sér. Meö því að smyrja rekstrargrundvöllinn með lýsi, mætti þannig teygja hann undir hvaða togara sem er, jafnvægi í byggð landsins yrði tryggt og íslenskri menningu b jargað. Þaö hefði verið saga til næsta bæjar, hefði skortur á rekstrar- grundvelli orðið íslenskri menningu aö fjörtjóni, einmitt í þann mund sem við vorum að kynna hana í Amríku. Aö sönnu hefur þessi lausn á vandanum sína galla. Satt er aö ekki fylgir lýsisbrennslu mengun en hins vegar nokkuð megn lykt. Sú lykt er sögð einna líkust þeim þef sem fundist hefur í íslenskum eldhúsum um aldir, þegar húsmæður steiktu kleinur. Hingað til hefur sú lykt ekki þótt af hinu vonda. En ef við hugsum okkur að ekki einasta togarar, heldur einnig bifreiðar færu að brenna þessu heimatilbúna eldsneyti, má gera ráð fýrir að mönnum þætti þessi lykt leiöigjöm. Aö lokum má fastlega gera ráð fyrir því, að kleinan, tryggt kaffibrauð íslenskra bænda um aldir, yrði aflögö. Við verðum því að spyrja okkur þessarar einföldu spurningar: „Yrði íslensk menning söm, án klein- unnar?” Ef svarið er já, er allt i himnalagi. En ef svarið er nei, yrðum við að svara annarri sam- viskuspurningu: ,,Ef við förgum kleinunni, getum við lifað við það brot íslenskrar menningar, sem eftir stæði? Yrði lífið þess virði að lifa því?” Þessum spurningum verðið þið að svara, lesendur kærir, áður en ljóst verður hvort nokkru sinni verður hægt að hafa hér á landi hvort tveggja i einu, íslenska menningu og traustan rekstrargrundvöll út- gerðar. -ÖBG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.