Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR 22. NOVEMBER1982. 9 Útlönd Utlönd Utlönd Útlönd Thatcher nýtur persónufyígis Thatcher forsætisráðherra nýtur töluverðs persónufylgis, fram kemur í skoðanakönnunum. sem Ihaldsflokkurinn breski og stjóm Margaretar Thatcher viröast njóta töluvert meira fylgis en stjórnarand- staöan, eftir því sem niðurstöður skoð- anakannana gefa tilkynna. Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum blaðsins „Guardian” mundi Ihaldsflokkurinn fá 46% atkvæða ef gengið væri til þingkosninga þessa dagana. Verkamannaflokkurinn mundi hljóta 34% og kosningabanda- lag frjálslyndra og jafnaöarmanna 18% en önnur framboð 2%. I skoðanakönnun f yrir mánuði virtist fylgi Ihaldsflokksins vera 44,5%, Verkamannaflokksins 34% og frjáls- lyndra og jafnaðarmanna 19%. „Guardian” heldur því fram að staða stjórnarinnar sé sterk þótt engar góðar fréttir hafi borist af þeim vett- vangi, sem kjósendur hafa haft mestar áhyggjur af, nefnilega atvinnuleysinu. Fjöldi atvinnulausra er sagður 3,3 milljónir, sem er 13,8% vinnuaflsins í landinu. Könnunin gaf til kynna að Thatcher nyti töluverðs persónufylgis en 41% þeirra sem spurðir voru töldu hana besta forsætisráðherrann en 17% hefðu heldur kosið David Steel, leiötoga frjálslyndra, og 14% Michael Foot, leiðtoga Verkamannaflokksins. Thatcher hefur lýst því yfir að hún muni ekki notfæra sér sigurvímu þjóð- arinnar eftir Falklandseyjadeiluna og draga hana að kjörborðinu í kjöifar þess.________________________ Meiri sultur Arið 2000 munu 650 milljónir manna búa við daglegan sult í heiminum. Þessi tala er fengin frá Matvælastofn- un Sameinuðu þjóðanna og segir jafn- framt í skýrslu hennar að það eina sem geti komið þriðja heiminum til bjargar sé aukning á eigin landbúnaðarfram- leiðslu. MAFIAN SLÆR EKKIAF A ÍTALÍU Viltu nýjan eldrí Þrátt fyrir að nýverið hafi mafíu- flokkar í Napólí gert með sér vopnahlé hafa ný met verið sett í morðum þar í borg. AIls hafa um 250 morð verið framin þar það sem af er þessu ári, en það er 20% aukning frá því 1981. Lögreglunni í Napóli stendur þó jafn- vel enn meiri stuggur af hinu, hve morðingjamir, sem nást gerast sífellt yngri. Meðalaldur morðingja sem dóma hlutu árið 1982 var 21 til 22 ár. I fyrra var það 25 ár og 27 til 28 ár þar áður. Dæmi eru til þess að 15 ára unglingar séu f læktir í hina alvarlegustu glæpi. Þessi aukna glæpatíöni veldur mikl- um vonbrigðum meðal yfirvalda, sem nýlega hafa látið handtaka og kippa úr umferð flestum helstu foringjum „Camorra”, mafíunnar í Napólí, í her- för landstjórnarinnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi á Italíu. En tölur þykja sýna að fikniefnasala, peningafalsanir og fjársvik hafa farið í aukana en hins vegar hefur dregið úr þjófnuöum og f járþvingunum og vasa- þjófnaöi. nyrri - dýrarí — ódýrarí Komdu á þeim gamla og ve/du sjá/fur Ert þú í skiptahugleiðingum? Við höfum nýja bíla og notaða. Ford Cortina 79,95.000 A.M.C. Concord st. '81,240.000 Fíat 125 P 77,35.000 Mazda 818 78,65.000 Fíat 128 76,40.000 Ford pickup 4 x 4 70,90.000 FordComet 73,40.000 Ford Comet 73,35.000 Fíat 128 rallí 73,20.000 Ford Bronco '66,45.000 Toyota Mark II73,35.000 Mazda 818 74,35.000 Saab 99 sjálfsk. 73,55.000 riAMC Umfram allt góða bíla. Komdu við hjá okkur og kynntu þér málin. Allt á sama stað. r—'-------------------- t | Opið /augardag; j | kl. 10 -16 | I sunnudag kl. 13—17. | Egill Vilhjálmsson hf. Smiðjuvegi 4 Kóp. Sími 77200 Simi 77720 KANADISKIR KULDASKO SEM HALDA ÞÉR HEITUM BLONDO UM ALLT LAND Reykjavík Akranes Stykkishólmur Patreksfjörður Bolungarvík Vestm.eyjar Kópavogur Skæði, Laugavegi Hvannbergsbræður Skóhornið, Glæsibæ Staðarfell Hólmkjör Verslun Ara Jónssonar Verslun Einars Guðfinnss. Skóverslun Axels Ó. Skóverslun Kópavogs. Isafjörður Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Egilsstaðir Neskaupstaður Grindavík K^flavík Kaupfélagísfirðinga, Skeiði Verslunin Björk M.H. Lyngdal Skóbúð Húsavíkur Verslunin Skógar Verslun Kristjáns Lundberg Verslunin Bára Skóbúðin Keflavík jr___ wm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.