Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 10
10
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBBR1982.
Margt líkt með
Akureyrl og Hðlmmum
— spjallad vtð Signýju Pálsdóttur, leikhásstjðra á Akureyri
„Blessaður vertu, ég er
Reykvíkingur fram í fingur-
góma, meira að segja
vesturbæingur. Þar af leið-
andi gekk ég í gegn um
Melaskóla, Hagaskóla,
Kvennaskólann, Mennta-
skólann og að sjálfsögðu var
ég í KR og gerði veika
tilraun til afreka á íþrótta-
sviðinu.
Þaö er Signý Pálsdóttir, nýskipaöur
leikhússtjóri á Akureyri, sem þannig
mælir í samtali viö DV. Viö byrjum á
því aö forvitnast ögn um manneskjuna
sjálfa. Eftir menntaskólanám lá leiöin
í Háskólann, þar sem Signý stúderaði
tungumál í einn vetur. Síöan lá leiöin
til Kaupmannahafnar. Eftir fjóra
vetur í námi þar viö háskólann var
Signý komin meö próf í leikhúsfræöum
upp á vasann.
g Með áhuga-
leikfélögum
Eftir heimkomuna leikstýröi Signý
hjá áhugaleikfélögum víðsvegar um
land, en 1975 settist hún að í Stykkis-
hólmi ásamt eiginmanni sínum, Olafi
H. Torfasyni. Þar kenndu þau hjónin
tungumál, en auk þess tók Signý
virkan þátt í leiklistarlífi meö Hólmur-
um, bæöi nemendum í skólanum og
félögum í leikfélaginu Grímni. Var hún
formaöur þess félags í 4 ár. En hvemig
var aö búa í Stykkishólmi?
„Alveg ljómandi gott,” svaraði
Signý. „Þaö sést best á því, að viö
ætluðum upphaflega aö vera þar í eitt
ár, en árin uröu nú sjö. Það var ekki
fyrr en ég sá auglýsingu um leikhús-
stjórastarfið á Akureyri, aö ég freist-
aöist til aö sækja um það í bríaríi. Og
ég sé ekki eftir því. Eg kann sem sé vel
við mig á Akureyri líka. ”
# Uppá
danska vísu
— EreitthvaölíktmeðStykkishólmi
ogAkureyri?
„Já, þessir staöir hafa ýmis sam-
eiginleg sérkenni, en þá verðum við aö
sjálfsögöu aö sleppa stæröarmunin-
um. Það er fallegt á báöum stööum og
ibúarnir eru rótfastari en gengur og
gerist víöa annars staðar. Þaö er ekki
mikiö um, aö fólk sé aö koma og fara.
Danir hafa líka haft mikil áhrif á
menningu og byggingarstíl á báöum
stööum. Þaö var töluö danska á sunnu-
dögum í Stykkishólmi rétt eins og hér,
og á báðum stööum var þaö hálfdönsk
yfirstétt, sem blés lífi í leiklist meö
sýningum á dönskum försum rétt fyrir
aldamótin. Þaö er því skrítin og
skemmtileg tilviljun, aö ég, dansk-
menntuð í leiklistinni, skuli hafa
ílengst í þessum danskskotnu
plássum.”
— Haföir þú kynnst starfsemi Leik-
félags Akureyrar, áöur en þú sóttir um
starfiö?
„Nei, þaö get ég ekki sagt, og ég
haföi aldrei komið á sýningu hjá
félaginu. Eg hafði ekki átt kost á því,
en oft haföi mig langað til aö sjá þaö,
sem hér var verið aö sýna. Eg vissi þó,
aö hér er gott starfsfólk og ég hef ekki
orðið fyrir vonbrigðum meö þaö.
Andrúmsloftið er mjög gott. Hér eru
góöir leikarar og breiddin i leikhópn-
um er mikil þó hann sé ekki stærri en
raunber vitni.”
— Hvaö meö leikhúsið og aöstöö-
una?
