Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Qupperneq 18
18 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. „Ég man ekki eftir öðru en basli í bankanum, að stríðs- gróðaárunum undanski/dum. Þá mátti ekki greiða innláns- vexti af hærri höfuðstól en 10 þús. kr. og bankarnir slógust um að ná í góða menn til að lána peninga. Heldurðu það væri munur, ef ástandið væri þannig núna." Já, satt er þaö. Víst væri þaö munur. Viö erum í heimsókn hjá Jóni G. Sól- nes, fyrrum bankastjóra, alþingis- manni, Kröflunefndarformanni og hver veit hvaö. En hvaðan kemur Jón? ,,Ég er fæddur á Isafirði, í því fræga húsi, „Félagsbakaríinu”, sem Guð- mundur í Gufudal byggöi, en hann var einn af frumherjum Alþýðuflokksins. Foreldrar mínir voru Hólmfríöur og Guðmundur Þorkelsson, en vegna veikinda móður minnar fór ég í fóstur. Kjörforeldrar mínir voru Lilja Daníelsdóttir og Eðvarð Sólnes, sem var norskur s jómaður, er ílengdist hér. Þau voru mikil sómahjón, sem reynd- ust mér ómetanlega. Mitt raunveru- lega skyldulið hitti ég ekki fyrr en full- oröinn maður. Og það get ég sagt þér, að það var sérstök tilfinning að hitta raunverulega móður sína fyrst, tii að muna eftir því, tvítugur að aldri. Eg var á fimmta ári, þegar við flutt- um til Siglufjarðar. Viðdvölin var ekki löng þar, því 9 ára gamall flutti ég meö kjörforeldrum mínum til Akureyrar 1919. Þarhefég veriðsíöan.” • Góður útgerðarmaður Faðir Jóns vár sjómaður, skipstjóri. og útgerðarmaöur á Akureyri. Ee spurði Jón hvort hann heföi aldrei próf- aðútgerð? „Jú, blessaður vertu, en það fór illa,” svaraði Jón, og viö gefum honum orðið áfram. „Við stofnuðum útgerðar- félag nokkrir kunningjar og ég átti í upphafi ekki að vera annað en óvirkur hluthafi. En þegar fór aö halla undan fæti stukku félagar mínir frá boröi og ég sat uppi með alla skuldasúpuna. Þá voru engir sjóðir til aö hlaupa í og ég var mörg ár aö greiða skuldirnar. Þetta var gamall bátur, sem við gerðum út, Njöröur hét hann, úr sér genginn og því fór sem fór. En sjálfur tel ég að í mér hafi verið efni í góðan útgerðarmann.” — Þú byrjaðir ungur aö starfa í Landsbankanum á Akureyri? ,,Já, biddu fyrir þér, ég var ekki nema 15 ára, þá nýbúinn að ljúka gagn- fræðaprófi. Eg var ráðinn til reynslu í einn mánuð, en ég hætti ekki fyrr en eftir 50 ár. Hér hefur orðið bylting í bankastarf- semi eins og á öðrumsviðum. Þegar ég byrjaöi í Landsbankanum var ekki til þar nema ein reiknivél, sem stóð varla undir nafni, því á henni var enginn strimili. Við þurftum því að leggja allt saman á blaði í huganum. Nú sjá tölv- ur um þetta allt saman.” Jón tók viö bankastjóm af Olafi Thorarensen 1. júlí 1961 og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum hjá bankanum 1. j úlí 1976. • Þaðsemég sóttist eftir? „Auðvitað var bankastjórastarfið það sem mig hafði dreymt um og ég hafði sóst eftir,” sagði Jón. „Reyndinl var h'ka sú, að ég kunni vel við mig í þessu starfi. En það verður enginn vinsæll af bankastjórastarfi, því það er ekki í mannlegu valdi aö vera alltaf réttlátur i lánaveitingum. Það kemur enginn bankastjóri fyrir Sankti-Pétur meðréttlætissvuntuna framan á sér. Landsbankinn á