Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Síða 15
DV. FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER1982. Lesendur Lesendur Lesendur „Ókum við samsíða á meðan bróðir minn tók meðfylgjandi mynd og var maðurinn á rúmlega 30 km hraða” — segir Ásgeir Valur Snorrason. Bönnum leiktæki i umferðinni — höf um ekki ef ni á að borga marga mánaða spítalavist fyrirglanna Ásgeir Valur Snorrason skrifar: Oft má sjá undarlegar uppákomur í Reykjavíkurumferðinni. Þó má segja aö manni sé eiginlega hætt aö blöskra, sama hvaö á dynur, og er þaö raunar mesta furöa hvað mönnum tekst að bjarga sér í þessu blikkbeljuflóði. Ekk- ert má út af bera í haröri og hraöri um- ferð, ef ekki á illa að fara. Mega veg- farendur þakka fyrir hvem þann dag sem þeir sjálfir sleppa viö örkuml ef ekki dauða (sem oft er þó e.t.v. skárri kosturinn). Þó eru þeir margir sem bjóöa hætt- unni byrginn og brosa í umferðinni. Ég rakst á einn slíkan fyrir nokkrum dög- um, raunar því sem næst í bókstaflegri merkingu. Þannig er máliö vaxið, aö ég var aö aka upp Skemmuveg og aö taka hægri beygju inn á Nýbýlaveg í Kópavogi. Áöur en ég kom aö beygjunni, leit ég til vinstri þar eö Nýbýlavegurinn hefur aðalbrautarrétt gagnvart Skemmu- vegi. Sá ég ekkert markvert nema mannkerti nokkurt sem ég veitti ekki nánari athygli. Áöur en ég beygði leit ég til frekara öryggis aftur til vinstri og sá ég þá að áöumefnt mannkerti hafði nálgast ógnvænlega mikiö og fór geyst. Tókst mér aö hemla í tæka tíö en ef ég heföi haldið áfram sé ég ekki hvem- ig foröast hefði mátt árekstur. Viö nán- ari athugun kom í ljós, að maður þessi haföi „hjólaskíði” á fótum og spymti hann sér áfram meö skíöastöf um. Okum viö samsíða á meðan bróöir minn tók meðfylgjandi mynd og var maðurinn á rúmlega 30 km hraöa miö- aö viö hraðamælinn í bílnum og tel ég hann vera nokkuð réttan. Nú veit ég ekki hvemig dómur heföi dæmt í málinu ef árekstur hefði oröið. Ég var að aka inn á aðalbraut og heföi þess vegna átt að vera í órétti. Hver heföi réttur mannsins veriö? Telst hann gangandi vegfarandi? — Ekki var hann á gang- braut. Telst hann hjólreiðamaður — samræmast öryggistæki skíöanna reglum um öryggistæki á reiðhjólum? Ekki veit ég um öryggistæki þau sem þessum skiðum fylgja en eftir mynd- inni aö dæma eru þau ekki merkileg og er maöurinn ekki einu sinni meö hjálm. Hvemig sem dómstólamir hefðu tekið á þessu máli og burtséö frá því hvor heföi dæmst í rétti, þykir mér þessi maöur hafa sýnt vítavert kæru- leysi og þótt honum sé e.t.v. sama þótt hann slasist eöa deyi, þá hefur ríkiö ekki efni á aö borga margra mánaöa spítalavist fyrir svona glanna, þótt þaö geri þaösamt. Nú er ljóst, aö viö fyrstu sýn greindi ég þennan mann sem gangandi vegfar- anda á í mesta lagi 5 km hraöa, þótt í ljós kæmi viö nánari athugun aö þetta var skíöamaöur á 30 km hraða. Ér þaö svo sem engin furöa, því aö ekki ber mikið á útbúnaöinum og ökumenn em e.t.v. ekki aö jafnaöi á veröi gagnvart öörum hættum en þeim sem þeir búast viö. Aö lokum vildi ég koma þeirri ósk á framfæri að svona leiktæki yröu bönn- uö í umferðinni. Nóg er aö hafa hjólreiðamenn á götunum, þótt ekki bætist alls konar hjólaskautalýöur við. Hjólaskíðamaðurinn mun teljast gang- andi vegfarandi „Um þetta hljóta aö gilda reglur um gangandi vegfarendur” — sagði Olaf- ur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráöuneytinu. Þess skal getið aö Olafur Walter er jafnframt stjórnarformaöur Umferöarráös og situríUmferöarlaganefnd. -FG. DELMA QUARTZ Spáöu í DELMA-quartz þau eru í sérflokki. Svissnesk gæði. Póstsendum. Jón og Úskar Laugavegi 70, sími 24910. KVARTMÍLUKEPPNI' Kvartmíluklúbburinn heldur kvartmílu keppni laugardaginn 9. okt. kl. 2 ábraut inni við Straumsvík. TÍ/I/1KRIT i á ensku LAUGAVEGI 178 sitni 86780 erábls.ll í Helgarbladi II Vertu DV-áskrifandi. Áskriftarsíminn er 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.