Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 32
32 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. Árný Reynisdóttir: — Þetta er mjog jákvætt, en ég sakna gamla rúntsins. 1 stað hans skapast aðstaða til fjöl- breyttsgötulífs. DVAK spyr Hvernig list þer á þá fram kvæmd að gera Hafnar- stræti að göngugötu? Ingimar Guðmundsson: — Mér líst ágætlega á þetta. Eg vona bara að út- koman verði eitthvað hliðstætt við Austurstræti í Reykjavík. Hafnarstrætí er oft iðandi af mannhfi, eins og best sest a þessari m ynd. göngugötuna lýkur. Væntanlega veröur þar enn fegurra mannlif þegar framkvæmdum við Hreiðar Jónsson: — Ætli göngugatan verði ekki bara ágæt þegar framkvæmdum er lokið. Ársæll Magnússon: — Þessar fram- kvæmdir eru til mikillar fyrirmyndar og það er vel að þeim staðið. Hafnar- stræti verður mun skemmtilegra á eftir. Göngugata skapar betri aðstædur fyrir fjölbreytilegt mannlíf — Spjjalluö við Finn Birgisson shipulagsstjóra um ngtt shipulag afmiðbæjarsvæðinu á Ahuregri Þóroddur I. Sæmundsson: — Mér líst vel á göngugötuna ef við fáum að losna alveg við bílana. Nýtt skipulag fyrir miðbæjar- svæðið á Akureyri var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar 7. apríl 1981. Fram að þeim tíma hafði gilt skipu- lag fyrir miöbæinn, sem gert var 1926. Samkvæmt því eru t.d. húsa- lengjurnar við Ráðhústorg og Skipa- götu, en enn eru sumar hverjar varla hálfbyggöar. Gisli Kristínsson arkitekt og Finnur Birgisson skipuiagsstjóri. % Byrjað á höfninni Arkitektarnir Haraldur V. Haraldsson og Svanur Eiriksson unnu miðbæjarskipulagið sam- kvæmt stefnumörkun skipulags- nefndar og bæjarstjómar. Svæðið, sem skipulagið nær yfir, er frá Sam- komuhúsinu aö sunnan norður að íþróttavelli. Að vestan markast svæöiö af Oddeyrargötu og við fjörunaaðaustan. Framkvæmdir samkvæmt nýja skipulaginu hófust í sumar. Byrjaö var á að fylla upp í gömiu höfnina við Torfunef, en sú framkvæmd var um- deildasta atriöiö í sambandi viö skipulagiö í bæjarstjóm Akureyrar. önnur ágreiningsatriði féllu þar í skuggann. Tenging Glerárgötu, frá Strand- götu inn á Drottningarbraut skammt sunnan Kaupvangsstrætis, samhliða bíiastæðaþörf fyrir miðbæinn, gerðu uppfyllinguna nauðsynlega, að mati þeirra, sem hana knúðu fram. Við höfnina standa tvö hús, sem þurfa að hverfa. Er það gamla Eimskipshúsið, sem er í eigu erfingja Jakobs Karlssonar, og hús Drangs, sem er í eigu erfingja Stein- dórs Jónssonar. Erfingjar Jakobs vilja fá bætur fyrir húsið, sem Akureyrarbær vill ekki greiöa. Málið er því komið fyrir dómstóla og má búast við dómi í héraðsdómi íyrir mánaðamót. Búast má viö, að málið fari síðan fyrir hæstarétt, en biðtím- inn þar heftir verið um tvö ár. Lík- legt er, að eigendur Drangshússins telji sig einnig þurfa að leita réttar síns fyrir dómstólum. Það má því „Við heimamenn þekkjum það, að mið- bærinn er oft iðandi af mannlífi, sérstaklega á góðviðrisdögum yfir sumarið. Göngugatan kemur til með að skapa enn betri aðstæður fyrir þetta fjölbreytilega mannlíf; þetta verður eins konar andlitslyfting fyrir miðbæinn," sagði Finnur Birgisson, skipulagsstjóri á Akur- eyri, þegar DV forvitnaðist um nýju göngu- götuna í Hafnarstræti. búast við, að einhver ár líði, þar til þessihúshverfa. • Næstvarþað göngugatan Einn þáttur í nýja skipulaginu er göngugata, sem fuilbúin nær yfir Hafnarstræti norðan Kaupvangs- strætis, Ráðhústorg og Geislagötu noröur að Búnaðarbanka. Umferð verður áfram leyfð um Strandgötu meðfram Ráðhústorgi um Skipa- götu. I fyrsta áfanga verður gerð göngu- gata í Hafnarstræti frá Ráðhústorgi að Kaupvangsstræti. Hófust fram- kvæmdir í haust. Búið er að skipta um jarðveg í götunni og malbika yfir allt saman. Jafnframt verður gengið frá lýsingu í götunni. En á að leyfa umferð um götuna.í vetur? Um það hefur ekki verið tekin ákvörðun í bæjarstjóm, en hver er afstaða Finns? „Eg tel rétt að leyfa umferð og tak- mörkuð bílastæði í götunni í vetur,” segir Finnur. „Astæðan fyrir því er sú, aö ég tel ekki heppilegt aö gera götuna að göngusvæði á meðan hún er hálfköruð. Sú aðgerð gæti haft neikvæð áhrif fyrirverslun í götunni, sem ég held, að sé óheppileg byrjun á framkvæmdum, sem eiga að styrkja verslunina,” sagðiFinnur. Næsta sumar verður sett sandlag ofan á malbikið en yfirborðið verður síðan klætt litlum gang- stéttarsteinum. Aö öllum líkindum verður sett hitunarkerfi í sandlagið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.