Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. 5 slítandi og menn veröa aö temja skap- gerö sína til aö þola álagið til lang- frama.” — En þú hættir sjálfviljugur, ef ég má oröa þaö svo, áöur en þér bar í rauninni skylda til vegna aldurs? „Eg ætlaöi mér aö vera hættur fyrr og hafði rætt það við blaðstjórn að huga aö eftirmanni mínum. Misserum síöar geröist þaö svo að hann fannst. Þá sagöi ég óformlega upp starfi mínu. Þaö var sumariö 1979, en þá um haust- iö veiktist ég nokkuö alvarlega. Þar meö var starfi mínu hjá Degi lokið meö nokkuö snöggum hætti. ” — En hvers vegna vildir þú hætta áöur en aldur sagði til? „Mig langaði til aö skrifa bækur, var farinn aö þreytast á blaðamennsk- unni.” — Saknarþúblaðamannsstarfsins? „Já, því er ekki aö neita en ég hef síður en svo yfir neinu að kvarta, því nú get ég gefið mig óskiptan að því aö skrifa bækur, eftir því sem ég nenni.” — Hve margar eru bækur þínar orönar? „Þær munu vera orönar 19 talsins og einhverjar þeirra hafa verið endur- prentaðar. Fyrstu tvær bækumar komu út 1972. Þá kom út fyrsta bókin í bókaflokknum Aldnir hafa orðið og Jói norski. Nú i ár koma einnig út eftir mig tvær bækur. Ellefta bókin í bóka- flokknum Aldnir hafa oröiö og bók um hesta; Með reistan makka. Þaö er ann- að bindi samnefndra bóka. Skjaldborg hf. á Akureyri hefur gefið flestar mín- arbækurút.” • Lánsamurað geta haldið áfram að skrifa — Þú skrifar fremur æviþætti en skáldsögur. Hversvegna? „Mér finnst áhugaveröara aö skrifa og gefa út minningar fólks með marg- þætta lífsreynslu og þar með nokkum þjóölegan fróðleik um líf og starf þjóö- arinnar frá aldamótum en aö skrifa skáldsögur. Efni í skáldsögur hefur þó verið mér í huga, ekki vantar þaö. En mér hefur þótt minna varið í söguhetj- ur mínar þar en það raunverulega fólk, sem ég á kost á aö ræöa viö. Þetta fólk hefur frá miklu meiru og merkilegra aö segjaen ímyndaðar söguhetjur minar. Niöurstaöan hjá mér er sú aö ég held áfram að skrifa minningar f ólks, atvik f rá liðinni tíö og æviþætti.’ ’ — Er þetta árátta sem ekki er hægt aðlosna viö? „Já, þú segir nokkuð. Stundum verö- ur vinnan að einhvers konar áráttu sem erfitt er aö losna viö. Eg þekkti sem ungur maður í öörum landshluta gamlan mann sem búinn var aö grafa skurði í áratugi. Hann var búinn aö vinna slíkt stórvirki meö handverkfær- unum einum saman aö furöulegt mátti teljast. En hann var oröinn gamall og sýndist lasburöa. Þrátt fyrir það gat hann ekki hætt aögrafa.Eghef einnig þekkt konur sem prjónuðu allt sitt líf. Þær prjónuöu fram í andlátið af því aö þær gátu ekki hætt. Þetta er ef til vill eitthvað likt meö mig. Eldri menn, sem hafa einhæft sig í einhverju starfi í áratugi eiga oftast erfitt meö aö skipta um vinnu. Eg var svo lánsamur að geta haldiö áfram aö skrifa eftir aö aöalstarfi lauk og eftirlaunaaldur tók viö.” 0 Hamingja lífsins í vinnunni — Margirkoðnaniöuríaðgerðaleysi eftir aö lifsstarfinu er lokið. Hefur þú fundið fyrir tilhneigingu til þess? „Eg get vel skilið þaö og veit aö mér hefði farið svo, ef ég heföi ekki átt mér þaö tómstundastarf að skrifa bækur. Þaö er leiöigjamt verk og erfitt fyrir þá sem enn eiga verulega starfsorku eftir aö lífsstarfi loknu að fást viö það eitt aö drepa tímann. Það er mannin- um síöur en svo eiginlegt að setjast í helgan stein á meöan starfsorka er fyrir hendi. Hamingja lífsins felst öðru fremurí vinnunni. Á ári aldraðra, sem nú er að líða, hefur verið nokkur umræöa um þessi málefni. Fyrir Alþingi liggur frum- varp til laga um málefni aldraðra. 011 getum viö fagnaö umræöum og við- leitni þjóöarinnar til aö láta öldnum h'öa vel. Sú kynslóö, sem nú erkomin á eftirlaun og að nokkru ellihrum, lyfti' fleiri og stærri grettistökum en nokkur önnur kynslóð á Islandi hefur gert. Hún byggði t.d. flest þau hús sem þjóö- in nú býr i.Hún byggöi vegi oghafnir, skóla og sjúkrahús. Hún lagði eftir- komendum til fiskiskipa- og farskipa- stól. Einnig flugflota og ökutæki, sem öll þjóöin rúmast vel í. Og þessi sama aldurhnigna kynslóö skilar landi sinu mörgum sinnum stærra en þaö var og hefur fengiö alþjóöa viöurkenningu á því í hafréttarsáttmála Sameinuöu þjóöanna. Sú kynslóðsem nú eraðsetj- ast í helgan stein, eins og sagt er, hún á skilið þökk og viröingu alþjóöar. ” • Aðgerðaleysið og einangrunin verstu óvinirnir — Áttu ráö handa þessari kynslóö? ,Jíg ætla ekki aö ráðleggja gömlu fólki eitt eða neitt. En fólk mætti fyrr hugsa um elli sína en hún hellist yfir. Mér þætti við hæfi að sextugt fólk færi alvarlega aö hugsa til elliáranna og hugleiddi hvernig þaö vildi Iáta að sér búa, að því leyti sem aðrir þurfa yfir aö ráöa. Þeim sem nú ráða málefnum aldr- aöra í heimahúsum, á dvalarheimilum og á öörum stofnunum samfélagsins vil ég hins vegar gefa eftirfarandi ráð. Annist hina öldnu á sama hátt og þiö óskiö ykkur til handa þegar ykkar tími kemur. Með þetta í huga færi ýmislegt enn betur en þaö fer nú. ” — AölokumErlingur? „Ég minni á að aðgerðaleysið og einangrunin eru verstu óvinir aldraöra — já og í rauninni allra manna.” GS/Akureyri fluttirí ^ HAFNARSTRÆTI 98 göngugötuna — á AKUREYRI og bjóðum ykkur velkomin tíl skrafs og ráðagerða um ferðina og fríið. '5? \ UltaW ’AMERKAMl Mðc^ress Ferðaskrifstofan ÚTSYN FLUOLEIDIR Hafnarstræti 98 — Akureyri Simi 22911. SJAIiLINN Efþú ert d SJALLINN svæðinu SJALLINN mættu þd á SJALLINN staðinn SJALLINN \ y00h I > vé ** (§5^^: f \JL JT ■SBmmíIÍ ESEfAi -". .--igjaw*5 - V VJ V Æ al f y A ^ | Opið: SJALLINN fimmtudagskvöld SJALLINN föstudagskvöld SJALLINN laugardagskvöld SJALLINN sunnudagskvöld SJALLINN VIÐ VINNUM AÐ ÞVI AÐ SAMEINA GÆÐI OG GOTT VERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.