Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SÍMI 86611 AUGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIÐ - VÍSIR jorðu —að látabrenna jarðneskar leifarsínar Sjá blaðsíður 2og3 Jarðarför. Orðið eitt er dapur- legt, svo ekki sé talað um athöfn- ina sem slíka. Dauðinn er ávallt nálægur, aðeins mismunandi hversu nærri er höggvið hverju sinni. Það er gangur lífsins að menn fæðast og deyja. Jarðarför. Yfirleitt eru menn mjög íhaldssamir hvað jarðar- farir snertir. Sumir hafa jafnvei gert ráðstafanir sjálfir: ákveðið prestinn, valið sálmana sem syngja á, hafa tryggt sér graf- reit og.. .þá, hvort þeir fari í venjulegan grafreit eða duftreit. Áðurnefndur duftreitur er ætl- aður þeim sem vilja láta brenna sig. Líkbrennsla hefur síðustu ár mjög færst í vöxt, einkum í er- lendum stórborgum, þar sem svæði undir kirkjugarða er af mjög skornum skammti nú orðið. Enda er það svo að þar sem venjuleg gröf er tekin fyrir einn mann má koma fyrir tutt- ugu duftkerjum. Á íslandi er aðeins ein lík- brennsla starfandi. Hún er í kirkjugarðinum í Fossvogi, sjálfseignarstofnun. Lik- brennslan tók til starfa árið 1948 og fyrstur til að láta brenna jarð- neskar leifar sínar var dr. med Gunnlaugur Claessen, sem lést í júlimánuði það ár. Ýmsir fleiri fylgdu í kjölfarið. Nægir þar að nefna Svein Björnsson, ríkis- stjóra og síðar forscta tslands, sem lést árið 1952. Likbrennsla á sér þvi stutta sögu hér á landi miðað við er- lendis eða 34 ár. Og þau ár hefur tala þeirra sem látið hafa brenna jarðneskar lcifar sínar verið nokkuð jöfn frá ári til árs eða um 10 til 12 prósent þeirra er látast. En er þetta ekki framtiðin? Við heimsóttum á dögunum líkbrennsluna i Fossvoginum. Okkur, eins og eflaust mörgum, lék forvitni á að vita hvemig þetta fer fram. Það voru Einar Jónsson útfararstjóri og nafni hans Ólafsson, scm sér um lík- brennsluna, er lciddu okkur i all- an sannleika um málið. -KÞ -- -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.