Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Page 13
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
13
koti, en ættin er frá Efra-Núpi. Þar dó
Vatnsenda-Rósa á sínum tíma. Eg er
hræddur um aö ég leiki þaö ekki eftir
henni aö yrkja eftir aö ég er dauður, þó
enn hafi ekki reynt á þaö. Hún birtist
syni sinum nóttina sem hún dó og
kvað:
Á haustin f ölnar rósin rauð
reifuö hvítum hjúpi.
Móðir þín í drottni dauö
dóáEfra-Núpi.”
• Allthefur
sinn sjarma
Æskuár Rögnvaldar liöu „hjá góöu
fólki” í Húnaþingi. Tvo vetur var kapp-
inn í Reykjaskóla, en 22ja ára hleypti
hann heimdraganum til að taka þátt í
byggingu síldarbræöslunnar í Djúpu-
vík sumariö 1934. Um veturinn var
Rögnvaldur í Reykjavík, en hélt áfram
uppbyggingunni i Djúpuvík sumarið
eftir. Var ekki liflegt í Djúpuvík á
þessum árum?
„Jú, víst var líflegt, sérstaklega
seinna sumarið,” sagöi Rögnvaldur,
og hann hefur oröiö áfram. „Eg vann
viö aö byggja sildarverksmiöjuna og
þar þurfti marga til, því nær allt var
gert meö handverkfærum. Eina vélin,
sem viö höföum, var steypuhrærivél.
Þaö var ekki mannmörg byggö í
Djúpuvík áöur en þessar fram-
kvæmdir hófust, þó sveitirnar í kring
væru vel byggöar. En eftir aö síldar-
ævintýriö byrjaöi myndaðist þarna
fjölmennt þorp, meö símstjóra, póst-
meistara, kaupmönnum og skemmti-
stööum, svo viö nefnum eitthvað. Þaö
var lika til nógur spíri úr erlendum
skipum í Djúpuvík, enda voru þar oft
brjáluð böll.
Viö fórum frá Djúpuvík strax og
verksmiðjan var komin J gagniö,
þannig aö viö náöum ekki nema rétt í
upphafið af ævintýrinu. En það var nóg
af síldinni. Bátamir þurftu ekki langt
til aö fylla, voru oft ekki nema um
sólarhring í túmum. Enda var oft
bátur við bát á þessum slóðum. Eg
minnist þess frá því ég var heima í
Húnaþingi viö heyskap. Það var komiö
fram í ágúst og viö vorum aö koma af
engjunum heim, eins og segir í
kvæðinu. En ég mætti ekki Kötu. Hins
vegar var Húnaflóinn eins og stórborg
á aö líta. Þar var ljós viö ljós.”
— Þótti þér þá ekkert súrt aö yfir-
gefa Djúpuvík rétt þegar gleöin var að
hefjast?
„Nei, þaö held ég ekki, enda var nú
Reykjavík líka gleöibær, lagsmaður,
og báðir þessir staðir hafa sinn sjarma
í endurminningunni. ”
• Reykjavík
missti sjarmann
með Hlín
Þegar til Reykjavíkur kom tók
Rögnvaldur til hendinni viö það sem til
féll fyrstu vikurnar, en síöan gerðist
hann „agent” hjá tryggingarfélögum.
Starfaði hann hjá Karli Tuliníus við að
selja liftryggingar, fyrst fyrir danskt
tryggingarfélag og síöan fyrir Sjóvá.
„Þetta var um margt skemmtilegur
tími. Eg feröaöist út um allt land,
þræddi meöal annars vel Qestar
verstöövar til aö selja mannskapnum
líftryggingar.”
— Þú hefur þá ekki alveg oröiö af
verstöðvalífinu þó þú hafir hvatt
Djúpuvík?
„0, ekki alveg, drengur minn,” segir
Rögnvaldur, glottir og setur upp
tvíræðan svip, en snýtir sér síðan
hressilega. Eg spurði hann nánar um
þessarsöluferöir.
,ÍIitt sinn fór ég til Vestmannaeyja,
en þangaö haföi ég aldrei komiö. Ég
fór með varöskipi og ætlaði aö vera
fljótur í ferðinni, en þaö var eitthvaö
sem tafði mig í Eyjum, eitthvað annaö
en tryggingasala ef ég man rétt.”
„Ætli þér hafi leiðst, því sennilega
hefur það verið kendirí, sem taföi þig,
ef ég þekki þig rétt,” skaut Hlín nú inn
í samtalið, en Rögnvaldur heldur
áfram:
„Þá haföi ég kynnst Hlín, þar sem
hún dvaldi í Reykjavík, en hún er frá
Haganesi í Mývatnssveit. Þegar ég
kom til Reykjavíkur frá Vestmanna-
eyjum var Hlin farin aftur norður í
foreldrahús. Eftir það kunni ég ekki
viö mig í Reykjavík. En ég átti ráö viö
því. Eg setti bara upp tryggingatúr
norður í land. Byrjaði ég á aö fara
beint noröur í Haganes til aö hitta Hlín.
Þá gengum við frá okkar málum aö
mestu leyti. Það var vorið 1939. Síðan
fór ég um Austurland þvert og endi-
langt og seldi tryggingar. Eg var 33
daga ó ferðinni ó hestum og þaö var
dásamlegt sumar; sól og blíða og
sunnanátt upp á hvern einasta dag.
Þaö sumar er heitt í endurminning-
unni.
