Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Page 26
26
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
ttevía í Sjjailanum
vetjum Lei h fé lagsins
„Þaö hefur veriö ákveðiö aö setja
upp revíu í vetur, sem veröur frum-
sýnd á nýársdagskvöld,” sagöi Sigurð-
ur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Sjallans á Akureyri, þegar DV leitaði
fi étta af væntanlegum uppákomum í
húsinuí vetur.
Þaö eru leikarar hjá Leikfélagi
Akureyrar sem ætla að hafa veg og
vanda af revíunni. Meöal þeirra eru
Theódór Júlíusson, Gestur E. Jónas-
son, Sunna Borg og Þórey Aðalsteins-
dóttir. Revían verður byggö upp á
stuttum atriöum, flestum úr sam-
tímanum. Mikil leynd hvílir yfir
höfundum, en grunur leikur á aö Jón
Hjartarson leikari sé þeirra á meðal.
Revían veröur sýnd á föstudags- og
sunnudagskvöldum.
„Alveg sérstaklega vel,” svaraði
Siguröur, þegar hann var spurður um
gengiö, eftir aö Sjallinn opnaöi nýr og
endurbættur eftir brunann. „Aösóknin
hefur veriö mjög góö og þaö er alltaf
eitthvaö um að vera hjá okkur. Um síö-
ustu helgi voru hérna skemmtikraftar
frá Austurríkiá vegumUrvals.Utsýn-
ar og Flugleiða. Var slegiö upp heljar-
miklu bamaballi á föstudeginum og þá
komu um 1.700 manns í húsiö. Þaö met
verður seintslegið.
Um þessa helgi veröur hársýning á
vegum Papillu og Bergþóra Árnadótt-
ir kynnir plötu sína, Bergmál. Þá
veröa flugáhugamenn með heljar-
mikla uppákomu á laugardagskvöldið,
nokkurs konar flugkvöld, og á sunnu-
dagskvöldið veröur spilavist,” sagöi
Sigurður.
Þó gamli og góði Sjallinn hafi opnaö
meö pompi og prakt í sumar, þá er enn
veriö aö vinna viö innréttingar. Nýlega
eru hafnar framkvæmdir viö ráð-
stefnusal á efstu hæðinni og fyrirhugað
er aö innrétta bar í anddyrinu á næst-
unni. Þá er í bígerð að innrétta
nokkurskonar „lokal” á svölunum.
Þeir sem komið hafa í Sjallann muna
ef til vill eftir upphækkun sem þar er.
Hún verður lokuö af meö glerveggjum
aðnokkruleyti.
Að lokum er gleöifrétt fyrir aödáend-
ur Ingimars Eydal. Hann hefur veriö
ráöinn meö hljómsveit sina í Sjallann i
desember og janúar. Svo er bara að sjá
hvort honum tekst aö endurvekja
gömlu góöu sjallastemmninguna, sem
hann viöhélt í áraraöir á sokkabands-
árumSjallans.
-GS/Akureyri
Va/mundur Árnason er yfírkokkur.
Svona var umhorfs i Sjallanum eftir brunann
Halla Sigurðardóttir er yfirþjónn i
Sjallanum.
Við opnunina skáluðu Þórður
Gunnarsson, einn aðaleigandi Sjall-
ans, og Halldór Kristjánsson, sem
sá um alla teppalagningu i húsinu.
Þó ótrúlegt só var þessi mynd tekin rúmri viku áður en SJallinn opnaði eftír Svo mættí Bessi með fölsku tennurnar sínar og sumargleðina.
endurbygglnguna.