Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. 3 — Er þaö ekki niðurdrepandi að vinna við það daginn út og inn að jarð- setja fólk? „Maður venst þessu eins og ööru.” — Kemur þetta þá ekkert viö ykkur? „Jú, ég held við verðum aldrei það Sjá næstu síðu Á þriðjja þúsundmanns veriö brenndir! Beinteinsson, starfsmaður kirkjugarðanna undirbýr kistulagningu. Einar Jónsson útfararstjóri ibaksýn. „Um hundrað manns á ári brenndir" viðstaddur. Oftast látum við þó ættingjavita hvenærþaðergert.” — En við sjálfa Iíkbrennsluna? „Nei, þá er enginn viðstaddur, enda færiunst við undan þvi að hafa fólk'við- statt þegar það f er fram.’ ’ „Sennilega framtiðin" — Hversu mörg ker komast fyrir á svæði sem ein kista tekur? „Ætli það séu ekki svona tuttugu ker. Ekkifærri.” — Er þaö ekki framtíðin, að fólk verði brennt, þegar jarönæði fer að verða af skomum skammti? „Sennilega er það nú framtíöin. Víða erlendis, einkum í stórborgum, eru flestir sem látast brenndir, þótt upp til sveita séu menn frekar jarðsettir á venjulegan hátt, enn sem komið er. En það er einu sinni svo að menn éru mjög fastheldnir í skoöunum varðandi útfar- ir, svo ég held að það þurfi margar kynslóðir til aö breyta nokkru þar um.” — Er það algengast að fólk sem er brennt hafi sjálft ákveðið það? „Já, þaö er yfirleitt svo aö sá hinn samihefur óskaðþess í lifanda lífi.” — Hvernig fólk er það sem vill láta brennasig? „Það er alla vega fólk. Stundum rek- umst við á það til dæmis hjá hjónum, aö annaö vill láta brenna sig og hitt ekki.” — Og nú beinum við spurningu okkar til útfararstjórans. Ætlar þú að láta brenna þig? „Ja, ég býst við því. Að minnsta — Hversu margir eru brenndir á ári hverju? „Það eru svona hundrað manns á ári að meðaltali,” sögðu þeir Einar Jóns- son útfararstjóri og nafni hans Olafs- son, umsjónarmaður brennslunnar. Þegar við vorum viöstödd lik- brennslu á dögunum var það lik- brennsla númer 2231 sem þar fór fram. — Svo það eru líkbrennslur í hverri viku? „Já, já, við brennum í hverri viku. Viö reynum að safna saman þeim sem brenna á í hvert sinn.” — Nú var það svo í eina tíð að minnsta kosti aö aðstandendur gátu tekiö öskuna meö sér heim og dreift henni þar sem hinn látni hafði óskað. Til dæmis þar sem hann hafði slitið bamsskónum. Er það svo enn? „Já, það var svo en það er alveg liðin tíð. Fyrir nokkrum árum var tekið fyrir það og sett að skilyrði að askan væri sett í vígðan reit. Viö höfum hér í Fossvogi ákveðið svæði sem við köll- um duftreiti og þangað eru allir þeir sem brenndir eru settir nema einhverj- ar sérstakar óskir séu fyrir hendi. Þá á ég við aö á stundum er sá sem brennd- ur er settur í jaröreit hjá ættingjum sem hafa verið jarðsettir á venjulegan hátt.” — Eru ættingjar þess brennda viðstaddir þegarkeriðersettniður? „Reglan er yfirleitt sú að enginn er kosti er konan mín alveg ákveðin í því þegar þar að kemur.” — Og nafni hans Olafsson tekur í sama streng. „Maður venst þessu eins og öðru"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.