Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Side 26
34 DV. FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER1982. Slgurjón Jónsson lést 29. september. Hann fæddist í júní 1894 að Skógarkoti í Þingvallasveit. Sigurjón var tvíkvænt- ur, eignaöist hann 4 böm með fyrri konu sinni. Seinni kona hans var Soffía Ingimundardóttir, en hún lést árið 1964. Þau eignuðust 5 dætur. Sigurjón stundaöi sjómennsku, en starfaöi síðan hjá Eimskipafélagi Islands. Síðustu æviárin dvaldist hann að Syðra Lang- holti í Hrunamannahreppi. Otför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Slgurður Magnússon lést 29. septem- ber. Hann fæddist á Eyri við Reyðar- fjörð. Sigurður útskrifaöist úr Sjómannaskóianum og stundaði útgerð þar til hann sneri sér að fiskverkun. Síðustu árin starfaði hann sem vakt- maður á hafrannsóknar- og strand- ferðaskipum. Eftiriifandi kona Sigurð- ar er Rannveig Guðmundsdóttir, þeim varð tveggja bama auöið. Otför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Margrét Sigurðardóttir, húsfreyja frá Grund, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 6. október. Helgi J. Theódórsson verkstjóri, Alfaskeiöi 42 Hafnarfirði, lést í Borgar- spítalanum 3. október. Jaröarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriöjudaginn 12. október kl. 13.30. María Bára Frímannsdóttir verður jarösungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 9. októberkl. 14. Guðríður Guðmundsdóttir, Miðstræti 8a Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjaróarkirkju laugardaginn 9. okt.kl. 13.30. Sigríður Guðjónsdóttir kennari frá Utlu-Háeyri, Eyrarbakka, til heimilis að Hvassaleiti 155, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 9. okt. kl. 14.Sætaferðir frá Dmferðrrmið- stöðinnikl. 12.15. Minningarathöfn um Bjöm Bergþór Jónsson og Ömar Kristjánsson sem fórust 31. júlí sl. fer fram í Hafnar- fjarðarkirkju laugardaginn 9. okt. kl. 14. AUGLÝSINGADEILD SÍÐUMULA 33 Síminn er 27022. Tilkynningar Frá Félagi áhugafólks um þarfir sjúkra barna: Prófessor Lennart Köhler, sem er rektor viö Norræna heilsuvemdarháskólann í Gauta- borg, heldur erindi á mánudagskvöld 11. október kl. 8.30. Talar hann um skipulag á heilbrigðis- þjónustu við böm á Norðurlöndum með lang- varandi sjúkdóma. Fundarstaður er í fundar- sal Geðdeildar Landspítalans á 3. hæð. Á sænsku nefnist fyrirlesturinn: Organiseríng av omsorgen för kroniskt sjuka bam af olika kategorier i nordiskt — eventullet europeiskt — perspektiv. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa. Gítartónleikar Símon lvarsson og Siegfried Koblisa halda tónleika föstudaginn 8. október á Neskaups- stað kl. 20.30. Laugardaginn 9. okt. halda þeir til Breiðdalsvíkur og leika þar í sal frystihúss- ins kl. 16.00. Leshringir í andlegum visindum Martinusar verða í Ingólfstræti 1A á laugardögum kl. 4. Meðal efnis verður: Kosmisk uppbygging al- heimsins, þróun, tími og rúm, eilífð. Karma eða orsök og afleiðing, endurholdgun, tilgang- ur þjáninga, kynlíf, guðdómshugtakið, rök- fræði, lífseiningariögmálið (stór-, mið- og smáheimur) og fl. og fl. Hjálpræðisherinn Kl. 10.30: fjölskyldusamkoma. kl. 20.00: bænasamkoma, kl. 20.30: hjálpræðis- samkoma. Foringjarnir frá Færeyjum stjórna og tala á samkomunum. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagskóli kl. 10.30. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Ætlast er til að fermingarböm og forráðamenn þeirra komi í kirkju. Árleg kaffisala kvenfélags kirkjunnar verður í góð- templarahúsinu kl. 15. Sóknarprestur. