Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Page 22
22 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. Stórst/örnuliðið „Eariy sunrise ". Aftari röð f.v.: Magnús Ingólfsson, Birgir Ágústsson, Sigurður Jakobsson, Guðmundur Svavarsson, Kristján Grant, EyjóffurÁgústsson, Hllmar Gíslason, Kari Steingrimsson, Baldvin Úlafsson og HjörturFjeldsted Fremri röð f.v.: Herbert Ölafsson, Skúti Agústsson, Vilhelm Agústsson, Savar Jónatansson, Jóhann Jakobsson og Þór Þorvaldsson. Mark i uppsiglingu, enda stenst engin vörn slíka takta. Því miður var knötturinn farinn Þarna var Villi sentimetrum ofselnn / boltann og Eyjólfur bróðir hans fram hjá Þór Þorvaldssyni snýrvöm ísókn. (,,Lodda"! skömmu áður en myndin var tekin. „Maður fær svakalega góða útrás. / þessu, " seglr Hilmar Gíslason, og bmtir vlð, „en djöfull getur maður stundum verið þreyttur morguninn eftir." Það er oft hart barist um yfirráða- róttinn yfir boltanum. „EkhI mmða nehm99 - Á æf ingu með stórstjörnuliðinu „EARLY SUNRISE” „Flott, Marri, spilaðu bara sjálfur, sjálfur bara, svona já, þeir geta ekkert þessir andskotar, svona já, og skjóta svo rétt eins og þú gerðir í gamla daga — óóóóóó — hvernig gastu klúörað þessu færi.Marri?” Það er Vilhelm Ágústsson sem er að hvetja vin sinn, Hilmar Gíslason bæjarverkstjóra, í innan- hússknattspymu. Við erum komin á æfingu hjá stórstjörnuliðinu ,,Early sunrise”, sem saman stendur af fótboltastjömum allt frá rúmlega tvítugu tÚ fimmtugs. Flestir eiga það sameiginlegt að hafa einhvem tíma gert garðinn frægan með Akureyrarliðunum, þótt ekki sé það einhlítt. Aðalver- tíð félagsskaparins er yfir sumar- ið, en þá etja þeir kappi við mörg fræg lið, jafnvel við harðsnúin er- lend lið sem slæðast til Akureyrar með skemmtiferðaskipum. Yfír vetrartímann reyna strákamir að komast í alla þá tíma í íþróttahús- unum sem þeir mögulega geta. Það var hart barist á æfingunni og mörg gullkornin féllu í hita og þunga dagsins. Gefðu boltann, drengur, gefðu boltann, geeefðu boltannnnn.” „Blessaður haltu kjafti.” „Djöfuil er að sjá þetta.” „Ertu alveg að gefast upp, helvít- is auminginn þinn.” „Þú heföir náð að skalla ef þú værir ekki búinn að missa háriö.” Svona var tónninn í skeytunum sem gengu þvers og kruss um salinn. Þetta er alveg ómissandi, við æsum hver annan upp með þess- um öskmm,” sagði Vilhelm, eða Villi eins og hann er almennt kall- aður. Villa liði vegnaði ekki rétt vel á æfingunni. „Það er hræðilegt helvíti að tapa þessum leik á svona vitleysu,” sagði Villi eftir einn leikinn, en hann fann eðlilega skýringuáhrakförunum: „Helvít- ið hann Kalli kom ekki í grænu sokkunum.” Nú var klukkan langt gengin í eitt eftir miðnætti og ég bjó mig til brottfarar. „Nú spilum við, strák- ar, nú spilum við með þá, en ekki meiða neinn,” var það síðasta sem égheyrði. -GS/Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.