Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Síða 7
DV. FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER1982.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Ágúst-heimilisbókhaldið:
Lægst meðal
tal hjá sex
manna
fjölskyldu
— tveggja manna f jölskylda lægst
síðast, hæst nú
Upplýsingaseölar til samanbnrðar á
heimiliskostnaöi voru fleiri í ágúst en í
júlí, eftir því sem fleiri seölar berast
okkur er uppgjör marktækara. Sumar-
leyfi bókhaldara hafa þó enn áhrif á
þátttöku og útkomu.
Við greindum frá því í gær á
neytendasíðunni aö landsmeðaltal
matarkostnaðar hafi hækkað eftir
okkar tölum um 5,8%.
Meðaltal eftir fjölskyldustærðum er
nokkuð öðruvísi fyrir ágúst en það var
mánuðinn á undan.
I júlí hafði tveggja manna fjölskylda
lægsta meðaltal í matarkostnaði, en í
ágúst kemur sama fjölskyldustærö út
með hæsta meðaltal. Við ætlum aö
birta hér tölur fyrir báða mánuðina til
samanburðar:
Meðaltal eftir fjölskyldustærð.
Matur og hreinlætisvörur.
\gúst '82
veggja manna fjölskylda meðaltal kr. 1.247,-
riggja manna fjölskylda meðaltal kr. 1.081,-
jögurra manna fjölskylda meðaltal kr. 1.105,-
imm manna fjölskylda meðaltal kr. 1.101,-
:x manna fjölskylda meöaltal kr. 957,-
ömannafjölskylda meðaltal kr. 1.125,-
iu manna fjölskylda meöaltal kr. 1.022,-
W'82
veggja manna fjölskylda meðaltal kr. 820,-
riggja manna fjölskylda meðaltal kr. 821,-
jögurra manna fjölskylda meðaltal kr. 1.117,-
imm manna fjölskylda meöaltal kr. 1.957,-
;x manna fjölskylda meðaltal kr. 1.006,-
lömannafjölskylda meðaltal kr. 1.053,-
Hælsta meöaltal fyrir einstakling er
kr. 1.247, í tveggjamanna fjölskyldu er
lægst kr. 957, í sex manna fjölskyldu .
Mismunurinn er30.3%.
Þegar litið er á lægsta meöaltal í júlí
er munurinn 52%. Flestir seðlar bárust
frá fjögurra manna fjölskyldum og
eftir kenningunni ætti sú útkoma að
vera einna marktækust. Meðaltalsút-
koman h já þeirri f jölskyldustærð er kr.
1.105.
Upphæðir á seðlum frá fjögurra
manna f jölskyldum eru ákaflega mis-
jafnar og rétt að líta á þær hæstu og
lægstu. Ein fjögurra manna f jölskylda
á Norðurlandi hefur meöaltal í matar-
kostnaði kr. 565, sem er lægsta talan í
þessumflokki.
Hæsta talan sem viö höfum frá fjög-
urra manna fjölskyldu er kr. 1.980, á
einstakling (kr.1.415,--j.Þarnaer geysi-
mikill munur á matarkostnaði, þó um
sömu fjölskyldustærð sé að ræða.
Þessir upplýsingaseðlar eru báðir frá
fjölskyldum á Norðurlandi. Þegar við
svo lítum á tölur frá fimm manna fjöl-
skyldum er þaö sama upp á teningn-
um. Ein fimm manna fjölskylda á
Austurlandi kemst af með mat og
hreinlætisvörur fyrir kr. 601, fyrir
hvem einstakling. En einstaklingar
innan sömu fjölskyldustærðar þurftu
kr. 2.017 í síðasta mánuði hjá fjöl-
skyldu sunnanlands. Mismunurinn á
hvað þessar tvær fjölskyldur, sömu
stærðar, þurfa til matarkaupa er kr.
1.416.
Margir em ósáttir við lágt meðaltal í
matarkostnaði, sem við reiknum út
hér mánaöarlega eftir innsendum
upplýsingaseðlum. En eins og sjá má á
ofangreindu er ákaflega misjafnt hvað
fólk kemst af með fáar eða margar
krónur til matarkaupa mánaðarlega.
Þaö er meðaltalið sem við reiknum út.
Tökum dæmi í framhaldi af því sem
sagt er hér áður: Einn einstaklingur
eyðir kr. 750, í mat á mánuöi, næsti
eyðir kr. 2.000. Meöaltalið er þá kr.
1.375. Síöan er þaö hvers og eins að
meta hvor talan, tvö þúsund krónur
eða sjö hundruð og fimmtíu er
raunhæfari þegar hann roetur eigin
eyðslu. -ÞG
Upptýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér oröinn virkur þátttak-
andi i upplýsinganúðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjðlskvldu af sðmu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
txki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaður í september 1982
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað • kr.
Alls kr.
FÖSTUDAGSKVÖ LD
IJI5HUSINU11JI5 HUSINU
OPIÐ
í ÖLLUM
DEILDUM TIL
KL. 10 I KVOLD
Nýjar vorur
í öllum deildum
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9-12
MATVÖRUR RAFLJOS
FATNAÐUR REIÐHJÓL
HÚSGÖGN
RAFTÆKI
Jli f
#■ ■ ■ m l_
A A A A A A
, Jón Loftsson hf __
Hringbraut 121
B e5 CŒI a'ÍMMElOr, , x
E E5 E CL3 EJQUaqrP'T^!
^i i—- i—. LJ i—i i ,J í—l iq j y
uaiFiiauuHiiwiiiaiÍ!,,
Sími 10600