Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER1982.
21
Sýningarsalurinn i verksmidjubyggingunni„K 18" áðuren sýningin varsett upp.
útsjónarsemi og þá listrænu hæfi-
leika sem bera ættu uppi sýningu af
þessu tagi. Tók hann einnig til ráös
að setja sig í samband viö mynd-
smiði sem lagt höfðu stund á sköpun í
föst efni, jám, stein, við o.s.frv. og
fór fram á að þeir gerðu verk í mjúk
efni sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Gaf það góöan árangur.
Stakkur sniðinn
eftir vexti
Allan þennan tíma átti samstarfs-
hópurinn í mesta basli með fjár-
mögnun og varð einnig að búa við
tortryggni þeirra documenta-manna
sem héldu að verið væri að vega að
sínu fyrirtæki. Eftir mikið japl og
fuður tókst el Attar að skrapa saman
300.000 mörk (smb. 10 millj. til docu-
menta) og sýningin gekk upp, með
því að allir listamennirnir gáf u vinnu
sina.
Verksmiðjubygginguna K 18 fékk
hópurinn til afnota strax í upphafi og
þegar sýningin virtist ætla að verða
að möguleika, afréðu menn að taka
fyllsta tillit til aðstæðna í þessum
gömlu skemmum, nota þær til að
byggja sýninguna upp, en ekki draga
hana niður. Þátttakendur voru því
hvattir til að sníða verk sín í sam-
ræmi við skilyrði í K 18: bitana, mis-
fellur á skítugu gólfinu, litbrigöin í
hlöðnum veggjunum o.s.frv., og enn-
fremur var ákveðið að skipta sölum
ekki niður í bása, heldur búa til sam-
fellt „landslag” úr öllum verkum á
staðnum.
ÖHmjúkefni
Eg sá ekki betur en el Attar og
félögum hans hefði heppnast þetta
áætlunarverk sitt. Sýningin er afar
lífleg, gneistandi af hugviti og átök-
um við hin ýmsu efni sem þar eru
notuð. Verk svífa um loftin, liggja á
gólfi, hlykkjast eftir veggjum eða
kúra í hornum. Menn höfðu auðsjá-
anlega gefið sér eins víðar forsendur
og þeir mögulegast gátu þegar þeir
hugsuðu um .^Tijúk efni”. Þarna eru
t.d. klæði sem notuð voru í gjörninga
á opnun, þrykk af mannsbúkum á
lérefti, tjöld, þar sem seiður var
framinn öðru hvoru, fyrir utan verk
sem flokkast mundu sem einhvers
konar bræðingur skúlptúrs og textíl-
verka. Talsvert bar á áhrifum Evu
Hesse, Josephs Beuys og Claes Old-
enburg myndlistarmegin, en pólska
listakonan Magdalena Abaka-
nowicsz sýndist sterkuráhrifavaldur
í verkum þeirra sem virtust hafa
fengið þjálfun sína innan textíllista.
Oneitanlega bar meir á tilrauna-
starfsemi en endanlegum niðurstöð-
um á þessari sýningu, en á henni
virtist samt rík ja einhugur, hún virk-
aöi á áhorfandann sem heild og aö
því leyti greip hún hann fastari tök-
um en hin stefnulausa documenta. E1
Attar og félagar hans hafa þegar
fengiö rós í hnappagatið þar sem
15.000 manns höföu sótt sýninguna
þegar aðeins helmingur sýningar-
tímans var liðinn og nokkrar erlend-
ar liststofnanir höfðu lýst yfir áhuga
á annarri sýningu af þessu tagi. Hafi
menn áhuga á að skoða documenta
sýninguna og ..Stoffvechsel”, þá
lýkur þeim báðum um næstu
mánaðamót. AI
Patricia Hickmann — Bækur soldánsins, verk gert úrgörnum og málm-
þræði.
Haldin verður kartmílukeppni á brautinni
við Straumsvík laugardaginn 25. septem-
ber kl. 15. Keppendur mæti kl. 12.
ATHUGIÐ AÐ MARGIR NÝIR BÍLAR MUNU
MÆTA í KEPPNINA.
BMW 520 árg. 1980 Renault 14TL árg. 1978 1
BMW 518 árg. 1980 Renault 14TL árg. 1977
BMW 518 árg. 1977 Renault 12TS árg. 1978 I
BMW 323i árg. 1981 Renault 12 station árg. 1979
BMW 320 árg. 1980 Renault 12TL árg. 1977
BMW 316 árg. 1980 Renault 5TL árg. 1973
BMW 320 árg. 1981 Renault4 Van árg. 1977
BMW 320 autom. árg. 1980 Renault 4 Van árg. 1978
Renault 20TL árg. 1978 Rcnault 4TL árg. 1980
Renault 20TL árg. 1977 rtDim
Renault 18TS árg. 1980 UHItt
Renault 18TL árg. 1979 laugardaga k/. 1—6. |
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
1 Á 1 E 1 c < i c 1 Kennsla hefst , í byrjun október 1 lyrjendaflokkar: Tvisvar í viku fjj ;ramhaldsflokkar: Tvisvar— jrisvar í viku. 1 )pnir flokkar: Einu sinni í viku. 1 Vöalkennarar: Sigríöur Ármann ' >g Ásta Björnsdóttir. Innritun í síma: 72154. V
BRLLETSKÓLI 5IGRÍÐRR RRfYlRnn SKÚLACÖTll 32-34 ÓOO
Unglingaheim ili
ríkisins
10 ára
Iþví tilefni
verdum við með opið hús
að Kópavogshraut 17
sunnudaginn 26. septemher
milli kl. 13 og 17.
Veitt verðurkaffi
og starf heimilisins kynnt.
Allir velkomnir,
velunnarar og vandamenn.
Heimilisfólk.