Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 4
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. Litið inn hjá Erlingi Davíðssgni, fyrrum ritstjóra 95 /lð- gerðth- leysiog einmngrun eru verstu óvinimir” „Ég er ekki a/veg sáttur við nútíma b/aðamennsku. Stórar fyrirsagnir og myndir, jafnve/ myndir ótengdar efn- inu, taka stóran h/uta af b/aðsíðun- um. Slíkt var áður talið aðalsmerki sorpb/aða, " sagði Er/ingur Davíðsson, fyrrum ritstjóri Dags á Akureyri, í samtali við D V. Er/ingur er hættur blaðamennsku en sendir nú frá sér hverja bókina á fætur annarri. Hann var fyrst spurður um ætt og uppruna. „Ég er fæddur og upp alinn á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Faðir minn, Davíð Sigurðsson, var frá Glerá við Akureyri, en móðir mín, María Jónsdóttir, var framan úr Eyja- firði, eyfirsk í aöra ættina en skagfirsk í hina. Faöir minn og afi fluttust að Reistará í Arnameshreppi en síðar fluttist faöir minn, þá kvæntur, norður á Árskógsströnd. Þar bjuggu foreldrar mínir til dauðadags og undu vel hag sínum. Þau óttuðust víst ekki það fann- fergi á Árskógsströnd sem Helgi magri landnámsmaður flúöi forðum. En ekki varð þaö umflúiö að þrauka hörð ár sem blíð, svo sem forsjónin gaf hverjusinni.” • Byrjaðihjá Degi 1950 — En hvenær hleyptir þú heimdrag- anum? „Eg var innan við tvítugt þegar ég fór í Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Næst lá leiðin suður í Fljótshlíö, til Klemensar Kristjánssonar, tilrauna- stjóra í Sámsstöðum, sem kunnastur varð fyrir brautryðjendastarf í korn- rækt. Hjá honum var ég í eitt ár við nám og störf, en fór að því loknu í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar prófi 1935. Síöar varð ég óregluleg- ur nemandi í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði.” — Hvertlásvoleiöin? „1 eðlilegu framhaldi af þessu námi tók ég m.a. að mér komræktartilraun- ir fyrir KEA frammi í Eyjafirði í nokk- ur ár. Síðar sá ég um rekstur gróður- húsa á sama staö að kalla. Komrækt- arlandið var í Klauf en gróðurhúsin vom kennd við Brúnalaug.” — En frá garðyrkjunni hverfur þú til Dags? ,,Já, ég gerðist starfsmaður Dags sumariö 1950. Ritstjóri var Haukur Snorrason. Eg annaðist afgreiðslu og auglýsingar og tók þá einnig að mér af- greiðslu Tímans hér á Akureyri. Auk þess vann ég við afgreiðslu Samvinn- unnar, en Haukur Snorrason sá þá einnig um ritstjórn hennar. Síðan var ég að heita mátti á kafi i blöðum í nær 30 ár og gat varla litið upp.” 0 Pólitískir lang- hundará undanhaldi — En hvenær tókstu við ritstjóra- starfinuafHauki? „Haukur tók við ritstjórastarfi hjá Tímanum þegar við höfðum starfað saman í fimm ár á Degi. Eg tók þá við ritstjóm Dags og gegndi því starfi til ársloka 1979. Ég var því starfandi hjá sama blaði í nær 30 ár, hvort sem svo langur starfsdagur í þessu starfi þykir heppilegur eða ekki. En ég var að því leyti ailvel undir starfiö búinn, að ég hafði fyrst starfað með einum snjall- asta blaöamanni landsins, þar sem Haukur Snorrason var. Fékk ég tæki- færi til aö grípa í blaðamannsverk með honum öðm hverju.” — Mig grunar að það hafi orðið mikil breyting á blaöamennskunni hér á Akureyri á blaðamannsferli þínum? ,,Já, ekki