Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1982, Page 36
NYJA
AGFAFILMAN
ÓTRÚLEGA SKÖRP
OG NÆM FYRIR LITUM
ÓDÝRARI FILMA SEM
FÆST ALLS STAÐAR
Stjóm SVR:
Vill hafna
öllumkaup
tilboðum
f Ikarus
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
AUGLÝSINGAR SÍDUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 27022
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982
Fær Hólmavíkurtogarinn milljónir í gjöf?
Framkvæmdastofnun
plöguð af nauðgurum”
— stjórnmálamenn og sjávarútvegsráðherra beita stofnunina þrýstingi
til að lána í vonlausar f járfestingar
Á fundi stjórnar Strætisvagna
Reykjavíkur í gær var fjallað um
kauptilboðin sem bárust i Ikarus
strætisvagnana en borgarráð hafði
vísað tilboðunum til stjómarinnar til
umsagnar.
Stjórn Strætisvagnanna mat öll
tilboðin óaðgengileg og taldi að
hafna bæri þeim öllum. Hins vegar
segir einnig í umsögninni að Ikarus-
yagnamir henti SVR illa samkvæmt
þeirri reynslu sem fengist hefur af
þeim í akstri þann tíma sem þeir
hafa verið í notkun. Borgarráð mun
fjalla um sölu Ikarus vagnanna á
fundi sínum næstkomandi þriðjudag.
-ÓEF.
Farmenn enn
Fjármögnun Hólmavíkurtogar-
ans, sem nú er í smíðum, hefur verið
með nokkuð óvenjulegum hætti.
Skuttogarinn, sem er í eigu Hólma-
drangs hf. á Hólmavik, verður að lik-
indum sjósettur um næstu áramót og
þykir sýnt að smíðaverð hans verði á
bilinu 80 til 100 milljónir króna. Yrði
hann þar með dýrasti togari sem
smíðaður hefur verið innanlands og
sá togari sem minnstar líkur eru til
að gæti staðið undir sér.
Samkvæmt útreikningum sem
Þjóöhagsstofnun gerði fyrr á árinu
þyrfti nýr togari að veiða hátt í 20
þúsund tonn til að standa undir sér
og er þá fjármagnskostnaður
þyngsti bagginn. Meðaltogarinn fisk-
ar hins vegar ekki nema 3700 tonn og
hámarksafli togara er um 6000 tonn.
Hólmavíkurtogarinn er því fyrir-
framdæmdurtil gjaldþrots.
Frá því var greint í DV sl. miðviku-
dag og Byggðasjóður Framkvæmda-
stofnunar hefði ákveðið að veita 15%
af smíðaverði togarans að láni en
það er 5% hærra hlutfall en sjóðurinn
veitir vanalega til skipakaupa. I
stjórn Framkvæmdastofnunar hefur
hins vegar verið rætt um að gefa út-
gerðarfélaginu þessa umframfjár-
veitingu frekar en að lána hana.
,,Það er margfalt ódýrara að gefa
þessa fjárhæð en lána þegar um er
að ræða f járfestingu í svona vitlaus-
um hlutum og vitað er að lántakend-
ur geta aldrei greitt til baka,” sagði
einn heimildarmanna DV. Sagöi
hann að stjórn Framkvæmdastofn-
unar hefði verið beitt miklum þrýst-
rngi til að veita aukið lán til Hólma-
víkurtogarans, bæði frá stjómmála-
mönnum og sjávarútvegsráðherra.
Ástæðan fyrir því að tillagan um
styrk í stað lánveitingar hefði ekki
enn verið samþykkt sagði hann vera
þá að þama væri um aö ræða slæmt
fordæmi.
„Framkvæmdastofnun er plöguö
af alls konar nauðgurum sem hafa
önnur sjónarmið að leiðarljósi en
arðsemissjónarmið og það gerir
þessa stofnun ákaflega undarlega
samansetta. Stjómarmenn vissu að
það var aldrei ætlunin að greiöa
þetta fé og því létu menn undan
þrýstingi ráðherra og pólitíkusa því
með þessari tillögu er verið að gera
grín að þessu heimskulega kerfi,”
sagði heimildarmaöur blaðsins.
