Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Síða 34
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. DYAK spyr spyr á æfingu hjá Þór Hvað vakti áhuga þinn á handbolta? á æfingu hjá KA Hvað vakti áhuga þinná handbolta? Rúnar Sigtryggsson 10 ára: Ég fór að æfa af því að pabbi spilar með Þór. Frá honum fékk ég áhugann. Eg er ákveöinn í að gera mitt besta. 99Ég sé hér marga efnUegu stráha” — Lttid inn á æfingar hjá yngstn handboltastrákunum Þorvaldur M. Sigurbjörnsson 7 ára: Eg fór að æfa af því að skólabróðir minn fór að æfa. Ég ætla að vera eins góður og pabbi var. „Þaö mæta svona 30 strákar hjá okkur á æfingar aö jafnaöi og þeir eru svo áhugasamir strákarnir, að þeir sleppa helst aldrei úr æfingu,” sagði Sverrir Ögmundsson, þjálfarí yngstu handboltamannanna hjá Þór, ísamtaliviðDV. „Við æfum tvisvar í viku,” hélt Sverrir áfram, „strákamir eru á aldrinum 7—10 ára. Það er mjög gaman að umgangast þessa stráka og ég sé hér marga efnilega hand- boltamenn. Þaö háir okkur hins veg- ar, aö við spilum ekki nema 2—3 leiki yfir veturinn. Það er langt frá því aö vera fullnægjandi.” Frá Þór förum við á æfingu hjá sama aldursflokki hjá Knattspymu- félagi Akureyrar. Þar stjórnar Þor- leifur Ananiasson, sem í mörg ár hef- ur verið ein styrkasta stoð KA-liðs- ins. „Það mæta um 40 strákar á æfing- ar hjá okkur,” segir Þorleifur, „og strákamir eru mjög áhugasamir. En það er alltaf sama vandamálið, við fáum ekki nógu marga leiki fyrir strákana. Til að bæta úrþessuhöfum við farið út á Dalvík til að etja kappi við jafnaldra þeirra þar.” Ásmundur Araarson 10 ára: Eg fékk áhugann þegar pabbi var að þjálfa meistaraflokk Þórs. Eg fór oft meö honum á æfingar og sá hvað þetta er skemmtilegt. Jón Egfll 10 ára: Eg byrjaði i fyrra og mér finnst ofsa gaman. Ég ætla að verða eins góður og Alli og Gunni. Hver veit nema iþessum hópi yngstu handboitastrákanna hjá Þórleynist handboitastjarna. Bjarai Sveinsson 10 ára: Það var einn vinur minn sem fékk mig til að koma og ég sé ekki eftir því, þar sem hér er ofsalega gaman. Eg er ákveð- inn að halda áfram, en ég held að ég komist aldrei í landsliðið. Steingrímur Pétursson 10 ára: Það voru skólabræður mínir sem fóru að tala um að mæta á handboltaæfingu. Ég fór og sé ekki eftir því. Eg ætla kannski að verða eins góður og Gísli Felix. „Marka> kóngar Akur- eyrar Þessir kappar urðu marka- kóngar Akureyrar 1982. Sá stœrri heitir ' Tómas Guðmundsson og leikur með 3. flokki Þórs, en sá minni heitir Sœvár Árna- son og hann leikur með 5. flokki Þórs. Þeir skoruðu 5 mörk hvor fyrir félag sitt í sumar. Þeir skipta því með sér titlinum ,,Marka- kóngur Akureyrar” enþað var bara til einn bikar. Kapparnir verða því að skiptast á að hafa gripinn. Karl Freyr Karlsson 10 ára: Það var Jón Egill sem hvatti mig til að koma. Það væri gaman að verða eins góður og Alli. Hann var í KA einu sinni. Myndir og texti: Guðmundur Svansson, íþrðttafréttamaður ÍDV, Akureyri Karl Pálsson 10 ára: Eg byrjaði í fyrra, fékk áhugann þegar ég sá KA spila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.