Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 19
1 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. # Yfirstjórn bæjarins bákn — En hvemig fannst þér aö koma á ný inn í bæjarstjóm eftir f jarveru í eitt kjörtímabil? „Þaö uröu mér nokkur vonbrigði, ég skal viöurkenna þaö. Þetta var eins og aö koma inn í framandi heim, þar sem störf bæjarstjómarinnar era orðin mun kerfisbundnari en var. Persónu- tengslin viö bæjarbúa era orðin miklu minni. Það era þá helst þeir viðtalstím- ar bæjarfulltrúanna, sem enginn kem- ur á. Ég fer ekki dult meö það, aö stjómkerfi bæjarfélagsins er orðið of mikiö bákn miðað viö stærð bæjarins. Þaö hefur þanist út á fáum áram. Þaö er sjálfsagt aö fylgjast meö tímanum, en að mínu mati fer allt of mikið af skattpeningum bæjarbúa til að við- halda skrifstofubákni, sem engum er tilgagns.” 1974 var Jón kosinn á Alþingi og hann náöi endurkjöri 1978. En það þing varð styttra en ætlað var og Jón var ekki kjörinn í framboð fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í vetrarkosningunum 1979. Hann fór þá í sjálfstætt framboð, en náöi ekki kosningu. Þetta var „heitt” mál í Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma, sem Jón vildi ekki ræða um nú. Tal okkar barst því að verkefnum hans síðan. • Upptekinnvið að gera ekki neitt „Atvikin hafa hagað því þannig, að ég er búinn að læra þá kúnst að vera upptekinn við að gera ekki neitt frá morgni til kvölds,” segir Jón og hlær við. Þeir sem þekkja kappann vita þó betur, því Jón er þekktur fyrir annað en aðgeröaleysi og hálfvelgju. Eg lét mér þetta svar því ekki duga. „Nú, ég auglýsti nýtt fyrirtæki, Sólnes hf., sem býður viðskiptavinum sínum ýmiss konar aðstoð á fjármála- sviðinu. Að vísu hafa viðskiptavinirnir ekki staðiö í biðröðum, en ég held, að þeir s jái ekki eftir því, sem til mín hafa leitað. Blessaður vertu, ég finnalltaf upp á einhverju til að snúast í. 1 bríarii sótti ég um löggildingu sem uppboðs- haldari á Akureyri. Hvað getur ekki gömlum manni dottið í hug. Eg setti Listmunahúsið á fót í félagi við Ola vin minn Jóhannsson og viö héldum eitt málverkauppboö. En þetta gekk ekki hjá okkur. Ef til vill hafa þetta bara verið byrjunarerfiðleikar hjá okkur og við ekki lagt nógu mikla rækt við fyrir- tækið. En uppboðsleyfiö er geymt en ekki gleymt. Nú ætlum við Bárður Halldórs- son að halda bókauppboö i sameiningu. Það heföi nú einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar, að við Bárður ætluöum að vinna saman, því oft höfum við sent hvor öðrum tóninn. ” — Nýlega varst þú kjörinn formaður félags aldaðra? ,^Já, það varð úr. Ég kom á fundi með undirbúningsnefndinrii, sem lagði aö mér að taka að mér formennsku í félaginu. Eg var til með það, ef ég gæti' orðið að gagni. Eg benti mönnum þó á, að ég væri á kafi í pólitík, sem hugsan- lega gæti orðið til þess að skaða félag- ið. Þessum aðvöranarorðum minum var ekki sinnt. Þar með gat ég ekki skorast undan. En ég hef ekkert annað fram að leggja en góðan vilja.” • ímörghorn að líta — Enhvaðætliðþiðaðgera? „Við erum með mikil áform í hugan- um og þó ekki nema lítill hluti þeirra verði að veruleika þá höfum viö gert gagn — og ég er bjartsýnn. En það stríðir gegn lífsviðhorfi mínu að koma öllum vandamálum yfir á það opin- bera.” — Viltu nefna mér dæmi um ykkar baráttumál? „Það er af nógu að taka. Það hættu- legasta við ellina er að einangrast og það lenda margir í þeim pytti. Þetta fólk saknar lifandi samstarfs við þjóð- félagið, ekki síst ef starfsorka er fyrir hendi. Þess vegna höfum viö áhuga á að finna atvinnu fyrir aldraða, þó ekki væri nema hlutastörf. Skattamál get ég líka nefnt. Aldraðir fá sinn ellistyrk, en ef þeir hafa ein- hverjar tekjur, þá skerðist ellistyrkur- inn. Þetta er til háborinnar skammar. Ellistyrkurinn er ekki annaö en vá- trygging, sem þessi kynslóð er búin að vinna fyrir og vel þaö. Þá höfum við miklar áætlanir í huga varðandi húsnæðismál. Það hefur komið til tals að byggja íbúðir Jyrir aldraöa, bæði á félagslegum grund- velli, og eins fyrir þá, sem eiga hús- næöifyrir,en vilja minnka við sig. Um leið losnar húsnæði fyrir yngra fólk. Þetta yrði því þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Þjóöfélagiö stendur undir miklum kostnaði við aðbúnað fyrir aldraöa, sem er gott og blessaö, svo langt sem það nær. En það er til fólk, sem vill hafa foreldra sína heima meðan hægt er. Þaö er ekki nema sanngjarnt, að þetta fólk fái skattaívilnun fyrir vikið. Eg vil halda fjölskyldunum saman. Gamla fólkið hefur tíma fyrir börnin. Eg segi fyrir mitt leyti; ég er miklu betri afi en faðir. Ég hafði engan tíma til að sinna mínum börnum. Nú hef ég stundir fyrir barnabömin.” • Lífsgleði Jón kom inn á ýmsa fleiri þætti í mál- efnum aldraðra, sem of langt mál er að rekja hér. En þó Jón sé orðinn 72ja ára gamall, þá er hann hreystin uppmáluö og hann er ungur í anda. Ég spurði hann, hvaða galdur væri á bak við að halda sér í svo góðu f ormi? ,,Sem betur fer hefur almættið gefiö mér mikil lífsgæði,” segir Jón, og við gefum honum orðið áfram. „Eg stunda golf og ég f er í sund á hverjum morgni, þegar ég kem því viö. Það er svolítiö merkilegt meö sundið. Eg lærði ekki aö synda fyrr en um 1970, eða fyrir um 12 árum. Það var Sigmundur heitinn Björnsson, sem kenndi mér sundtökin og dáist ég enn að þolinmæði Sigmund- ar. Blessuö sé minning hans. En það er annaö, sem vegur ekki síður þungt. Mér tókst sem sé að hætta að reykja fyrir 25 árum og áfengis- neyslu hætti ég fyrir 12 árum. Þar los- aöi ég líkamann undan miklu álagi, en ég er ekki fanatískur. Mitt heimili hef- ur aldrei verið brennivínslaust síðan éghætti.” — Hvernigfórstþúaðþvíaðhætta? „Eg fór ekki í neina meðferð, ef þú meinar það. Ég sá að þetta gat ekki gengið og talaði hressilega utan í sjálf- an mig. Það dugði. Lífið hefur verið miklu skemmtilegra síöan. ” — Aðlokum.Jón, ætlar þú í framboð til Alþingis? „Heyrðu, góði minn, nú er viötalið orðið nógu langt,” sagði Jón G. Sólnes og hló dátt. Þar með var viðtalinu lok- ið. GS/Akureyri 19 I m hér mr með Jakobi Frímannssyni. Hér er Jón ihrókasamræðum við Albert Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.