Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER1982.
13
/ sameinuðu þingi sitja allir þingmenn — en mætti ekki kjósa til deilda með
mismunandi hætti?
fulls, en getur sent þau óðalsþinginu til
baka með athugasemdum.
Ef óöalsþingið fellst ekki á athuga-
semdir lögþingsins og deildirnar ná
ekki saman fara frumvörpin til
Stórþingsins, sem getur samþykkt
frumvarpið með 2/3 atkvæða.
En þótt Alþingi skipti sér í deildir
eins og norska Stórþingið, þá er vald-
svið þingdeildanna sótt til fyrirmynda
frá danska Þjóðþinginu, en meðan
danska Þjóöþingið var skipt gat hvor
þingdeildin fellt mál fyrir hinni og
tekið sjálfstætt mál upp eins og hér.
Deildaskiptingin komst ekki á hér á
landi fyrr en með stjómarskránni 1874.
Fram að því var Alþingi ein málstofa.
Islendingar óskuöu sjálfir eftir deilda-
skiptingu, m.a. til þess að forðast viss-
ar hömlur á starfsemi þingsins, sem
danska stjómin vildi gera. Of langt
mál er aö fara út i þá sálma hér.
Upphaflega sátu 6 konungskjömir
þingihenn í efri deild af tólf og vom þvi
stöðvunarvald þar. Konungkjörið var
afnumið og landskjör tekið upp í stað-
inn. Landskjör til efri deildar var
afnumið 1934.
Kjósamámeð
misjöfnum hætti
Nú segja andstæðingar deildaskipt-
ingarinnar, aö það sé út í hött aö hafa
tvær deildir, þar sem þær séu skipaðar
eins.
Því er þá til að svara, að ekkert
kemur í veg fyrir að kosið sé með mis-
jöfnum hætti til deildanna. Má t.d.
hugsa sér, að til efri deildar sé kosið
með hliðsjón af byggðasjónarmiðum
en til neðri deildar með hliösjón af
fólksfjölda, og taka þannig miö af
Bandaríkjaþingi.
Þá má hugsa sér að setja þá menn í
efri deild, sem ekkert umboð hafa frá
almenningi til þess að stjórna landinu,
en gera þó kröfu um hlutdeild til þess í
skjóli valda og em þar til nefndir
forustumenn launþegasamtaka og at-
vinnurekenda, formaður rithöfunda-
sambandsins og Agnar Guðnason. Með
þessum hætti mætti setja umræður
þessara manna undir opinbert eftirlit
með því að láta orðaskipti þeirra og
ráðherra fara fram í opinni málstofu,
og jafnframt má ákveða í stjórnarskrá
vald þessara mann til áhrifa. Meö
þessum hætti er efri deild Irska þings-
ins skipuð.
Enn má svo benda á, að auðvelt er að
koma í veg fyrir „stjómskipulegar
sjálfheldur” með því að taka alfarið
upp norska kerfið. Norðmenn láta vel
af því.
Það fylgir deildaskiptingunni nefni-
lega sá kostur, að þingið verður virk-
ara. Hægt er aö afgreiða helmingi
fleiri mál með þvi að ræða sitt máliö í
hvorri deild, málsmeðferð verður'
öruggari af því að smærri nefndir
kanna málið.
Ef hins vegar á að sameina deildim-
ar þá verður málsmeðferð öll stirðari,
nefndirnar hljóta að stækka og vinna
því hægar. Með öömm orðum: þing-
haldið verður dýrara.
Margt fleira mætti tína til. Hættan
er hins vegar sú að stjórnmála-
flokkarnir semji um þetta sín í milli
með hliðsjón af stundarhagsmunum
sínum.
Slíkt myndi ekki gerast, ef kvatt
væri samantil þjóðfundar.
Haraldur Blöndal.
á íslandi
Friðarhreyfing
lenínista, sem bentum á vitleysumar
árum saman, var lítt hlustað og
reynt að gera orð okkar tortryggileg
af því að aðrir, s.s. kínverskir ráða-
menn eða kunnir kratar, sögðu það
sama.
Friðarhreyfingamar eru flestar;
andófssamtök gegn kjarnavopnumj
einum.