Eggert Haukdal, stjórnarformað-
ur Framkvæmdastofnunar, vildi
ekkert um máliö segja er DV bar
þaðundirhannígær. ÖEF
á fundi
Fundur undirmanna á farskipum
og fulltrúa skipafélaganna stóð enn
yfir í gærkvöldi þegar blaðið fór í
prentun. Deiluaðilar hittust hjá
sáttasemjara klukkan 9 í gær-
morgun og um sjöleytið höfðu lín-
umar ekki skýrst þannig að hægt
væri að segja aö horfur væru á sam-
komulagi.
Aðeins þrjú kaupskip vom í höfn
þegar verkfall undirmanna á far-
skipum gekk i gildi á hádegi í þær.
-ÖEF.
Sól sunnan-
lands og vest-
an en kalt
Ibúar suðvesturhorns landsins
munu njóta sólar um helgina, rætist
spá Veðurstofunnar. Gert er ráö
fyrir áframhaldandi austan- og
norðaustanátt á landinu og svipuðu
hitastigi og verið hefur. Það veröur
því fremursvalt.
Á Norður- og Austurlandi er spáð
skýjuðu og einhverri rigningu. Á
Suður- og Vesturlandi er gert ráð
fyrir þurru veðri og léttský juðu.
-KMU.
Vörubíllinn
henti f ólks-
bflnum út
fyrirveginn
— nýjar slysamerk-
ingar lögreglu
Vömbíll ók á kyrrstæðan fólksbíl á
Reykjanesbraut í gær. Sprungið
hafði á fólksbílnum og hafði hann þvi
veriö skilinn eftir mannlaus. Bíllinn
hentist út fyrir veg. Á myndinni má
sjá lögregluþjóna líma miða á staur
viö bílinn. Það er nýmæli og verða
rauðir miðar limdir á slysastaði og
bláir þar sem harðir árekstrar
verða.
DV-myndS.
Enn errættum gervigras á Laugardalsvöllinn:
„Iðjagrænn grasvöllur
við hlið skautasvells”
Bandarískur maöur, Ed Miller að
nafni, hefur dvalið hér á landi undan-
fama daga, og kynnt gervigras á
iþróttavelli. Hélt hann fund í gær
með forráðamönnum knattspymu-
félaga á Reykjavíkursvæðinu.
Margoft hefur verið rætt um að
setja gervigras á Laugardalsvöllinn.
Grasflöt þessa aðalíþróttaleikvangs
landsins hefur í mörg ár verið
frammámönnum í íþrótta-
hreyfingunni og umsjónarmönnum
vallarins hinn mesti höfuðverkur.
Hefur leikvangurinn af þeim sökum
nýst minna fyrir knattspyrnuleiki en
margur hefur kosið. 1 sumar var
völlurinn nær ekkert notaöur fyrr en
undir lok keppnistímabilsins. Er
hann þó i afar slæmu ástandi eftir
sumarið.
„Ástand vallarins er ekki gott,
það er óhætt að segja,” sagði Baldur
Jónsson vallarstjóri.
„Veturinn framundan er ekkert,
gleðiefni. Engin grasspretta hefur
verið í á annan mánuö. Við treystiun
bara á guð og lukkuna og vonuin að
vorið verði gott,” sagði Baldur.
Baldur kynntist fyrir þremur ár-
um gervigrasi í Osló.
„Osló var á kafi í snjó. Allt í einu
komum við að iðjagrænum grasvelli,
upphituðum. Ungir og gamlir léku
sér þar viö hliðina á skautasvelli.
Það var alveg sérstök upplif un að sjá
þetta.”
Það er því ekki nema von að
Baldur sé farinn að líta hýrum aug-
um til gervigrassins. Hann hefur
þegar átt viðræður við Bandaríkja-
manninn sem hér er staddur. En
mörg ljón eru í veginum.
„Gervigrasið eitt kostar tíu
milljónir,” segir Baldur. En fjár-
málin eru ekki eina hindrunin.
„Knattspymusamband Evrópu,
UEFA, vill ekki viðurkenna leiki á
gervigrasi. Það setur okkur stólinn
fyrir dyrnar. Alþjóða knattspyrnu-
sambandið hefur hins vegar viður-
kennt það.
Um leið og Knattspymusamband
Islands samþykkti gervigras myndu
hlutimir breytast. Þá yrði allt annað
viðhorf. En vegna afstöðu UEFA
hefur KSI ekki talið rétt að setja
gervigras á völlinn,” sagði Baldur.
-KMU.