Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Page 15
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
15
Það voru þreyttir en ánægðir hjálparsveitarmenn sem komu til byggða að æfingu lokinni.
Oryggisatriði ad
liaía þyrlu á Aknr-
eyrarflugvelli
— Frá leitar-og björgunaræfingu Hjálparsveitarinnar
„Æfingin tókst vel i flesta staði, það
voru helst erfiðleikar í fjarskiptum og
við að flytja þá slösuðu til byggða,”
sagði Sigurður Baldursson hjá
Hjálparsveit skáta á Akureyri i sam-
tali við DV að lokinni leitar- og
björgunaræfingu sveitarinnar á
laugardaginn.
Æfingin byrjaði kl. 4.30 á laugar-
dagsmorguninn. Þá var sveitin ræst út
til leitar að tveim rjúpnaskyttum, sem
voru týndar inni á Glerárdal. Sveitin
hefur tekið i notkun sjálfvirkan sima-
búnað, sem hringir hjá öllum sveitar-
mönnum samtímis. Hringt var í 30
manns og á innan við hálftima voru 25
þeirra mættir til leitar. Um 10 leytið
um morgunin var búið að finna rjúpna-
skyttumar, sem voru villtar, ruglaðar
og ósjálfbjarga, leiknar af félögum í
sveitinni.
En þá kom babb í bátinn. Flugvélar
höfðu tekið þátt í leitinni, en flugmenn
þeirra eru félagar í hjálparsveitinni.
Nú barst tilkynning um að ein vélin
væri týnd og allar líkur á að hún hefði
„krassað” á Súlur í um 3.000 feta hæð.
Kom þetta nokkuð á mannskapinn í
fyrstu, þvi að margir héldu að vélin
hefði farist í, ,alvöru”. Þaö var nú ekki
sem betur fór, en nú urðu sveitarmenn
aö arka á Súlur. Fundu þeir vélina og
reyndust vera tveir slasaðir menn í
henni. Þeir voru fluttir til byggða, ým-
ist á börum eða í sleðum aftan í vél-
sleðum. Allir lifðu „slysið” af, en það
Það er ekki aðsjié rjúpnaskyttunni að henni hafi leiðst vistin á Glerárdal.
Það var Baldvin Grétarsson sem lék skyttuna.
voru þreyttir hjálparsveitarmenn sem
komu til byggða að æfingunni lokinni.
Eins og áður sagöi sýndi æfingin
einkum veikleika í f jarskiptasambandi
og við að flytja þá slösuðu til byggða.
Sagði Sigurður að það væri aökallandi
öryggisatriði að fá litla þyrlu staðsetta
á Akureyri, en sennilega væri það fjar-
lægur draumur.
-GS/Akureyri.
Magnús Árnason var leitarstjóri i
stjómstöð.
O V-myndir Sigurður Baldvinsson.
■<Cs
Q_<
CN
3
:o
%
Qi
STÆRRI BÚÐ - MEIRA ÚRVAL
Tepprlrnd
Æa
AKUREYRINGAR -
NORÐLENDINGAR
Nýkomið glæsilegt úrval af
finnskum bómullarmott-
um, bastmottum og Wilton
ofnum alullarteppum.
Vorum að fá nýjar gerðir og liti af
baðherbergisteppum, baðmottusett-
um og stökum baðmottum.
Getum boðið yfir 50 liti gólf-
teppa úr alull, ullarblöndu
eða gerviefnum.
Verið velkomin í verslun
okkar að Tryggvabraut 22.
Tepprlrnd
Sími 25055 • Tryggvabraut 22 • Akureyri
HEK------------
LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 28080 OG 21240
ÖRYGGI
GÆÐI
ENDING