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur basar sunnudaginn 10. okt. nk. eftir messu. Grænmeti og öðru matarkyns ásamt kökum og basarsvörum veitt móttaka á laug- ardaginn milli kl. 12 og 14 og á sunnudag frá kl. 10 í Safnaðarheimilinu. Frá Guðspekifélaginu Karl Sigurðsson flytur erindi í kvöld föstudag 8. okt. kl. 21.00 og segir frá Indlandsför. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur fóstru og Ragnars Karlssonar æskulýðsfulltrúa. Muniö skólabílinn. Sóknar- prestur. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur basar sunnudaginn 10. okt. nk. eftir messu. Grænmeti og öðru matarkyns ásamt kökum og basarvörum veitt mótttaka á laugardaginn milli kl. 12 og 14 og á sunnudag frá kl. 10 i safnaðarheimilinu. Fótaaðgerð á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju fyrir elli- og lifeyrisþega er byrjuð og verður hvern þriðjudag á milli kl. 13 og 16 í vetur (inngangur í norðurálmu kirkjunnar). Upplýsingar og timapantanir í síma 39965. Kvennadeild Slysavarna- félags íslands í Reykjavík Vetrarstarfið hefst mánudaginn 11. okt. kl. 20 í húsi SVFl á Grandagarði. Mætið vel. Skemmtiatriði og kaffi. Stjórnin. T æknibókasaf nið Skipholti 37, s. 81533. Breyting á opnunar- tíma: mánud. og fimmtud. kl. 13.00—19.00, þriðjud., miðvikud., föstud. kl. 8.15—15.30. Tilkynning Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3—5 s. 41577. Opið mán.—föst. kl. 11—21, laugard. (okt.— apr.) kl. 14—17. Sögustundir fyrir böm 3—6 ára föstud. kl. 10—11. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 11. október ki. 20.30 i Safnaðarheimilinu. Anna Valdemarsdóttir sálfræðingur heldur fyrirlestur og svarar fyrirspumum. Mætið vel og stundvíslega. Áth. munið basarinn á sunnudag. Stjómin. í gærkvöldi í gærkvöldi Góðir sinfóníutónleikar Ég held aö útvarpiö leggi töluvert meiri áherslu á fimmtudagsdag- skrána nú en áöur, og er þaö vel. I gærkvöld voru tveir ef ekki þrír þættir sem voru bara nokkuð góöir. Hiö nýja form kvöldfrétta er til muna skemmtilegra en þaö gamla, og er ekki laust viö aö þaö sé töluvert léttara yfir þeim en áöur. Á eftir til- kynningum og tónleikum las Elísa- bet Jökulsdóttir ljóö og valdi tónlist með, og geröi hvorutveggja ágæt- lega. Aö vísu hef ég heyrt til- þrifameiri skáldskap um dagana en þaöerönnursaga. Jón Múli Árnason kynnti því næst tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói. Þetta voru fyrstu tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar á þessu starfsári. Aö venju hélt Jean-Pierre Jacquiliat á sprotanum en einleikari var hinn þekkti Peter Donohoe sem vann Thaikowsky-keppnina í Moskvu fyrr áþessuári. Sem sannur unnandi klassískrar tónlistar hlýddi ég á Næturljóö númer fjögur eftir Jónas Tómasson og Píanókonsert númer eitt eftir Thaikowsky. Donohoe stóð sig auö- vitað frábærlega, enda er hann gríöarlega eftirsóttur einleikari. Höröur Bergmann sá um athyglis- verðan þátt sem sigldi í kjölfar sin- fóníunnar. Skólinn í verkum ungra skálda. Þaö voru Egill Egilsson, Pétur Gunnarsson og Olga Guðrún Ámadóttir sem lásu úr verkum sín- um og ræddu viö Hörð um skólann. Athyglisverður þáttur aö öllu leyti og góö tilbreyting frá heföbundnum um- ræðuþáttum um skólamál. Aö lokum: Góð dagskrá í hljóð- varpinuaö vanda. Ámi Snævarr. Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis verður með flóamarkað að Hallveigarstöðum sunnudaginn 10. okt kl. 10. f.h. Margt góðra muna. Komið og styrkið gott málefni. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Kjörskrá vegna væntanlegrar prestskosn- ingar liggur frammi á skrifstofu kirkjunnar á þriðjudögum og fimmtudögum frá og með 7. okt. nk. til 2. nóv. kl. 17—19, sími 14579. Fríkirkjufólki sem haft hefur aðsetursskipti er sérstaklega bent á að athuga hvort það er á kjörskrá safnaðarins. Kjörstjórnin. v Kvenfélag Bústaðasóknar heldur basar og kaffisölu sunnudaginn 10. október nk. eftir messu. Grænmeti og öðru matarkyns, ásamt kökum og basarvörum veitt móttaka á laugardaginn milli kl. 12 og 14 og á sunnudag frá kl. 10 í Safnaðarheimilinu. íþróttir Æfingatafla knattspyrnu- deildar Þróttar, gildir frá 10. október. Sunnudaga kl. 9.40—11.10 5. flokkur, kl. 11.10-12.45 M. flokkur, kl. 12.45-13.50 6. flokkur, kl. 13.50-15.10 3. flokkur, kl. 15.10- 16.40 4. flokkur, kl. 16.40—18. 2 flokkur. Fimmtudaga kl. 22—23.30 eldri flokkur. Allar æfingar fara fram í Vogaskóla. Mætið stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Stjómin. 70 ára er í dag, 8. október, Gunnar V. Kristmannsson húsgagnabólstrari, Bugöulæk 14 Rvk. Kona hans er Árdís Sæmundsdóttir. — Þau eru bæði í Hollandi hjá dóttur sinni, sem þar býr. 85 ára er í dag frú Guðlaug Narfadóttir vistkona aö Hrafnistu í Reykjavík. Guðlaug er þjóðkunn fyrir störf sín í þágu bindindis- og menningarmála. Hún er aö heiman í dag. 75 ára er i dag, 8. október, frú Guðmunda Vilhjálmsdóttir, Hofsvalla- götu 22 Reykjavík, ekkja Guðmundar Kr. H. Jósepssonar vörubifreiöar- stjóra er lést fyrir 13 árum. Hún dvelst nú að heimili dóttur sinnar, Bogaslóö 2, Höfn Homafirði. Árnað heilla Gullbrúökaup eiga í dag, 8. október, Stigahlíð 4, hér í borg. Þau eru hjónin Hildur og Stefán A. Pálsson, erlendis. 60 ára er á morgun, 9. okt., Brynjólfur Magnússon, Bergþórugötu 45 Reykja- vík. Hann tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar aö Austurbergi 14 á morgun á milli kl. 15 og 19. Útivistarferðir Helgarferðir 8.—10. okt. 1. Þórsmörk. Komið með áður en haustlitirnir hverfa. Gist- í Otivistarskálanum í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Tindafjöil. Fagurt er í fjöllunum á þessum árstíma. Gist í húsi. Dagsferðir sunnudaginn 10. okt. 1. Þórsmörk. Ekin Fljótshlið. Verð 250 kr. Hálft gjald f. 7—15 ára. Brottför kl. 8.00. 2. Kl. 13. isólfsskáii—Selatangar. Létt ganga. Sérkennilegar hraunmyndanir og hellar. Merkar fomminjar t.d. verbúðir, fiskabyrgi og refagildrur. Verð 150 kr. Frítt f. böm í fylgd fullorðinna. Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Munið símsvarann. Sjáumst! Ferðafélagið Utivist. Ferðalög Ferðafélag íslands Sunnudagur 10. október. 1. kl. 10. Langahlíð — Brennisteinsfjöll — Seltún. Nokkuð löng ganga, en ekki erfið. 2. kl. 13. Ketilstígur — Krísuvík — Seltún. Ekið á Lækjarvelli, síðan er gengiö um Ketil- stíg, Arnarvatn og í Krísuvík. Létt ganga. Verð í báðar ferðirnar kr. 180 og greiðist’ v/bílinn. Frítt fyrir börn í fylgd með for-' eldrum. Farið frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu. ♦ Helgarferð í Þórsmörk 9.-10. okt.kl. 08.00. Það er líka ánægjulegt að ferðast í óbyggðum á haustin. I Þórsmörk er góð gistiaðstaða í sæluhúsi F.I. og litríkt umhverfi. Farmiða- sala og allar upplýsingar á skrifstofunni Oldu- götu 3. Ferðaféiag íslands. Dagbókarefni er einnigábls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.