er því aö neita, og ýmsu hefur verið þokaö til betri áttar. Al- mennar fréttir hafa smátt og smátt skipað virðulegri sess en áður. Stjórn- málarökræður stundum nefndar, ,Póli- tískir langhundar”, virðast eiga litlum vinsældum að fagna og hafa því verið á undanhaldi. Myndir skreyta nú blöðin, enda auöveldara að afla þeirra en áður var, auk þess er notkun þeirra auð- veldari og ódýrari. Þá hafa persónu- legar skammir og hnútuköst mildast mjög og hefði fyrr mátt vera. Þá hefur prentiðnaðurinn tekið svo örum breytingum siðustu árin, að telja má algera byltingu, sem stendur enn. Breytingar í prenttækni hafa átt sinn þátt í breyttum vinnubrögöum blaða- manna að ýmsu leyti og skemmtilegir möguleikar haf a opnast. ” • Slógu stundum fast strengina — Fyrrum mun efni bæjarblaðanna hafa snúist að stórum hluta um þau málefni, sem bæjarstjóm var að fjalla um hverju sinni. Var umræöan þá í lík- ingu við þaö sem nú er? „Umræöan var persónulegri og oft hörð og beinskeytt. Löngum voru gefin út fjögur vikublöð. Auk Dags voru það íslendingur, sem enn kemur út, Alþýöumaöurinn og Verkamaöurinn. Reynslan varð sú, að þessi blöð gátu ekki öll þrifist með góðu móti. Ber auð- vitað að harma þaö.” — Lentir þú í eftirminnilegum átök- umáritvellinum? „Jú, ekki varð nú hjá því komist, enda tæplega í frásögur færandi þótt ritstjórar hinna pólitísku flokka deili stundum hart um markmið og leiðir. Jakob 0. Pétursson, Bragi Sigurjóns- son og Þorsteinn Jónatansson voru harðir í hom að taka, vel ritfærir og slógu stundum fast strengina. Ég sé að þessu bregður enn fyrir. En mestu skiptir hvemig er skrifað, hvort sem það eru nú lýsingar á pólitískum and- stæðingum eða annað efni, sem reynt eraðvekja athygliá. Eitt sinn átti ég í ritdeilu við settan bæjarfógeta og í annaö sinn við héraðs- lækni. Þá lenti ég í ritdeilum út af með- ferð á húðsjúkdómi í nautgripum, sem barst hingað í Eyjafjörð. Ég vildi niðurskurð strax í byrjun en dýralækn- ar vildu fara lækningaleiðina. Sú leið var valin og tókst læknum að ganga af veikinni dauðri. I deilu þessari hafði ég að baki mér tvo erlenda yfirdýra- lækna, sem að vissu leyti lögðu mér orö í munn og töldu niðurskurðinn sjálf- sagt öryggisatriöi. Þá minnist ég Laxárdeilunnar. Ég varaði stjóm Laxárvirkjunar og bæj- arstjóm Akureyrar oft og sterklega við vinnubrögðum þeim sem viöhöfð voru. Að lokum var gengið til sátta. Þá hafði Laxárvirkjunarstjóm fengið á sig yfir tuttugu kærur landeigenda á Laxár- og Mývatnssvæðinu. Þau mál sem dómar gengu í unnu landeigendur. Gagnrýni mín varþvíekkiástæöulaushvaðvinnu- brögö Laxarvirkjunarstjórnar snerti. En eldd get ég hælt mér af því að hafa náð árangri í þessu hitamáli, því deilu- aðilar urðu brátt ósveigjanlegir. Það fóm miklir vitsmunir, starfsorka og fjárfúlgur forgörðum í þessari deilu, í stað þess að leita hagkvæmra lausna í virkjunarmálum.” • Mennverðaað temja skapgerð sína — Þrjátíu ár í blaðamennsku. Þú hlýtur að hafa haft meira en lítið gam- anafstarfinu? „Ég hef alltaf haft gaman af að skrifa og það er spennandi starf að gefa út blöð, með öllu sem því fylgir. En þessi stöðuga spenna er auövitaö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.