Akureyri hefur alla tíð verið með stærstu fyrirtæki bæjarins á sinni könnu. Eg get nefnt Sambandsverksmiðjumar, KEA, Ut- geröarfélag Akureyringa, K. Jónsson og Slippstöðina aö viöbættum öllum helstu framleiðslufyrirtækjunum allt frá Olafsfirði til Þórshafnar. Þess vegna áttum viö erfiðara með að sinna þörfum almennings. Það þótti mér miður. Eg hefði gjaman viljað hafa úr meim að spila í lánveitingar til Péturs og Páls. Mín reynsla var líka sú, að lágtekjufólkið gat gert undarlega mikið úr litlu. Það var gott að skipta við það fólk. Vanskilin voru frekar hjá þeim, sem hærri höfðu launin.” — Þú varst orölagður fýrir að hunsa fyrirskipanir „að ofan”, frá yfirstjóm bankans í Reykjavík? „Ætli það hafi nú ekki verið gert meira úr því en ástæða var til,” segir Jón. „En það var þó til, en það var samkvæmt andanum í útibúinu. For- verar mínir vora líka þannig. Þrátt fyrir það var samvinna útibúsins við aðalbankann alla tíö góð og útibúið skilaði alltaf góðum hagnaði. Maöur reyndi stundum að halda sig innan skynsamlegra marka, þó stundum réði viljimeira en máttur.” • 32 ár í bæjarstjórn Jón G. Sólnes var fyrst kosinn í bæj- arstjórn Akureyrar 1946. Þar sat hann samfellt þar til 1978, eða í 32 ár. Fyrir bæjarstjómarkosningamar sl. vor fór hann í prófkjör og náði 3. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins. Þar með var hann aftur kominn í bæjarstjóm. Þeg- ar kjörtimabilinu lýkur verður Jón bú- inn að sitja 36 ár í bæjarstjóminni. Þaö met veröur seint slegið. Lengst af stóö Jón að meirihlutamyndunum í bæjar- stjóminni, allt fram til 1974. Oft vora þeir meirihlutar myndaðir af Sjálf- stæðisflokknum og Framsókn, en Jakob Frímannsson var á þessum tíma oddamaöur þeirra í bæjarstjórn. Sagt var, að Jón og Jakob stjómuðu bænum á þessum árum. Er eitthvað til íþví Jón? „Það hefur nú margt verið ofsagt um það, en við Jakob áttum mjög gott samstarf. Við vorum báðir fulltrúar flokkanna í bæjarráði og það sem þar var samþykkt var nær undantekning- arlaust samþykkt í bæjarstjóm. Það var einstaklega gott að vinna með Jakobi. Þó hann vildi sínu fyrir- tæki að sjálfsögðu vel, þá hafði hann það fyrst og fremst að leiðarljósi í bæj- arstjóminni, aö vera góður Akureyr- ingur. Það réð afstööu hans í öllum málum. Og út á við var hann oft bjarg- vættur bæjarins, því hans áhrifavald náði víða vegna starfa hans fyrir Sam- vinnuhreyfinguna. Meirihlutamyndanir í bæjarstjóm vora óformlegri þá en nú tíðkast. Við sömdum um kosningu forseta bæjar- stjómar og ráðningu bæjarstjóra, en annað kom af sjálfu sér. Einu sinni man ég þó eftir því, að við gengum til fyrsta bæjarstjómarfundar eftir kosn- ingar án þess að hafa hugmynd um, hver yrði kosinn bæjarstjóri. Valið stóð um Stein Steinsen og Guðmund Guð- laugsson, sem var framsóknarmaöur. Til að byrja með var jafnt á með þeim. Það var ekki fyrr en kosið var í þriðja skiptið, aö Steinn fékk meirihluta. Þá höfðu framsóknarmennirnir gefið sig og fært sig yfir á hann. ” Það fer veli með þelm Jónl og Tryggve BratteU. Frá eine métverkeuppboOinu sem Jón héh. ÞeO er Ufje SigurOerdó ttir, sem heldur i mátverkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.