Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Síða 32
*
Frjálst,óháð dagblað
O áLJL RITSTJÓRN
1 SÍÐUMÚLA12-
AUGLÝSINGAR
SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR
SKRIFSTOFA
AFGREIÐSLA
ÞVERHOLTI 11
--—-------------------------------------1
27022
Ofurölvi Rússi ók aftan á
Mereedes Bens bíl fyrir utan
veitingahúsiö Broadway um klukkan
eitt í nótt. Rússinn er starfsmaður
rússneska sendiráðsins. Þegar
lögreglan kom á vettvang í nótt læsti
Rússinn sig inn í bílnum, neitaði að
opna og veifaði diplómatapassa
framan í lögregluna. Þar við sat til
klukkan hálffjögur í nótt, en þá ók
lögreglan mönnunum heim í sendi-
ráðið og ekkert var frekar gert við
þá.
Atvik þessa máls eru þau að
maður, er hafði farið í bíó í Bíóhöll-
inni klukkan ellefu, beið út í bíl eftir
félögum sínum.
Tók hann eftir því hvar tveir menn
koma ofurölvi út úr Broadway
með tveimur ungum stúlkum og fóru
þau beint upp í bíl, sem þau voru á.
Ekki tókst betur til en svo að þegar
aka átti bílnum i burtu, bakkaði
maðurinn á Mercedes Bens bíl, er
var þarna hjá. Átti þá að aka í burtu.
Maðurinn, sem var að bíða eftir
félögum sínum.hljóp þá út úr bílnum
og skrifaði númerið á bílnum upp.
Styggðist þá hinn ölvaði bílstjóri við,
stoppaði og steig út úr bílnum. Kom
þá í ljós að þarna voru Rússar á ferð.
Dyravörður í Broadway kom í
þessu út á hlaðið og fylgdist með at-
burðum. Náði hann í þjón veitinga-
staðarins sem átti Mercedesbílinn og
fór Rússinn að tala við hann. Bauð
hann honum peninga og sýndi dipló-
matapassann. Dyravörðurinn vildi
hins vegar ekki leysa málið á þennan
hátt. I því kom lögreglan Eftir smá
stund fór Rússinn inn í bíl sinn og
læsti honum. Komu þá fleiri
lögreglubílar og var lagt fyrir aftan
og framan bíl hans, þannig að hann
kæmist hvergi.
Er lögreglan ætlaði að tala við
manninn sýndi hann þeim dipló-
matapassann og neitaði að tala við
þá. Við þetta sat til klukkan hálf-
fjögur í nótt er ákveðið var að aka
bílnum fyrir Rússana í rússneska
sendiráðið.
Vegna diplómataréttinda gat
lögreglan ekki handtekið Rússann í
nótt. -JGH.
—læstisig
inni íbflnum
ogveifaði
diplómata-
passa
ÖLVAÐUR RÚSSIKRÓAÐ-
UR AF EFTIR ÁREKSTUR
NYJA
AGFAFILMAN
ÓTRÚLEGA SKÖRP
OG NÆM FYRIR LITUM
ÓDÝRARI FILMA SEM
FÆST ALLS STAÐAR
Borgarráð samþykkir:
Þriðjungs hækkun
á heita vatninu
— hætta á vatnsskorti í vetur
Sænska
krónan felld
um 16%
16% gengisfelling sænskukrónunn-
ar var aðalinntakið í efnahagsráð-
• stöfunum hinnar nýju stjórnar Olofs
Palme, sem hann kynnti í sænska út-
varpinuímorgun.
Sagöi hann svo míkla gengisfell-
ingu nauðsynlega til þess að leiðrétta
gengissig sem verið hefur á sænsku
krónunni á erlendum mörkuðum og
til þess þannig að auka álit hennar út
á við. — Jón Elnar í Osló.
LOKI
Voru Rússarnir / kaf-
bátaleik við Broadway?
Borgarráö hefur samþykkt að hækka
gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur um
30,8% frá 1. október næstkomandi.
Segir í bókun borgarráðs að þessi
samþykkt sé gerö í trausti þess að
samsvarandi hækkun verði staöfest á
næstu f jórum verðlagstímabilum.
Á fundi stjómar veitustofnana, sem
haldinn var í síðasta mánuði, lagði
Jóhannes Zoega hitaveitustjóri til að
gjaldskrá Hitaveitunnar yrði hækkuð
um 56% til aö fjárhag stofnunarinnar
yrði komið í rétt horf. Fyrirsjáanlegt
er að vatnsskortur verður í Reyk ja vík í
vetur ef um langvarandi frosthörkur
verður að ræöa. Um 500 ibúöarhús eru
reist í borginni á hverju ári, en Hita-
veitan hefur hins vegar ekki haft fjár-
hagslegt bolmagn til aö sinna borunum
eftir heitu vatni til að mæta aukinni
þörf.
Á borgarráðsfundinum var einnig
samþykkt tillaga frá Guðrúnu Jóns-
dóttur um að stjóm veitustofnana
verði falið að hefja undirbúning að því
að búa borgarbúa undir hugsanlegan
vatnsskort hjá Hitaveitunni á komandi
vetri. Segir í tillögunni að undirbúning-
urinn ætti að vera fólginn í fræðslu sem
miði að því að nýta vatnið sem best,
svo og ráðgjöf um bætta einangrun
húsa.
ÓEF
Sauðfjárfækkunin:
„Mér hafa fundist undirtektir
bænda mjög dræmar við þeirri
ákvörðun Framleiðsluráðs aö láta
fækka fé um fimmtíu þúsund. Ég á
von á því að ekki verði af þessari
fækkun í haust,” sagði Halldór
Guðmundsson stöðvarstjóri slátur-
húss Sláturfélags Suðurlands á
Selfossi í vlðtali við DV.
„Annars virðist þetta mál allt vera
mjög í lausu lofti. Mér skilst að það
standi á fjárveitingum til fækkunar-
innar og því hvað bændur eigi að fá
mikið 1 sinn hlut fyrir vikið. Það er
raunar margt annað sem stendur í
vegi fyrir því að af þessari sauðfjár-
fækkun verði í haust. Ef til hennar
kæmi myndi sláturtíðin til dæmis
lengjast aö mun, og ég sé ekki að við
höfum nægan mannafla til að mæta
slíku,” sagðiHalldórennfremur.
Ráðgert er að hjá S S á Selfossi,
sem er stærsta sláturhúsið á Suður-
landi, verði slátrað um fjörutiu þús-
und f jár í haust. Kvaðst Halldór ætla
aö það væri heldur minna en undan-
farin ár. -SER.
Mjólkurfræðingar:
EKKERT SAMKOMULAG
Lítið þokast i samkomulagsátt á gær. Fundurinn hófst um klukkan þrjú boðaður klukkan hálftvö í dag.
sáttafundi í deilu mjólkurfræðinga og lauk fjórum tímum seinna. Annar Mjólkurfræðingar hafa boðað verkfall
sem haldinn var hjá sáttasemjara í sáttafundur í deilunni hefur verið frámiðnættiínótt. ÓEF