„Leikhúsiö er sjarmerandi, ég vil
segja besta leikhúsið í landinu, en þaö
hefur veriö í skammarlega mikilli
niöumíöslu þótt nú hafi verið ráöin
nokkur bót á því með málningu, nýjum
teppum o.fl. Sviðiö er gott sem slíkt og
salurinn er mátulega stór. Þaö þarf
hins vegar aö byggja viö húsiö fyrir
búningaaðstöðu og leikmynda-
geymslur. Verði þaö gert, samhliða því
aö halda húsinu vel við, vistlegu og
aölaðandi fyrir áhorfendur sem
leikara, þá dugir þetta gamla og
viröulega leikhús Akureyringum lengi
^ 4verkefni
á leikárinu
Lítum nú á verkefni Leikfélags
Akureyrar á yfirstandandi leikári.
Búiö er aö sýna Atómstöðina og ganga
sýningar vel. 23. nóvember verður
sýningin á fjölunum á stóra sviöinu í
Þjóöleikhúsinu. Veröur þaö í fyrsta
skiptið sem Leikfélag Akureyrar
treöur þar upp. Næsta verkefni er
barnaleikritið „Siggi var úti”, sem
Signý hefur samið og hún leikstýrir því
einnig. Eftir áramót veröur sýndur
danskur gamanleikur, „Bréfberinn frá
Arles,” sem mun hafa farið sigurför
um Noröurlönd að undanförnu. Síöasta
verkið veröur nýtt íslenskt verk. Aug-
lýst var eftir höfundi til aö semja leik-
húsverk. Margar umsóknir bárust, en
fyrir valinu varö Jón Hjartarson,
leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
— Signý var spurö um barnaleik-
ritið, Siggi var úti, sem frumsýnt
veröur á næstunni?
„Upphaflega ætluöum viö aö setja
upp norskt barnaleikrit, en einhvern
veginn lak það inn í leikhúsiö, að ég
ætti barnaleikrit í fórum mínum og þaö
varö fyrir valinu. Eg fór í að endur-
vinna verkiö í samráöi viö leikhópinn.
Hefur þaö orðið til að minnka fræöslu-
gildi þess, en þess í staö hefur veriö
aukiö við hasarinn og spennuna, eins
og tíðkast í góðum ævintýrum. Upp-
færslan er öll unnin af fastráönu fólki
leikhússins. Eg leikstýri, Þráinn
Karlsson sér um leikmyndina, Viðar
Eggertsson sér um lýsinguna og
Freygerður Magnúsdóttir búningana.
Jónsteinn Aöalsteinsson og þrjú börn
eru einu lausráönu leikararnir í
sýningunni.”
— Um hvaö fjallar leikritið?
„Þaö gerist úti í hrauni. Þar er á
feröinni fjölskylda meö tvö börn. Afi
barnanna er meö í ferðinni, en hann er
landskunn refaskytta. Uti í hrauninu
hitta þau líffræðing, sem er aö rann-
saka íslenska refinn og í ljós kemur,
aö hann er meö rannsóknarstofu í helli
í hrauninu. Þaö er Siggi, sem er líf-
fræðingurinn, en einnig kemur Ulfur til
sögunnar. Hann vinnur fyrir Sigga, en
í ljós kemur, aö hann vinnur líka fyrir
konu í skinnabransanum, sem vinnur
aö því aö ganga af íslenska refastofnin-
um dauðum og smygla skinnunum úr
landi. Nú, söguþráöurinn fer í mis-
skilning og stórbrotin ævintýri, en allt
fer vel aö lokum, eins og í öllum góðum
ævintýrum.”
— Boðskapur í verkinu?
„Ef hægt er að tala um einhvern
boöskap þá er hann f riðun tóf unnar. ’ ’
— Eru söngvar í leikritinu?
„Já, já, þaö eru margir söngvar.
Þaö eru þrír félagar úr Bara
flokknum, sem sjá um tónlistina, sem
einn þeirra, Asgeir Jónsson, hefur
samið og sér hann um stóran þátt í
söngnum líka. Um er að ræða rokklög
sem revíulög og meira aö segja vöggu-
vísurlíka.”
...
55?
Leikhópur Leikfólags Akureyrar, sem þátt tekur i barnaleikritinu „Siggi var úti", sem frumsýnt verður um mánaðamótin