Eg minnist þess, aö Halldór
Ásgrímsson kaupfélagsstjóri var
samferöa mér frá Héraöi niöur á
Borgarfjörö, um Njarðvíkurskrið-
urnar, sem þá voru enn hrikalegri en
nú. Við vorum á feröinni aö nóttu til, en
þessa nótt haföi verið spáö heimsendi.
Mér þótti nú nógu andskoti slæmt að
þurfa að ríöa Njarðvíkurskriðumar,
þó ég hefði ekki heimsendi hangandi
yfir mér líka. Þetta varð til þess að
allir stigu af baki og teymdu hestana
yfir skriðumar.”
— Varstu mikill sölumaöur?
„Já, mér gekk vel aö selja, ég átti
svo gott meö að tala fólk til. Presturinn
í Dys janesi í Borgarf iröi var mér einna
erfiöastur. Ekki bar hann þó fyrir sig
trú á almættið blessaöur. Það var eitt-
hvaö annaö. En hann gaf sig fyrir rest
og keypti tryggingar fyrir syni sína,
sitt þúsundiö fyrir hvom.”
• Akureyri
verður fyrir
valinu
Nú verðum við aö hlaupa Qjótt yfir
sögu. Rögnvaldur og Hlín settust fyrst
að á Akureyri, þar sem Rögnvaldur
greip m.a. í „Bretavinnu”. Eftir
„Alþýðubandalagið er eins og leik
klúbbur, "segir Rögnvaldur.
tveggja ára dvöl þar lá leiðin í
Mývatnssveit og þar bjuggu þau hjón í
næstu 7 ár. En til Akureyrar lá leiðin
aftur 2. janúar 1950. Rögnvaldur og
Hlín eru bæði þekkt fyrir aö vera
sósíalistar. Eg spurði Rögnvald því
næst umpólitikina.
„Eg varö snemma pólitískur. Þegar
ég var 15 ára heima í Húnaþingi fóm
fram kosningar. Viö krakkamir
buöum líka fram og héldum okkar
framboðsræður. Þá var ég fram-
sóknarmaöur, enda eintómir fram-
sóknarmenn allt umhverfis mig.”
„Þaö stóð nú stutt sem betur fer,”
sagðiHlín.
„Já, ég snerist endanlega til sósíal-
isma á fundi með Einari Olgeirssyni á
Hvammstanga, þegar ég var um
tvítugt. Það dugði ekki einu sinni til
þótt Olafur Thors kæmi og héldi þar
fund stuttu síðar. En þaö var kraftur í
þessum körlum. Síðan var ég á stofii-
fundi Sósíalistaflokksins i Gamla bíói
1937 eöa 8,” sagöi Rögnvaldur, og Hlín
bættivið:
„Það hefur ýmist verið sagt aö
Rögnvaldur hafi gert mig aö sósíalista,
eöa ég hann. Hvort heldur sem er rétt,
þá held ég nú aö þaö hafi verið þessi
lífsskoðun sem leiddi okkur saman. Eg
held það sé farsælast fyrir hjón aö vera
á svipaðri línu í pólitik, því þaö er vist
nóg annaö að kýta um.”
„Þegar til Akureyrar kom var hér
fyrir harösnúiö liö sósíalista, sem
gaman var aö starfa meö,” heldur
Rögnvaldur áfram. „Eg nefni Bjöm
Jónsson, Elísabetu Eiríksdóttur, Jón
Ingimarsson, Guörúnu Guðvarðar-
dóttur, Tryggva Helgason, Þorstein
Jónatansson og Eyjólf Ámason.
Marga Qeiri mætti nefna. Það var
kraftur í þessu fólki i verkalýðsbarátt-
unni og þaö stóö líka bjargfast í
kosningum.” „Þaö var eitthvaö annaö
en þetta litlausa fólk, sem nú er í
Alþýðubandalaginu,” skaut Hlín inn í
samtaliö.
„Alþýðubandalagið,” sagði Rögn-
valdur, „það er nú bara eins og lítill
ieikklúbbur nú orðið. Eg fylgdi Bimi
» >
Ertu að bygcgja?
Viltu breyta? /i
lUliliíli \C
Sýnishorn úr
málningardeild:
Málnina:
Hörpusiíki - Pólitex - Kópal -
Kópalhula - Vitretex - Spretísatín
Allar almennar málningarvörur.
Þarftu að bæta?
Veggstrigi:
frá kr. 33 - 79.50 ferm.
Veggfóður:
Vinil frá kr. 98 - 398 rúllan.
Pappa frá kr. 66-180 rúllan
Veggdúkur:
53 cm. frá kr. 320 - 565 rúllan.
65 cm. frá kr. 678 - 798 rúllan.
1 m. frá kr. 98 - 198 pr. m.
85 cm. kr. 69 m.
Hurðaskrautlistar:
15 gerðir.
Rósettur í loft.
Veggkorkur.
dP UTAVER
Grensásveg 18
Hreyfilshúsinu nr\A a a
simi82444
Sýnishorn úr teppadeild:
Gólfdúkur
nýja hvíta línan frá kr. 169,50 - 279 ferm.
Gólfdúkur
breidd 1.50 - 2 - 4 m. frá kr. 89 - 369 ferm.
Royal-gólfdúkur
þolir mikið álag.
Filtteppi
frá kr. 49,50 - 129 ferm.
Nylonteppi
frá kr. 149 - 341 ferm.
Ullarteppi
frá kr. 278 - 698 ferm.
Stigateppi
frá kr. 159 - 329 ferm.
Stök teppi
margar stærðir.
Teppadreglar
br. 80 cm. - 1 m.
Opið til kl. 7 á föstudögum
og hádegis á laugardögum
Lítið við í Litaveri — það hefur ával/tborgað sig!