Styrkur þeirra liggur í því að reiði |
fólks og Kræösla við vopn þessi getur
breytt stefnu hernaðaryfirvalda og
minnkað hættuna á notkun þeirra.
En veikleikinn liggur í því að friður
fellur hvorki né stendur með kjarna-
vopnum.
Heildstæð friðarhreyfing verður að
taka til alis ófriðarins sem risaveldin
standa í eöa að baki nú á þessari
stundu; þær verða að berjast fyrir
lífvænlegri varaastefnu lands og
sjáifstæði í varaarmálum; þær
verða að berjast fyrlr að sem flestir
eigi möguleika á að lifa af ófrið og
lifa eftir hann, hversu alvarlegar
afleiðingar hann kynni að hafa.
Til eru þeir sem þetta vilja innan
friðarhreyfinganna, en margir vilja
á ekkert slíkt heyra minnst og láta
jafnvel eins og aðalatriðið sé að
afvopnast einhliða og Ieggjast á
grúfu.
íslensk friðarhreyfíng
Friðarhreyfingin er margþætt.
Það sést best á því að hún spannar
yfir vítt pólitískt s við.
Hér á landi hafa allmargir látiö að
því liggja að stofna ætti til breiðrar
hreyfingar í þágu friðar. Þar era
jafnt prestar, róttæklingar, fram-
sóknarmenn, kratar, sjálfstæðis-
menn og launaðir eða hugsjóna-
blindir talsmenn Kremlar. Það væri
ef til vill einhvers virði ef slík
hreyfing andæföi kjamavígbúnaði
beggja risaveldanna eingöngu. En
heldur vildi ég sjá víðtækari stefnu
og þá ef til vill töluverða verkaskipt-
ingu innan hreyfingarinnar.
Nú er landsráðstefna SHA fram-
undan. Hún gæti ef til vill hlevpt lífi í
umræðu um friðarhreyfingu.
Eg legg til að ráöstefnan ræði þessi
mál og geri að sínum:
1. Andstöðu við nýju bandarisku
kjamavopnin í Evrópu og kröfur
um að Sovétmenn eyði SS—20 kerfi
sinu um leið og bess er krafist af
fiskveiðilögsaga okkar verði
tryggt kjarnorkuvopnalaust svæði
svo og lofthelgin. Á þetta sérstak-
lega við um ferðir og stöðu kafbáta
samanber ummæli Benedikts
Gröndals um kafbátana við
Austurland.
2. Kröfur um að yfirstjóm NATO
upplýsi hverjar vamaráætlanir
bandalagsins séu hér á landi —
þær eru likast ekki til. Samtímis
mætti taka undir McNamara-
stefnuna í NATO en skv. henni á
að leggja áherslu á venjuleg vopn í
stað kjamavopna og tryggja að
kjarnavopnum verði hvorki beitt
að fyrra bragði né slík árás endur-
goldin án samráös við andstæö-
inginn.
3. Kröfur um tryggar al
mannavarair á Islandi. Þaö
felur í sér að úrtölum dómsdags-
spámanna og bandarískra lækna
sem miða afneitun sína á
almannavörnum við bandarískar
stórborgir er hafnaö með öllu og
farið fram á sérstakt gjald á alla
landsmenn.
4 .Fullur stuðningur við þjóðfrelsis-
baráttu sem nær alltaf beinist á
einhvem hátt gegn risaveldunum
eða strengbrúðum þeirra. Hér er
átt við Afganistan, E1 Salvador og
Palestínu svo dæmi séu nefnd, —
Pólland eða Puerto Rico.
Geti stuðningsmenn SHA
sameinast um þetta er líklegt að
mun fleiri geti það. Deilumál eins
og aðildin að NATO verður eftir
sem áður í sviðsljósinu þó því yrði
haldið utan við friðarhreyfingu að
svo komnu máli. Hitt er svo annað
mál að baráttumenn fyrir friði
komast ekki hjá að krefjast
úrsagnar úr bandalaginu. Fyrr-
greind fjögur mál eru þó gott
framlag til friðar og nothæft skref
til aðbyrjameð.
Ari T. Guðmundsson.
Aðeins grWir i anga hermálsins — svo som Heiguvíkurmáiið.