Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. 17 sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál sínum sunnudagskvöldiö 9. mars þegar moröin voru framin. Hann sagöist hafa eytt kvöldinu meö vini sínum og hvorugur þeirra hefði komið til bæjarins þetta kvöid. Þá haföi lögreglan samband við vin Dillons, Jay Thompson, 17 ára gamlan, og baö hann aö mæta á lögreglustööina til að svara nokkrum spurningum. Á þessu stigi málsins þótti engin ástæöa til aö gefa út formlegar handtökutil- skipanir eöa bera fram ákærur. Thompson mætti til viötais næsta dag og haföi sömu sögu aö segja og Dillon. Viötölin viö þá báöa voru tekin upp á segulband og lögreglan gat því borið þau nákvæmlega saman í leit aö hugsanlegu ósamræmi. Þeim bar hins vegar saman um hvað þeir heföu verið að gera umrætt kvöld. Fipaðist í lygavefnum Meðan á viötalinu stóö fór einn rann-_ sóknarlögreglumaöurinn út og skoöaöi bíl Thompsons. Eftir að hafa gengiö í kringum hann, leit hann inn um bílrúö- una og rak þá strax augun í skaft sem stóð undan bilstjórasætinu og virtist vera af stórum hnífi. Þetta vakti strax grunsemdir hans, þar sem Hilborne- hjónin höföu verið stungin til bana. Thompson var þá gefinn kostur á að leyfa leit í bílnum af sjálfsdáöum eða að lögreglan myndi leita til þess heim- ildar hjá dómara. Thompson veitti fúslega leyfi sitt og samstundis var leitað í bílnum, en ekkert fannst utan hnífurinn er tekinn var til rannsóknar. I framhaldi af því aflaöi lögreglan sér húsleitarheimiidar á heimilum þeirra beggja. Síðan kölluöu þeir Dillon aftur fyrir. Þegar Dillon var bent á að hann hcfði sést í námunda við moröstaöinn á sunnudagskvöldið aö sögn mjög áreiðanlegs sjónarvotts, þá fipaöist honum í fyrri lygavef. Hann fór að gefa nýjar skýringar á ferðum sínum þetta umrædda kvöld og jafnframt kom hann meö ásakanir á aöra, ekki aðeins Thompson, vin sinn, heldur einnig þriöja aðila sem ekki haföi áöur verið nefndur til sögunnar. Frá og meö þeirri stundu stóðu rannsóknar- lögreglumennirnir frammi fyrir nýjum og sífellt flóknarí málatilbúnaði þeirra félaga, sem nú tóku aö varpa allri sök hvor á annan. Sögur þeirra, sem áður voru í fullu samræmi hvor við aðra, uröu nú aö hróplegu ósam- ræmi og samkvæmt þeim var engin leið að gera sér grein fyrir hvað gerst heföi kvöldið sem Hilborne-hjónin voru myrt. Þaö lá þó ljóst fyrir að þarna voru sökudólgarnir fundnir. Við leit á heimili Thompsons fann ' lögreglan stóran hnif, falinn niöri í skúffu. Auk þess fundust hanskar þar í jakkavösum, sem ataðir voru í blóöi. Báðir þessir hlutir voru sendir á rann- sóknarstofu lögreglunnar til aöfá staö- festingu á því hvort þeir heföu veriö notaöir viö ódæöiö eöa ekki. Þó aö Dillon játaöi fyrir rannsóknar- lögreglunni að hann hefði myrt Hil- bome-hjónin ásamt Thompson, þá breyttist frásögn hans af atburöunum í hvert skipti sem hann sagði frá þeim. A hinn bóginn neitaði Thompson staö- fastlega aö hafa átt nokkurn þátt í morðunum og hélt því fram að hann hefði ekki einu sinni vitað um atburö- inn fyrr en mörgum dögum síðar þegar hann heyrði foreldra sína ræða um hvaö gerst heföi í Petersburgh. Hann sagöi aö sökin væri alfarið hjá Dillon, sem umrætt kvöld heföi fengiö lánaöan hjá sér bílinn og verið fjarverandi í hálfan annan tíma meöan hann heföi sjálfur setiö heima og horft á sjón- varpiö. Thompson sagðist hafa ásakaö Dillon um moröin strax og hann frétti af þeim og hótaö honum aö segja frá. Dillon hafði þá játað aö hafa brotist inn í íbúðarhús í Petersburgh, en sagðist mundu gera Thompson samsekan ef hann segði nokkrum frá því. Að sögn Thompsons, bauö Dillon honum síöan að velja á milli þess kosts eða hins aö útvega honum fjarvistarsönnun meö því að segjast hafa verið í slagtogi meö honum víösfjarri vettvangi glæpsins ef til þess kæmi aö lögreglan yfirheyröi þá. Thompson sagöist þá hafa valið síöari kostinn, nauöugur. . Þrátt fyrir þessar mótsetningar í| framburöi hinna grunuöu þá varj Richard Dillon, 19 ára gamaii, flækti sig i eigin lygavef. lögreglan sannfærö um aö tveir heföu verið aö verki. Hins vegar var engar reiður hægt aö henda á fullyrðingum um aö þriöji aöilinn hefði verið með í verknaðinum og þrátt fyrir óljósar fuilyrðingar sakborninganna þess efnis, þá var enginn annar kallaður tii yfirheyrslu af þeirri ástæöu. Hvað hin tæknilegu sönnunargögn varöaöi, þá var ekki hægt aö sanna að hárlufsurnar sem fundust í höndum hinna myrtu heföu veriö af hinum grunuöu moröingjum. Hins vegar leiddi rannsókn í ljós aö hanskamir sem fundust á heimili Thompsons voru ataöir blóði af sömu blóðflokkum og hin myrtu tilheyröu. Þegar allri rann- sóknarvinnu var lokið var máliö undirbúiö fyrir réttarhöld af Jerry McGaughney saksóknara. Óhugnanleg lýsing á atburðarás Saksóknari hóf réttarhöldin meö því aö lesa lýsingu Dillons á atburðarás- inni. Sakborningurinn iýsti því hvemig þeir heföu undirbúiö innbrotið í marga daga áður en þeir létu til skarar skriöa. Hann sagði að ástæöan fyrir innbrotinu hefði verið sú, að þeir hefðu lengi heyrt sögur um aö Hil- bome-hjónin geymdu mikla f jármuni í reiðufé á heimili sínu. Hann sagöi einnig aö hjónin hefðu verið heima þegar hann og Thompson komu að húsinu, en lögreglan var hins vegar þeirrar skoöunar aö hjónin hefðu staðið innbrotsþjófana aö verki er þau komu heim. Hvaö sem því leiö þá endaöi innbrotiö í átökum sem leiddu til dauöahjónanna. Samkvæmt lýsingu Dillons lögðu þeir félagamir bil sínum i nokkurri fjarlægö frá húsinu. Síöan gengu þeir aö dyrunum, börðu upp á og báðust leyfis til aö fá að nota síma þegar Will- iam Hilborne kom til dyra. Gamli maö- urinn hleypti þeim umsvifalaust inn, en þeir drógu upp hnífana um leið og hurðin lokaöist á eftir þeim. Hilborne tók þá á rás inn á baöherbergi, greip þar til kylfunnar, en var of seinn til aö beita henni áður en hann fékk hníf- stungu í kviöinn. Dillon sagöist hafa stungið gamla manninn margsinnis áöur en hann sneri sér aö konu hans. Hún stóö þá viö símann og var aö reyna aö hringja. Dillon sagðist hafa skoriö á vírana áður en hann lagöi til konunnar meö hnífnum. Hann haföi þá séð aö Thompson var kominn meö eitthvaö af peningum í hendumar «g þá hafi þeir báðir tekiö til fótanna út úr húsinu. Réttarhöldunum i máli Dillons lauk áöur en vitnaleiðslur hæfust í máli Thompsons. I júlímánuöi 1981 var Diilon fundinn sekur um morö og í framhaldi af því dæmdur til dauöa í rafmagnsstólnum. Hann beið enn dauöa síns er máls Thompsons hófst í janúar 1982. Thompson hélt sífellt fram sakleysi sínu og endurtók þá sögu sína aö hann heföi lánað Dillon bíl sinn á tímabilinu miili klukkan sjö til háfniu kvöldið sem moröin voru framin og heföi sjálfur veriö heima hjá sér. Foreldrar Thompsons voru ekki heima þetta kvöld þannig að hann hafði enga f jar- vistarsönnun frá þeim. En hann sagði sjálfur aö Dilion heföi sagt sér hvaö gerst heföi þegar hann kom til baka, enda heföi mátt sjá þaö á fötum hans. Dæmdir til dauða, en áfrýjuðu Verjendur Thompsons reyndu aö halda því fram í réttinum aö eina sönn- unin gegn honum væri vitnisburöur Dilions sem þegar heföi verið sak- felldur. Að mati saksóknara var þetta þó alrangt. Nokkuð víst þótti að tveir hefðu verið að verki viö morðin, hnifur fannst í bíl Thompsons og annar á heimili hans og hanskarnir sem fund- ust á heimili hans voru ataöir blóöi af sömu blóöflokkum og fómarlömbin til- heyröu. Kviödómur komst aö þeirri niöurstööu að Thompson væri sekur um aöild aö tveimur morðum og innbroti, en taldi jafnframt aö hann ætti ekki að hljóta dauöarefsingu. Dómarinn var hins vegar annarrar skoöunar og dæmdi hann einnig til dauða. Bæði Dillon og Thompson áfrýjuöu dómunum, en á meðan þeir bíöa niður- stööu þess, sitja þeir í dauöaklefunum i ríkisfangelsinu í Indiana. Jay Thompson, 17 ára gamall, átti erfitt með að sannfæra dómarann um sakleysi sitt. \ Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál FAM RYKSUGUR Haukur og Ólafur Aimúta 32 - Simi 37700. HKIV er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra islenskra tímarita. — IMú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — í hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. i jm nær til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í 1 \i Vikunni nœr því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. i n selst jafnt og þétt, bœði í þéttbýli og dreifbýli. Þess i y vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í M VIKUNNI skilar sér. 13 um er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nœr til allra lesenda VIKUNNAR. hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þær fást hjá AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR isíma 85320 (beinn sími) eða 27022 Verslanir! Hin sívinsæla og myndarlega J ÓLAG JAF AHANDBÓK kemur út í byrjun desember. SÍMINIM ER 27022 HAFIÐ SAMBAIMD STRAX eir auglýsendur sem áhuga tfa á aö auglýsa í JÓLA- JAFAHANDBÓKINNI vin- imlegast hafi samband vtó íglýsingadeild 1 íöumúla 33, Reykjavík, eöa í ma 27022 milli kl. 9 og 17.30 irka daga, sem allra fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.